Morgunblaðið - 10.07.1986, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
17
nema að litlum hluta til tölvu-
kaupa).
Síðasti liðurinn í umræðu minni
um tölvur, upplýsingaþjóðfélagið og
hátækniiðnað er um menntakerfíð
sjálft og hvaða viðbrögð eru þar
eðlileg við þeirri hröðu þróun mála
sem við þekkjum þegar og viljum
jafnvel ýta undir. Venjulega er
rætt um það á hvem hátt tölvu-
og tæknitengda fræðslu megi færa
inn í skólana. Auðvitað gæti verið
allt eins raunhæft að ímynda sér
breytingu á sjálfu kerfinu, auka
sveigjanleika þess og leggja aukna
áherslu á endurmenntun og starfs-
menntun. Fólk byggir á ólíkri
reynslu og þekkingu og óskar oft
eftir að bæta við sig frekar stuttu,
hnitmiðuðu námi. í mörgum tilvik-
um færi best á því að þetta nám
færi fram í sem nánustu samstarfí
við þá vinnustaði sem fólk væri að
undirbúa sig undir að starfa á. Ef
skólakerfíð yrði sveigjanlegra og
skipulagt til þess að verða við þess-
um óskum, mundi létta af grunn-
náminu óraunhæfum þrýstingi. Slík
markmið svara líka langbest óskum
og kröfum úr mörgum starfsgrein-
um um markvissara nám. Námskeið
Stjómunarfélagsins og tölvuskól-
anna eru gott dæmi um nám af
þessu tagi. Ef starfsmenntunar-
námskeið yrðu ríkari og aðgengi-
legri þáttur í skólakerfi okkar
mætti með góðri samvisku losna
við að kenna alls kyns tæknibrellur
í almennu skólastarfí, en kennsla á
þess háttar er oft réttlætt með því
að tæknibrellur sé nauðsynlegt að
þekkja ef menn ætli að standa sig
á vinnumarkaðinum.
Það má teikna upp línurit þar
sem maður ímyndar sér fjölda
þeirra sem hafa ákveðna þekkingu
um þetta _ nýja tæknisvið: tölvu-
tæknina. Á myndinni er gert ráð
fyrir að mikill flöldi fólks hafí ein-
hveija lágmarksþekkingu, en hópur
sérfræðinga sé tiltölulega lítill.
Þetta gæti gilt fyrir þjóðina í
heild, en Iíka fyrir einstakar starfs-
greinar (t.d. kennara eða heilbrigð-
isstéttimar).
Niðurstaða mín er sú að í al-
mennu skólastarfi eigi ekki að fara
sér óðslega í kennslu ákveðinna
tækniatriða, en beina athyglinni að
ýmnsum gmnnþáttum í meðferð
upplýsinga og undirstöðuatriðum
tölvutækninnar. Margt af þessu
má gera ágætlega án þess að nota
tölvur. í auknum mæli ætti að skoða
hvemig þessa tækni mætti nota á
ýmsa vegu og undirbúa fólk undir
ólíka notkunarmögnleika. Hins veg-
ar á að stefna að því að byggja upp
öflugt kerfí skemmra náms, sem
væri nátengt ákveðnum starfssvið-
um og tillit tekið til fólks sem þegar
hefði hafíð sinn starfsferil. Nú þeg-
ar er töluvert framboð á slíku námi
eins og áður hefur verið nefnt, en
það getur varla verið nema rétt
byijunin, eigi fólk að fá að fylgjast
með hraðri tækniþróun.
Eftir þungan róður í hafi upplýs-
inga og hátækni kem ég að þriðju
staðhæfingunni sem ég nefndi í
upphafí máls míns, þar sem segir
að nánast allt sé hægt að gera með
tölvu. Það er að vísu rétt að það
er hægt að gera ótrúlega margt
með tölvum, en á því eru þó tak-
mörk, sem ættu nú að vera flestum
Ijós — en eru það samt ekki alltaf.
Mest áberandi eru sérsmíðuð kerfi
til þess að vinna tiltölulega einföld
(en oft viðamikil) verkefni eins og
það að sjá um farskrá flugfélags
eða bókhald, en varla er um það
að tala að til séu almennileg yfír-
gripsmikil kerfí til kennslu. (Undan-
tekningin á þessu er Plató-kerfíð
bandaríska, sem hefur verið í þróun
síðan 1964, en það er bæði þungla-
malegt og dýrt. Það var upphaflega
skipulagt með það fyrir augum að
lækka kennslukostnað verulega.)
Þetta misræmi sem við sjáum milli
þeirra kerfa sem er að finna í við-
skiptalífínu og þeirra sem notuð eru
í skólakerfinu stafar annars vegar
af því að það er ákaflega flólkið
mál að smíða sveigjanlegt öflugt
kerfí til kennslu, en hins vegar af
því að mörg hundruð ef ekki mörg
þúsund sinnum meira fé er varið
til gerðar forritakerfa fyrir viðskipt-
alífið en skólastarf. Nú, en það
þarf ekki alltaf risastór dýr kerfí,
ITOLSKU ALPARNIR, MEÐ SIGURÐIDEMETZ
Einstaklega áhugaverð 2ja vikna ferð 28. ágúst til Suður-Tyról í ítölsku Ölpunum. Leiðsögumaður í ferðinni er Sigurður
Demetz Franzson, kunnur söngvari og gleðimaður sem gjörþekkir Týról. Verð kr. 55.666.- (miðað við gengi 26/6).
INNIFALIÐ í VERÐI: Gisting með morgun- og kvöldverði á góðu hóteli í Bolzen, 11 nætur og Groeden, 3 nætur.
Þægilegur og nýtískulegur rútubill í 7 daga. Allar skoðunarferðir, þjóðdansakvöld og vínkjallaraheimsókn.
i þEKKÍNa L
r FJOLDt
það má gera ýmisiegt með minni
tilkostnaði. Margir tölvusnillingar
og áhugamenn hafa komið með
skemmtilegar nýjungar, en þeim
hættir oft til að vanmeta bæði sína
eigin þekkingu og þann tíma sem
þeir hafa varið til verka sinna. All-
ir sem þurft hafa að leita til tölvu-
manna vegna forritagerðar,
flutning á efni frá einni tölvu til
annarrar eða þvíumlíkt þekkja hið
fræga svar „þetta er ekkert mál“.
Einn reyndur tölvumaður sagði að
„ekkert mál gæti þýtt allt frá þrem-
ur tímum til þriggja ára. Svarið
„þetta er ekkert mál“ þýðir ein-
faldlega að verkið sé framkvæman-
legt og þegar maður hafi einu sinni
komist að því hvemig eigi að koma
tölvunni í skilning um það, fram-
kvæmir hún það á nokkrum
sekúndum. Þessi fræga setning
hefur valdið hreint ótrúlegum mis-
skilningi og vandræðum. Svipað
gildir um setninguna, „með tölvu
er hægt að ...“ í umræðu sé að
gera margt með tölvu og sumt til-
tölulega ódýrt má ekki vanmeta
tíma og sérfræði þeirra sem eiga
að útbúa nothæft efni og forrit, né
það sem til þarfa að kosta í mennt-
un og aðstöðu þeirra, sem eiga að
nota þetta. Tölvumar eru nú notað-
ar til margra hluta, en það er æði
langt í það að tölvumar geti séð
um skólastarfíð.
í fjórðu staðhæfíngunni er vikið
að tölvuhræðslu og mikilvægi þess
að losa fólk við hana. Hér er um
að ræða vanmátt fólks, efasemdir
um eigin getu til þess að læra á
ný tæki (en ekki ótta við afleiðing-
ar nýrrar tækni, sern er auðvitað
miklu stærra mál). Ég er sammála
því að ótti við tölvur er oft til
óþurftar og það ber að hjálpa fólki
að losna við þann ótta. En mig
grunar að þessi svonefnda tölvu-
hræðsla sé fyrst og fremst í hugum
okkar sem fullorðin erum, en ekki
hjá skólakrökkum og þetta sé fyrir
þeim miklu minna vandamál en við
höldum. Ég held að rök sem vísa
til þess að nauðsynlegt sé að uppr-
æta tölvuhræðslu, séu veigalítil og
dugi alls ekki til að réttlæta tölvu-
væðingu skólanna. En þeim er mjög
haldið á loft.
FERÐATILHÖGUN:
28. ágúst. Beint flug tíl Salzburg, þaðan er ekið til Bolz-
en yfir Brennerskarð.
29. ágúst. Eftir hádegi er farið (skoðunarferð um Bolzen
og Runkelsteinhöllin heimsótt, með leiðsögn.
30. ágúst. Eftir morgunverð er haldíð til Eggental, ekið
yfir Karerskarðið til Canazei, Cortina, Toblach um Puster-
dalinn til Bolzen.
Þessi hringur er kallaður Dolomitahringurinn.
31. ágúst. Eftir morgunverð er haidið ( skoðunarferð til
Meran og þorpsins Týról með gönguferð um Tappein-
stíginn til Meran og skoðunarferð í Týrólhöllina með
leiðsögn.
1. sept. Frjáls dagur.
2. sept. Dagsferð upp á Tschoggelberg, toglyftuferð tíl
Vilpian, Moelten, gönguferð um Salten til Jenesien og
því naest farið (toglyftu til Bolzen.
3. sept. Eftir hádegi er farið til Kaltem þar sem boðið er
uppá vínprófun og heimsókn til hallarinnar Sigmunds-
kron.
4. sept. Dagsferð til Ritten með toglyftuferð til Unter-
rittnerhof og þaðan gengið til Bolzen.
5. sept. Dagsferð til Sterzing, Penserjoch, Sarntheim.
6. sept. Dagsferð til Feneyja og Murano.
7. sept. Frjáls dagur.
8. sept. Dagsferð til Seiseralm, stutt gönguferð og tog-
lyftuferð niður til St. Ulrich. Kvöldverður og gisting í
Groeden, uns haldið verður heim.
9. sept. Eftir morgunverð er heildagsgönguferð um
Groeden og þjóðdansakvöld.
10. sept. Frjáls dagur.
11. sept. Ekið til baka til Salzburg og beint flug heim. 1j
Við lánum þér VHS-myndband með stuttrí |
kynningarmynd frá Suður-Týról og veitum 1
allar nánarí upplýsingar á skrífstofunni. I
|[E=j FERÐA Cuiboat
l!l!!l MIÐSTÖÐIN Ttxwd
AOALSTRÆTI 9 - REYKJAVlK - S. 2 8 1 3 3