Morgunblaðið - 10.07.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.07.1986, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 Fullkomin miðunartæki gervitungls: Fundu týnda bauju í porti Gæslunnar BAUJA, sem var hlekkur í hafrannsóknum á vegum háskólans í Kiel í Þýskalandi, fannst nýverið í porti Landhelgisgæslunnar í Ánanaustum eftir að gervitungl hafði miðað út staðsetningu henn- ar. Baujan hafði losnað úr keðju rannsóknarbauja, sem fluttu upplýsingar um gervitungl til hafrannsóknastofnunar háskólans, og var henni komið fyrir i porti Landhelgisgæslunnar, eftir að varðskipið Týr hafði fundið hana á reki í hafinu suð-austur af landinu. Það var í lok apríl sem varð- skipið fann baujuna á reki og var hún þá tekin um borð. Engar áletranir voru á baujunni sem gáfu til kynna hvaðan hún var komin eða hvaða tilgangi hún þjónaði. Baujan mun hafa sent regluleg merki til gervitunglsins eftir að hún var komin um borð í varðskipið, en erfíðlega gekk að miða út staðsetningu hennar þar sem hún var um borð í varðskip- inu í nokkrar vikur eftir að hún fannst. Baujunni var síðan komið fyrir í porti LandhelgisgæSlunnar í Ánanaustum og innan tveggja daga hafði gervitunglið miðað út staðsetningu hennar. Svend-Aage Malmberg, haf- fræðingur hjá Hafrannsóknar- stofnun, sagði í samtali við Morgunblaðið, að gamall kennari sinn frá háskólanum í Kiel hefði sent sér bréf og beðið sig um að grennslast fyrir um týndu bauj- una. Með bréfínu fylgdi nákvæmt kort frá gervitunglinu, sem stað- setti baujuna í fjörunni við Reykjavíkurhöfn. Það má því þakka það fullkominni miðunar- tækni gervitunglsins, að baujan kemst aftur til réttra eigenda og getur væntanlega haldið áfram hlutverki sínu í þágu vísindanna. Kort frá gervitunglinu sem staðsetti baujuna í fjörunni við ReykjavRurhöfn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Port Landhelgisgæslunnar séð úr lofti, en þar miðaði gervitungl- ið út staðsetningu týndu baujunnar. ■ ■' * / m. mm ' í H ' /S - r • I 9 %;Á. •: ■ y><t> ■Sw . i T m % % » ' ‘‘ 1 Fljúgum líklegast daglega til íslands ef leyfið fæst — segir Michael Bishop forstjóri British Midiand „VIÐ MUNUM að ölium líkindum fljúga daglega til Keflavíkur allan ársins hring ef leyfið fæst,“ sagði Michael Bishop forstjóri flug- félagsins British Midland í samtali við Morgunblaðið í gær, en það hefur nýlega sótt um leyfi hjá breskum flugyfirvöldum til að taka við einkaleyfi British Airways á íslandsflugi frá Heathrow. Bishop sagði ennfremur að Flug- hefði áhuga á hlut í þessum mark- leiðir hefðu staðið einar að þessum markaði í rúman áratug, eða síðan British Airways lagði niður íslands- flug sitt árið 1974. Þessi markaður hefði verið nógu stór fyrir tvö flug- félög á sínum tíma og ætti því að vera það núna. British Midland aði og ætlunin væri að bjóða upp á hentugri brottfarartíma og brott- farartíðni en Flugleiðir. Félagið væri með daglegt flug til Glasgow frá Heathrow og yrði íslandsflugið í beinu framhaldi af því. Bishop vildi ekki á þessu stigi málsins segja til um hvort að ætlun- in væri að bjóða upp á lægri fluggjöld en Flugleiðir en taldi það alls ekki útilokað. Forsendan fyrir þessari umsókn British Midland er að Breska flug- málastofnunin hefur undanfarið boðist til þess að afturkalla einka- leyfí flugfélaga á flugleiðum frá flugvöllunum Heathrow, Gatwick og Stansted ef þau eru ekki notuð, og veita þau öðrum flugfélögum í staðinn sem bjóðast til að nýta þau. Richard Wright, blaðafulltrúi Athugasemd vegna viðtals um könnun Verðlagsstofnunar Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá Friðrik G. Friðrikssyni, Íslenska-Erlenda verzlunarféiaginu: „Undirritaður gerði athuga- semdir við uppkast blaðamanns Morgunblaðsins á viðtali sem birt- ist í gær, en þær leiðréttingar komust ekki til skila. 1. Uppiýsingar könnunarinnar eru að hluta til úreltar þar eð tollálag sumra vörutegund- anna var lækkað verulega eftir kjarasamningana í vor, sem þýðir að verð er lægra en könn- unin gefur tii kynna. 2. Neytendur geta borið skertan hlut frá borði þegar umboðs- iaun eru f innkaupsverði, en það fer eftir ýmsu. Umboðslaun eru og hafa alltaf verið álagning innflytjenda, sem tekin eru erlendis. Án umboðslauna hefði ekki verið hægt að flytja inn Qölda vörutegunda, sem voru háðar óraunhæfri hámarksálagningu. Það er endanlegt vöruverð til neytandans sem skiptir öllu máli, sama hvort álagning er tekin hér- lendis eða erlendis. Þegar um tollfijálsar vörur er að ræða skipt- ir þetta engu máli. Þegar um tollaðar vörur er að ræða er það á valdi innflytjandans hvort hann lætur tollinn af umboðslaunum koma fram í vöruverðinu eða ekki. Hörð samkeppni á þeim vöruteg- undum, sem við flytjum inn leyfir ekkert aukaálag og því höfum við tekið þann kostinn að hækka ekki innlenda álagningarprósentu, heldur öllu fremur höfum við lækkað prósentutöluna til þess að geta boðið neytendum lægra vöruverð á samkeppnishæfum grundvelli. Það er mikill misskilningur að leggja umboðslaun og ágóða inn- flytjenda að jöfnu. Umboðslaun- um okkar er varið í að greiða erlenda vörureikninga og fylgist gjaldeyriseftirlitið með því.“ Aths. ritstjóra Það er rétt að leiðréttingar Friðriks G. Friðrikssonar á upp- kasti blaðamanns komust ekki til skila. Ástæðan fyrir því var tölvu- tæknilegs eðlis og skal ekki reynt að útskýra það frekar hér. Morg- unblaðið biður Friðrik G. Friðriks- son velvirðingar á þessum mistökum. Bresku flugmálastofnunarinnar, sagði við Morgunblaðið að umsókn British Midland væri dagsett þann 1. júlí sl. Samkvæmt breskum regl- um hefur British Airways nú þijár vikur til þess að mótmæla því að leyfið verði tekið af þeim, eða til 22. júlí nk. Ef sú yrði raunin yrði málið tekið fyrir opinberlega, sem gæti tekið all langan tíma, en ef engin mótmæli bærust væri ekkert lejrfísveitingunni til fyrirstöðu. Hjá British Airways í Lundúnum fengust þær upplýsingar að ekki hefði enn verið tekin afstaða til þessa máls, enn væru tvær vikur eftir af frestinum sem þeir hefðu til umráða. Þó var talið ólíklegt að British Airways mundi mótmæla sviptingu einkaleyfisins þar sem ekki væru hjá félaginu uppi neinar áætlanir um að hefja aftur flug til íslands. „Þetta kemur okkur ekkert á óvart," sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða. „Við erum við- búnir því hvenær sem er að erlend flugfélög hefji flug hingað og ótt- umst ekkert að fá samkeppnisaðila á þessari flugleið. Ólafur Sigfússon Maður- inn sem drukknaði Blönduósi. MAÐURINN, sem drukknaði í Mjóavatni á Áuðkúluheiði um helg- ina, hét Ólafur Sigfússon frá Forsæludal í Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu. Hann var 66 ára. Ólafur heitinn fæddist í Forsæludal og bjó þar lengst af en fluttist á Blönduós sl. haust. Úm árabil gegndi Ólafur starfi ráðsmanns við Héraðshæli Austur-Húnvetninga. Ólafur er þekktur fyrir ljóð sín, sem birtust víða. Hann var einhleypur. J.Sig. Ný sljórn skipuð Menntamálaráðherra skipaði á þriðjudag stjórn Sinfóníuhljóm- sveitar íslands til næstu fjögurra ára. í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir að í stjóminni eigi sæti: Jón Þórarinsson tónskáld, tilnefndur af Reykjavíkurborg, Hörður Sigur- gestsson forstjóri, tilnefndur af íjármálaráðuneytinu, Elfa Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri, tilnefnd af Ríkisútvarpinu, Haukur Flosi Hannesson tilnefndur af starfsmannafélagi_ Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri sem var skipað- ur án tilnefningar. Ólafur er jafn- framt formaður stjómarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.