Morgunblaðið - 10.07.1986, Page 20

Morgunblaðið - 10.07.1986, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 Alltaf sami töffarmn Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Kvikasilfur (Quicksilver). Sýnd í Stjörnubíói. Stjömugjöf: * lfa Bandarísk. Leikstjóri: Tom Donnelly. Handrit: Tom Donnelly. Framleiðendur: Michael Rachmil og Daniel Melnick. Tónlist: Tony Bans. Flytjendur tónlistar: Roger Daltrey, Ray Parker, jr. of.I. Klipping: Tom Rolf. Kvikmyndataka: Thomas Del Roth. Helstu hlutverk: Kevin Bac- on, Jami Gertz og Paul Rodriquez. Norman Mailer sagði að töff gæjar dönsuðu ekki. Ein af mörgum undantekningum frá þeirri reglu var Kevin Bacon í myndinni Foot- loose. Hann var stórborgartöffari í smábæjarkríli og þegar honum fannst eitthvað bjáta á, smábærinn. Allir geta leikið töffara: maður fer bara í leðutjakka, ypptir öxlum og lætur eins og maður eigi heim- inn. En það er ekki eins auðvelt að leika persónuna á bak við töff- arann. Annars má segja Bacon til vor- kunnar að hann hefur ekki úr miklu að moða í myndinni Kvikasilfur. Hann leikur mann (maður fær strax á tilfinninguna að hann sé of ungur fyrir hlutverkið þrátt fyrir asnalegt yfirskegg sem hann er látinn bera), sem er snillingur í verðbréfavið- skiptum en tapar aleigunni og verður að fá sér almennilega vinnu. Einn daginn er hann milli, þann næsta á hann ekki fyrir bót á rass- inn á sér. Hann fær ekkert betra en sendilsstarf og geysist um stór- borgina á reiðhjóli hraðar en allir aðrir. Jami Gertz leikur fallegustu stelpuna í sendlahópnum og hún og Bacon hrífast hvort af öðru. Búið. Eða næstum því. Inní þennan heldur ómerkilega söguþráð er bætt nokkrum smásögum: Hector er Mexíkani sem dreymir um að kaupa pysluvagn og verða ríkur; sígauninn er dópsali sem notar Jami til að flytja dóp og hótar að drepa hana þegar hún vill ekki vinna meira fyrir hann. Kvikasilfur hefur ekki uppá neitt að bjóða sem ekki hefur verið sýnt þúsund sinnum í öðrum bíómynd- um. Það er ekki til frumleg hugsun í henni og það er sjaldséður góður leikur. Tónlistin er ansi fjörug en það er ekki nóg. Bacon fær ekki að dansa eftir henni. Stöllurnar Erla Kristín Jónsdóttir og Sigrún Snorradóttir efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunn- ar. Þær söfnuðu 420 krónum. Kevin Bacon sýnir listir sínar með kvenmann á hjólinu sínu. þrengja að sér, dansaði hann og sýndi þannig hvað í huga hans bjó. í myndinni Kvikasilfur (Quick- silver), sem sýnd er í Stjömubíói er hann ennþá sami töffarinn en hann hefur engan dans til að túlka tilfinningar sínar með. Hann er bara sendill á reiðhjóli og það er svolítið erfitt hlýtur að vera, að sýna mikinn tilfínningahita á reið- hjóli. Sem betur fer rejmir Bacon það ekki. Því miður reynir hann það þegar hann stígur af baki og geng- ur illa. Bacon er enginn skapgerðar- leikari, hann er bara töffari, öruggur og ánægður með sig, en þegar hann ætlar að veita tilfínn- ingum sínum útrás, sem hann gerði svo vel í dansinum í Footloose, fínnur hann ekki farveg fyrir þær og maður fær á tilfínninguna að annaðhvort hafi hann ekki æft sig nógu vel fyrir hlutverkið eða hann geti ekki betur. Hann er svo meðvit- aður um að hann er að leika að hann kemur varla út úr sér setning- unum. Aðrir leikarar á hans aldri eins og Timothy Hutton eða Sean Penn geta byggt upp sterkar persónur með vönduðum og öguðum leik. Bacon á erfítt með það: hann er ósannfærandi á sama hátt og krakkamir í sjónvarpsmynda- flokknum Fame em ósannfærandi. Lambakótilettur Hinriks IV Fyrir fjóra: 8—12 tvöfaldar kótilettur 450 g Sól djúpfrystar grænar baunir 450 g Sól djúpfryst rósakál salt, hvítur pipar 5 msk Blái Borðinn 4 nýir tómatar, kartöílur Bernaisesósa: 250 g Blái Borðinn 3 eggjarauður 5 korn hvítur pipar, marin > 2 msk fínt saxaður laukur <Ð 2 msk hvítvínsedik œ ný stcinselja 1 msk þurrkað dragon eða einn pakki pk. Knorr Bernaisesósa Tími til undirbúnings: 5—10 mínútur. Tími til matreiðslu: u.þ.b. 30—45 mínútur. Látið baunirnar og rósakálið þiðna. Snyrtið kótiletturnar, skerið bláendann af og gerið skurði í fitulagið svo þær aflagist ekki við steikingu. Skerið stcinseljukvistina í litla bita. Skerið kross í tómatana. Matreiðsla: 1. Setjið tómatana inn í 175°C hcitan ofn í 20—25 mínútur. 2. Sósan. Setjið vínedik, lauk, piparkorn og steinselju- kvisti í lítinn pott og sjóðið þar til hclmingur vökvans er eftir. Bræðið (brúnið ekki) 250 g af Bláa Borðanum. Látið suðu koma upp á vatni í stórum potti, setjið lítinn pott þar ofan í og hrærið eggjarauðurnar í honum. Sigtið vínedik- löginn og þeytið hann saman við eggjarauðurnar í jafna sósu. (Notið rafmagnsþeytara, mcðalhraða). Hellið Bláa Borðanum í mjórri bunu saman við og þcytið vel á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.