Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
19
mynt, eða með erlendum greiðslu-
kortum. Þessi fjöldi gæti orðið
margfaldur og dreifing ferðamanna
mun auðveldari ef unnt væri að
lækka til muna verð á þessari þjón-
ustu.
Verð á bflaleigubílum verður enn
um sinnt nokkuð hátt hér sökum
mikils viðhaldskostnaðar vegna
vegakerfisins, þó það standi enn til
bóta. Einnig er markaður fyrir not-
aða leigubíla takmarkaður. Þrátt
fyrir þetta verður að ætla að hér
mætti ná miklum árangri með þess-
ari lagfæringu í skattlagningu á
bflaleigubfla og þjónustu.
Mörg dæmi eru um skattaaðlag-
anir af þessu tagi erlendis og nægir
að benda á Danmörk og Austurríki
í þessu sambandi.
Hér er um mikið hagsmunamál
að ræða, fyrst og fremst fyrir þá
er að ferðaútvegi standa utan höf-
uðborgarinnar. Mér sýnist því að
hér sé um að ræða mikið hagsmuna-
mál fyrir frammámenn í landshluta-
samtökum ferðaáhugamanna.
Ættu þeir að hvetja þingmenn sína,
hvar í flokki sem þeir eru, að standa
að og styðja framgang breytinga á
skattlagningu bflaleiguþjónustu í
„útflutningsskyni".
í lok er rétt að geta þess að bfla-
leigur falla undir dómsmálaráðu-
neyti, en eðlilegra hlýtur að teljast
að þær féllu undir það ráðuneyti
sem fer með samgöngu- og ferða-
mál, þ.e. samgönguráðuneytið.
Mætti væntanlega leiðrétta þennan
þátt í leiðinni.
Höfundur er fnunkvæmdastjóri
markaðssviðs Flugleiða.
Fari ég einn míns liðs til jarðar-
farar vel ég mér sæti aftast og losna
þá við að heyra ræðu prests. Iiður
mér þá miklu skár og nýt stundar-
innar betur. Mæli ég eindregið með
slfku við menn á mínum aldri sem
famir eru að heyra í hófi.
Víkjum aftur að samtali við
David Amason sem ég las mér til
mikillar ánægju. Langafi hans,
Baldvin — öðm nafni kafteinn And-
erson — minnir mig á hann Brand
á Homi sveitunga minn. Ungur
réðst hann útgerðarmaður til Ketils
í Kotvogi. Brandur trúði Suður-
nesjamönnum fyrir því að sextíu
útigangssauði ætti hann á Goða-
landi. Brandur lifði til hárrar elli
og eignaðist aldrei sauð á langri
ævi.
Margrét Björgvinsdóttir Bestu
þakkir fyrir gott spjall. Næst er þú
vitnar í Biblíu hafðu hana við hönd
og flettu upp. Þar má ei neinu
skeika. í tilvitnun þinni vom tvær
meinlegar villur ef treysta má ein-
taki mínu.
Höfundur er fyrrverandi skóla-
stjóri Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar.
69-11-00
Auglýsingar22480
Afgreiðsla 83033
Dansað og sungið af innlifun.
Sumarhátíð á Hólaborg
Þessa dagana gera börn á leikskólum og dagheimilum á höfuð-
borgarsvæðinu sér dagamun af tilefni sumars og sólar. Þessar
myndir voru teknar á mánudaginn á Sumarhátíð barnanna á leik-
skólanum Hólaborg í Breiðholti. Þar var glatt á hjalla, farið í
skrúðgöngu, leiki og grillaðar pylsur. Hátíðahöld af þessu tagi
eru orðin árlegur viðburður víða og börnin byrja strax á vorin
að vinna að undirbúningi. Síðan er sætt lagi þegar sólin skin_
Morgunblaðið/Bjami
Veifað til ljósmyndarans á meðan beðið er eftir veitingum.
Vitnisburður Vernharðs í Holti
um Hey-Taddana okkar
Ný, hagkvæmari tækni við heyverkun.
Vernharður Sigurgrímsson, Holti II, Stokkseyrarhreppi, segir:
„Ég notaði Hey-Tadda (heyrúllupoka) í fyrrasumar og tel þetta «,
mjög hagkvæma heyverkunaraðferð. Hún er alls ekki dýrari en
aðrar aðferðir, t.d. súgþurrkun en heyið verkast mun betur. Eitt Ö
sinn hirti ég hólfþurrt hey af sama teig í Hey-Tadda og í súg-
þurrkun. Pokaheyið reyndist lystugra, kýrnar ótu það langt-
um betur. Besta verkun næst, fái heyið að þorna einn dag."
Hey-Taddarnir öruggir.
„í fyrra tók ég 200 Hey-Tadda frá Plastprenti. Aðeins einn Taddi
ónýttist, fyrir slysni. Ég reyndi einnig útlenda poka, þynnri gerð,
en það komu myglublettir við saumana. Taddarnir eru alveg
lausir við slíkt. Við lofttæmum alla pokana með ryksugu,
það auðveldar lokun og flýtir fyrir verkun."
Taddl er fornt heifi
á poka. Plastprent
vill nú gæða þetta
ágæta orð lífi að nýju.
Stórminnkuð áhrif ótíðar.
„Ég hef ekki pokað mjög blautt gras en tilraun sýndi
aði þótt grænfóður væri pokað blautt í Hey-Tadda. Pokarnir geta
staðið úti fram eftir vetri, varðir vindi og skepnum. Það sparar
hlöðurými. Hjá mér stóðu úti 20 Taddar með þurrkuðu
byggi fram að jólum. Ég er þess fullviss að pokun er
verkunaraðferð framtíðarinnar. Hey þarf aldrei að
hrekjast. Þurrhey má poka á svipstundu, byrji að
rigna. Ég geri ráð fyrir að pakka í 400 Hey-Tadda í
Sölustaðir:
Kaupfélög um
lana allt.
sumar.
^ Plastprent hf.
Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf.
Höfðabakka 9. Sími 685600.