Morgunblaðið - 10.07.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 10, JÚLÍ 1986
31
Francois Mitterrand, forseti Frakklands, heilsar Nicolai Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, við
upphaf fundar þeirra í Moskvu I gær.
Heimsókn Mitterrands í Moskvu:
Yinsamleg samvinna yf ir-
skyggir ágreiningsefnin
Moskvu, AP.
FRANCOIS Mitterrand, forseti
Frakklands, og Jean Bernard
Raimond, utanríkisráðherra,
áttu í gær fund með Mikhail S.
Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj-
anna, og öðrum forystumönnum
þar í landi.
Fyrir þennan fund höfðu þeir
Mitterrand og Gorbachev haldið tvo
fundi einslega, sem alls stóðu í nær
fimm klukkustundir. Samkvæmt
frásögn Michelle Jendreau-Mass-
aloux, talsmanns Frakklandsfor-
seta, ræddu þeir þar fyrst og fremst
ágreiningsefni risaveldanna.
Síðdegis í gær átti Frakklands-
forseti einnig sérstakan fund með
Nikolai I. Ryzhkov, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna. TASS-frétta-
stofan skýrði svo frá, að þeir
Eduard A. Shevardnadze, utanríkis-
ráðherra, og Andrei Gromyko,
forseti Sovétríkjanna, hefðu einnig
verið viðstaddir síðari fundinn.
í yfirlýsingu, sem gefin var út
eftir fundi Mitterrands með sovézk-
um ráðamönnum, var Bandaríkja-
stjóm gagnrýnd fyrir hótanir um
að virða ekki SALT-2-samkomulag-
ið um takmarkanir við vígbúnaði
og sagt, að ekki bæri að fella úr
gildi þá samninga, sem fyrir hendi vinsamleg samvinna ríkti milli Sov-
væru, um að takmarka vígbúnaðar- étríkjanna og Frakklands á
kapphlaupið og koma í veg fyrir mörgum sviðum, sem yfirskyggði
að það bærist út í geiminn. ágreiningsefni þeirra.
Þá var lögð á það áherzla að
OPEC:
Varað við frekari
lækkun olíuverðs
Caracas, AP.
ORKUMÁLARÁÐHERRA Venezúela, Arturo Hernandez Gris-
anti, varaði í gær við því, að olíuverð kynni að lækka enn meira
en orðið er, ef aðildarríki OPEC, samtaka olíuútflutningsríkj-
anna, næðu ekki samkomulagi innbyrðis um framleiðslukvóta.
Hemandez skýrði svo frá á fundi
með fréttamönnum, að hann teldi,
að OPEC-ríkin Alsír, Líbýa og íran
yrðu því áfram andvíg, að heildar
framleiðslumagn OPEC yrði 17,6
millj. tunnur, eins og lagt var til á
fundi OPEC-samtakanna í Brioni í
Júglavíu í júní sl.
Hemandez lagði hins vegar
mesta áherzlu á, að olíuútflutnings-
ríkin jöfnuðu ágreining sinn varð-
andi skiptingu framleiðslumagns-
ins, því að þá væri frekar unnt að
ná samkomulagi við þau olíuút-
flutningsríki, sem standa utan við
samtökin.
„Það er ljóst, að olíumarkaðurinn
verður áfram óstöðugur og hefur
þá áfram tilhneigingu til lækkunar,
ef OPEC-ríkin ná ekki samkomu-
lagi um framleiðsiukvóta sinn,“
sagði Hemandez.
Evrúpa bíöur eftir þér!
25 SÆTl ÁTOMBÓLUPRÍS-EKKIMISSAAF EINU ÞEIKRA
6ILDIR FYEIR ALLA,
STÚDENTA SEM ADRA.
Ath.: FlugvadlaTBkattur er ekkl
lnnlfallnn í verðunum.
Bf þig langar til að demba þér í hræódýra ferð um
Evrópu getum við boðið þér beint flug til Ziirich í
Sviss og bíl í eina eða tvær vikur og/eða gistingu á
hóteli, svo að eitthvað sé nefnt af þeim möguleikum sem
við bjóðum í þessum „pakka“. — Frá Sviss liggja vegir til
allra átta: Frakklands, Austurríkis, Ítalíu, Þýskalands - og
lengra ef þú vilt; þú ert þinn eigin
fararstjóri.
Timl: 19. Júli - 1. ágúst
Verð: Nokkrir möguleikaæ:
Flug + gisting I elna nótt (eítlr það á eigin
spýtum: 18.480,—
Flug + gisting i eina viku (m.v. 4 í þíl);
14.890,-
Flug + tennlsnámskeið í viku + 1/2 fæði:
83.800,-
Flug + ...?!?— Já, möguleikarnlr eru
margir. Hafðu samband!
SKRIFSTOFA
STÚDENTA
Hringbraut,
sími 25822 og 16850
' H ERRADEI LPWM
1 - 2 - 3 - 4 - 5
OKEYPIS BÆKLINGUR
Starfsframi, betri vinna, betri laun
Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum
starfsf rama og betur launaðri vinnu. Þú stundar námiö heima
hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón-
ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og
sjáöu ölt þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréfaskólinn hefur
örugglega námskeiö sem hæf ir áhuga þínum og getu. Prófskír-
teini í lok námskeiöa. Sendu miðann strax í dag og þú færö
ÓKEYPIS BÆKLING sendan íflugpósti. (Setjiö krossíaöeins
einn reit). Námskeiöin eru öll á ensku.
□ Tölvuforritun
□ Ratvirkjun
□ Ritstörf
□ Bókhald
□ Vólvirkjun
□ Almenntnóm
□ Bifvélavirkjun
□ Nytjalist
□ Stjómun
fyrirtækja
□ Garðyrkja
□ Kjólasaumur
□ Innanhús-
arkitektúr
□ Stjórnun hótela
og veitingastaða
□ Blaðamennska
□ Kælitækni og
loftræating
Heimilisfang:................................................
ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High
Street, Sutton, Surrey SM11PR, England.
GEÍsIPf
Fimm daga
hálendisferð
Brottför alla miðvikudaga í sumar frá og með9.júlí.
1. DAGUR: EkiðSprengisandoggist í Nýjadal. 2. DAGUR: Ekið
áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3.
DAGUR: Mývatns-og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegistil Ak-
ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar.
5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis,
Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur.
INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er
hægt að gista í skálum og á hótelum.
Snæland Grímsson hf.
Ferðaskrifstofa,
Sími 75300
Uppl. hjá BSÍ í Umferðamiðstöðinni s. 22300
Kvöld- og helgarsími: 75300 og 83351
FLEX-O-LET
Tréklossar
Aldrei glæsilegra úrval af tréklossum
með beygjanlegum sólum.