Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 SÆTSÚR KJÚKLINGUR SIGRÚN GUÐNADÓTTIR 1 kjúkimgur (hlutaður sundur, vængir, læri í tvennt, bringa í 4 hluta, hryggur notaður í soð.) 1 egg 1 msk. vatn 1 dlmaísmjöl 1 tsk. salt 1/2 tsk.pipar olía til að steikja úr. Egg og vatn slegið saman, bitunum velt upp úr því og síðan úr maísmjöli og djúpsteikt uns bitarnir verða Ijós- brúnir. Sósa: 2 laukar 1 grænpaprika 1 gul paprika 1 stórgulrót. Brytjið og sjóðið í ca. 5 mín. Látið síga af því. 1 dleplaedik 1 dl púðursykur 2 msk. sherry 2 msk. soyasósa 1 1/2 msk. maísmjöl 3 dl soð, t.d. kjúklingateningur í soðnu vatni, eða soðió sem hrygg- urinn varsoðinn úr. Hráefninu (utan grænmetis) blandað í pott og soðið uns það þykknar og verður glært. Þá er grænmetinu bætt út í og sósunni hellt yfir heita kjúklingabitana. ísfugl Sími: 666103 Gon-noui OGÓDÝRT I Kjúklingur er holiur, góður og síðast en ekki síst Iódýr matur. Við viljum að allir borði kjúkling að minnsta kosti einu sinni í viku og velji sér kjúklingadag. Hér birtist spennandi uppskrift úr samkeppni ÍSFUGLS, veldu þér kjúklingadag og reyndu uppskriftina. NÝTT SlMANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033 Flytja íslensk o g spænsk þjóðlög á kaffikonsert- um víðsvegar um Söngkonan Viktoría Spans og Simon H. ívarsson gítar- leikari eru nú að leggja af stað í tónleikaferðalag um landið. Þau munu halda sk. ..kaffikonserta“ á um 10 stöðum. „Kaffíkonsertar eru nýtt form af tónleikum sem er til dæmis orðið mjög vinsælt í Hollandi," sögðu þau Viktoría og Símon í samtali við Morgunblaðið. „Það er frábrugðið hinu hefðbundna formi þar sem fólk kemur, hlustar og fer heim. Á kaffíkonsertum geta menn rabbað saman yfír kaffíbolla og haft það notalegt. Tengslin milli tónlistarinnar og flytjendanna verða meiri með þessu móti, þar sem flytjendur setjast hjá áhorfendum eftir tón- leikana og þeir geta skipst á skoðunum og rætt um tónlistina. „Við verðum með mjög ódýrt kaffí á boðstólum á tónleikunum. O. Johnson & Kaaber hafa gefið allt kaffið svo að það er einungis þjónustan á hveijum stað sem kostar. Á ísafírði sér t.d. tónlistar- félagið um kaffísöluna. Það er að safna fyrir tónlistarhúsi og ágóð- inn af sölunni rennur í þann sjóð. Tónleikaferðalagið hefst á Kópaskeri 9. júlí. Síðan verða tón- leikar á Húsavík þann 10., Akureyri þann 12. og á Ólafsfírði sama kvöld þar sem þau koma fram í sambandi við vinabæjamót. Á Isafírði verða þau 14. júlí, fyrsta uppákoman á nk. „listahátíð" sem bærinn heldur vegna 200 ára af- mælis síns, síðan fara þau til Bolungarvíkur 15. júlí. Viktoría er ættuð þaðan, en þetta verður fyrsta heimsókn hennar þangað, síðan verða þau á Flateyri 16. og Patreksfírði 17. Ekki er enn end- anlega ákveðið hvort haldnir verða tónleikar í Hveragerði en ef svo verður, verða þeir haldnir á Hótel Örk þann 19. júlí. Tón- leikaferðalaginu lýkur svo í Norræna Húsinu í Reykjavík 21. júlí en þá verður jafnframt gerð útvarpsupptaka. Fyrri hluti allra tónleikanna verður helgaður spænskri tónlist en hún er mikið áhugamál Vikt- oríu. M.a. verða flutt sönglög sem eiga rætur sínar að rekja til spænskra gyðinga á 11. og 12. öld, lög frá endurreisnartímanum, þjóðlög í útsetningu Garcia Lorca, landið einleikur á gítar eftir Albeniz og sjö vinsæl lög eftir De Falla þar sem hann notar mikið hið spænska dansform. Ekki er vitað til þess að þau hafí verið flutt hér á ís- landi áður. Eftir hlé verður flutt íslensk tónlist. Frumflutt verður gítarverk eftir John Speight og flutt verkið Völuspá. Það var upphaflega sam- ið fyrir hörpu af Hollendingnum Ank van Campen en Símon Ivars- son hefur útsett það fyrir gítar. Einnig verða flutt lög eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson, Emil Thor- oddsen og Pál ísólfsson. Símon Ivarsson hóf gítamám sitt 19 ára hjá Tónskola Sigur- sveins. Að loknu burtfararprófí hélt hann til Vínarborgar og var þar í 5 ár við framhaldsnám. Hann kenndi síðan í Sviss í eitt ár áður en hann hélt heim og hóf gítarkennslu hjá Tónskóla Sigur- sveins. Þar hefur hann nú kennt undanfarin 5 ár. Viktoría Spans er fædd í Reykjavík, móðir hennar er íslensk en faðir hollenskur og fluttu þau til Hollands er Viktoría var fímm ára gömul. Hún hefur stundað söngnám bæði á íslandi hjá Kristni Hallssyni og í Hol- EINSTAKLINGAR Minni heimili Þetta er örbylgjuofninn fyrir ykkur TOSHIBA ER5210 Verð aðeins 12.900 stgr. útb. 5.000.- eft- irstöðvar á 6 mánuðum. íslenskar leiðbeiningar og uppskriftir fylgja og kvöldnámskeið án endurgjalds. — Kynntu þér ofninn strax í dag — EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I699S Blái fuglinn — ný kvenfataverslun í Pósthússtræti 13 OPNUÐ hefur verið ný kven- fataverslun, sem fengið hefur nafnið Blái fuglinn og er hún til húsa í Pósthússtræti 13, á horni Pósthússtrætis og Kirlyustrætis. Eigendur eru hjónin Hanna Elí- asdóttir og Ingvar Sveinsson. Verslunarstjóri er Kolbrún Skaftadóttir. Blái fuglinn hefur umboð fyrir bandaríska vörumerkið Maidenform í undirfatnaði og einnig hefur versl- unin umboð fyrir danska hönnuðinn Bitte Kai Rand. Hún hefur getið sér gott orð víða í Evrópu og ætlar að réyna fyrir sér á Bandaríkja- markaði með vörur sínar, að sögn Hönnu. „Fatnaður hennar er úr léttu prjónaefni og séreinkenni þessarar vöru er að auðvelt er að setja flíkumar saman á' mismun- andi hátt, hvort sem um er að ræða buxur, peysur, kjóla, pils, slétt og felld, eða boli.“ Verslunin hefur umboð fyrir breska skó af gerðinni Gina, sem eru úr handgerðu leðri, gjaman tvílitir og hægt er að fá veski í stfl. Boðið er upp á náttkjóla úr silki og öðrum efnum svo og létta kjóla, spari- og samkvæmiskjóla frá Frakklandi, Englandi og Þýska- landi. Þá munu í haust koma kjólar í stærri númerum en vant er að fáist í verslunum. Blái fuglinn verslar einnig með brúðarkjóla frá Bretlandi og Dan- mörku sem kosta frá 4.900 krónum og allt upp í 20.000 krónur, að sögn Hönnu. Hún bætti því við að verslunin myndi senda myndalista af brúðarkjólum út á land til þeirra sem þess óskuðu og hægt yrði að panta eftir þeim. Hanna sagði að nafn verslunar- innar væri gamalgróið í fjölskyldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.