Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 og sala píputóbaks um 21,67%. Upphaflega var skylt að merkja alla vindlingapakka viðvöruna- rmerkjum landlæknis frá áramótum 1984-85, en síðan var gefinn frest- ur til miðs árs í fyrra. Ljóst er að einhver samdráttur hefur orðið á sölunni, eftir að skylt varð að merkja pakkana, en Þór sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að erfitt væri að segja til um það hvort rekja mætti samdráttinn til merk- inganna, eða annarra hluta, svo sem kynningarstarfsemi og áróðri gegn reykingum. Auglýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 Viðvörunarmerkingar landlæknis hafa verið á vindlingapökkum í rúmt ár: Salan hefur dregist saman um 3,03 prósent Sala píputóbaks hefur á sama tíma dregist saman um 22,58% RUMT ár er nú liðið frá því að skylt varð að merkja alla sígarettu- pakka viðvörunarmiðum frá landlæknisembættinu, og frá því 1. júlí í fyrra til 1. júlí í ár hefur sala sígarettna frá ÁTVR dregist saman um 3,03%, samkvæmt upplýsingum Þórs Oddgeirssonar skrifstofu- stjóra ÁTVR. Sala píputóbaks á sama tíma hefur hins vegar dregist saman um 22,58%. Allt árið í fyrra dróst vindlinga- sala hjá ÁTVR saman um 2,76% SPLUNKUNÝ OG SPRELLFJÖRUG - FJÓRTÁN FJÖRKÁLFAR Á FLEYGIFERÐ - Höfn Hornafirði föstudaginn 11. júlí kl. 21.00 í Valaskjálf Egilsstöðum laugardaginn 12. júlíkl. 21.00 Stórstjarnan Diddú, Raggi, Maggi, Bessi, Hemmi, íslands- meistararnir í frjálsum dansi, Svörtu ekkjurnar og hljómsveitin hressa fara á kostum. Það er mál manna að Sumargleðin hafi aldrei verið eins fjölbreytt og f risk í 16 ára sambúð við þjóðina. Sex stunda stanslaust stuð Ath ■ m Aðeins þessi eina skemmtun Sumargleðinnar á Aust- fjörðum. Sætaferðirtil Egilsstaða frá Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Fá- skrúðsfirði Kabarett-stemmning, söngur, dans, grín og svellandi Sumar- gleði Hittumst hress í hörkufjöri. Já, nú verður lífið tekið með stæl Helgina 18. og 19. júlí verður Sumargleðin í Sjallanum, Akureyri BCCAÐWAT Drottning danstónlistarinnar GLORIA Margar heimsfrægar söngkonur hafa verið kallaðar diskódrottningar, t.d. Donna Summer, Grace Jones og Tina Turner, en aðeins ein hefur raunverulega ver- ið krýnd af alþjóðasamtökum plötusnúða: Gloria Gaynor. Hún hefur unnið Grammy-verðlaun, hennar er að góðu getið í ekki ómerkari bók en „The World Book En- cyclopedia" og lagið hennar I Will Survive, sem sumir kalla nýjan þjóðsöng fyrir allan heiminn, seldist í 5 milljónum eintaka á fyrsta misserinu eftir að það kom út. Síðar var það gefið út á spænsku, frönsku, arab- ísku, japönsku og fleiri tungumálum. Platan þaut upp vinsældalista um víða veröld en á meðan var Gloria gerð að heiðursborgara Zululands og skömmu síðar fór hún í hljómleikaferð um Austur-Evrópu. Hver þekkir ekki lög Gloriu eins og: Honey Bee, I am What I am, Never Can Say Good- bye og Reach Out. Breiðskífa hennar, Never Can Say Goodbye, er t.d. fyrsta hljómplata sinnar tegundar í heiminum. Hún er hlaðin líflegri diskómúsík til að dansa eftir og hvert lag fellur umsvifalaust inn í það næsta, þannig að hvergi er hlé á plötunni, hvergi dauður punktur. Reyndar var svipuð aðferð notuð við gerð plötu Bítlanna, Seargent Peppers Lonely Hearts Club Band, en sú plata var ekki „stanslaust fjör" frá upp- hafi til enda. MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR í SÍMA 77500.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.