Morgunblaðið - 10.07.1986, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.07.1986, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 Kaflar úr dómi Kjaradóms ana, sem þeim voru tengdar. Verulegar launahækkanir til ein- stakra hópa umfram það, sem hefur orðið hjá launþegum almennt getur leitt til nýrra Igaraátaka, misvægis í efnahagsmálum og aukinnar verð- bólgu. Við þessar aðstæður er þjóðamauðsyn, að þannig sé staðið að lg'araákvörðunum jafnt haákóla- menntaðra manna sem annarra, að þær spilli ekki þeim árangri, sem ■» loks hefur náðst í baráttunni við verðbólguna. Að öðrum kosti munu þær ekki leiða til raunhæfra kjara- bóta eða bættra lífskjara, þegar til lengri tíma er litið. Með því að Kjaradómur hefur ákveðið launahækkanir til aðildar- félaga BHMR umfram þær forsend- ur, sem ég tel að leggja hefði átt til grundvallar samkvæmt framan- rituðu, þykir ekki hafa þýðingu að skila sératkvæði með dómsorði í hveiju máli. Sératkvæði Stefáns Stefán Ólafsson skilaði einnig sératkvæði. í hans greinargerð með " sératkvæði hans segir m.a.: „Ég er sammála þeirri niðurstöðu meiri- hluta Karadóms að efnislegar forsendur séu fyrir leiðréttingu dag- vinnulauna BHMR-félaga og að hafna beri röksemdum fulltrúa §ár- málaráðherra um að ekki sé marktækur munur á kjörum há- skólamanna hjá ríkinu og almenn- um markaði. Ég tel að hækka þurfi dagvinnu- laun háskólamanna í BHMR um nærri 60% að jafnaði til þess að ~ fullnægt sé ákvæði 21. greinar laga nr. 62/1985 um að ríkisstarfsmenn njóti sambærilegra lgara og þeir menn með svipaða menntun, sér- hæfni og ábyrgð, sem vinna hlið- stæð störf hjá öðrum en ríkinu. Ekki hefur verið sýnt fram á að ríkisstarfsmenn í BHMR njóti hlunninda sem í heild eru umfram það sem háskólamenn á almennum markaði njóta, utan lífeyrisréttinda ríkisstarfsmanna sem metin hafa verið til 9% í launum. Ég tek tillit til þess í ofangreindu mati mínu á leiðréttingartilefni, auk launabreyt- inga á almennum markaði frá maí 1984. Meirihlutinn hafnar því að þetta leiðréttingartilefni sé sannað en úrskurðar ekki um það hve mik- inn mun þurfí að leiðrétta svo ákvæði 21. greinar sé fullnægt. Ég geri því ágreining við meiri- hlutann um þá niðurstöðu að dæma aðeins litla hækkun á samningstím- anum upp í þá leiðréttingu sem gera þarf, og liggja til þess eftir- taldar ástæður: 1. Á dómnum hvílir sú lagalega skylda að dæma háskólamönn- um hjá ríkinu sambærileg kjör og tíðkast á almennum mark- aði, samkvæmt ofangreindri 21. grein. Meirihlutinn segir að í þessari grein felist einungis „al- menn leiðbeiningarregla". Þessu er ég ósammála og tel greinina fela í sér skýr lagaleg fyrir- mæli. í heild hljóðar 21. grein þannig: „Kjaradómur skal gæta þess við úrlausnir sínar, að ríkisstarfs- menn njóti sambærilegra kjara og þeir menn með svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð, sem vinna hliðstæð störf hjá öðrum en ríkinu. Þá skal hafa hliðsjón af almennum afkomu- horfum þjóðarbúsins." Efnahagslegar afkomuhorfur þjóðarbúsins eru nú betri en verið hefur um langt árabil. Þess vegna hefði verið eðlilegt að byggja dóm- inn að meginhluta til á fyrri hluta greinarinnar og leiðrétta muninn að fullu í stað þess að visa því sem eftir er af verkinu aftur til samn- ingsaðilanna með tilmælum um að þeir taki launakerfið til gagngerrar endurskoðunar. 2. Ríkisstjóm íslands gerði sam- þykkt á síðasta ári, sem var margítrekuð og skýrð af ráð- herrum í skriflegum jrfírlýsing- um, þar sem segir m.a. að félagsmönnum BHMR skuli tryggð sömu dagvinnulaun og háskólamenn á almennum mark- aði hafa, að teknu tilliti til hlunninda hvers konar. Yfirlýs- ingar þessar hafa verið lagðar fyrir dóminn. Þær gefa sérstaka ástæðu til þess að tekið sé nú á leiðréttingunni að fullu. í yfirlýs- ingum ríkisstjómarinnar er enginn fyrirvari um að afkomu- horfur þjóðarbúsins, né heldur umfang þeirrar hækkunar sem gera þarf, skuli tefja fyrir leið- réttingu þessari. 3. Loks má benda á, að undir- búningsvinna vegna leiðrétting- ar þeirrar sem hér er til umfjöllunar hófst fyrir nærri tveimur og hálfu ári. Afrakstur mikilla rannsókna á launakjör- um viðmiðunarhópanna liggur nú fyrir. Frekari töf á leiðrétt- ingu BHMR-félaga er því með öllu óréttmæt, auk þess sem hún veldur auknum vanda í rekstri margra ríkisstofnana og magnar óánægju stórra starfshópa sem gegna mjög mikilvægum störf- um. Starfsmenn ríkisins verða að geta treyst því að eftir lögum og leikreglum samningskerfisins sé farið að fullu og þeim tryggð þau kjör sem 21. grein laga um samningsrétt þeirra kveður á um, og sem ríkisstjom íslands hefur lofað þeim. Formaður HÍK um úrskurð kjaradóms: Smánardómur sem veg- ur ekki upp hækkanir á almennum vinnumarkaði Formaður KI: Fylgjum sjálfkrafa launa- kjörum HÍK, þar til um okkar mál semst „Þetta er smánardómur, í einu orði sagt. í tvö ár höfum við sætt okkur við sama og ekki neitt út á það að verið væri að vinna að rækilegri og vísinda- legri athugun á kjörum okkar í samanburði við háksólamenntað fólk í einkageiranum. Og svo þeg- ar þær niðurstöður iiggja ótvírætt fyrir að við erum allt að 35% lakar launuð fáum við hækkun um 2—4 launaflokka,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður Hins íslenska kennarafélags, þegar haim var inntur álits á niðurstöðu kjaradóms. Kennarar í HÍK fá þriggja launaflokka hækkun frá 1. mars, eða um 9,3% hækkun, og síðan hækkun um einn launaflokk 1. desember. í HÍK eru um 1.000 manns og er fé- lagið hið langstærsta í Banda- lagi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Kristján sagði að það sem nú fengist samkvæmt úrskurði kjaradóms væri tæplega það sem samið hefði verið um í sérkjarasamningum eða á al- mennum vinnumarkaði frá því aðalkjarasamningurinn var gerður í febrúar, hvað þá að um leiðréttingu á kjörum væri að ræða, eins og menn hefðu búist við. Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands Islands, var spurður hvaða þýðingu þessi úrskurður kjaradóms hefði fyrir félag hans. „Samkvæmt ákvörðun fjármálaráðherra, Þorsteins Pálssonar, frá því í febrúar, tökum við laun sam- kvæmt launakerfí BHMR og HÍK, þar til við höfum gert okkar eigin samning. Aðal- kjarasamningur okkar Iiggur fyrir kjaradómi og hefur ekki verið afgreiddur. Ég geri því ráð fyrir að við munum taka laun í samræmi við það sem félagsmenn HÍK fá nú, þar til úrskurður hefur komið um okk- ar mál,“ sagði Valgeir Gests- son. í KÍ eru um 3.000 manns. HWSIIInýttsímanúmer œ|M-oo 1 UmÍImmlMmmA Lyft sér á kreik MorgunblaM/Kn,!tinn „Má ég ekki mamma með í leikinn þramma“. Það er greinilegt að þessar tvær ungn stúlkur hafa fengið leyfi móður sinnar til að leika sér og skemmta og virðast þær una hag sinum vel þó á hvolfi séu. Borgarfjörður eystri: Kuldakastíð dró úr grasvextí Borgarflrði eystri. HÉR Á Austurlandi var júní- mánuður mjög mildur og sólríkur svo að oft komst hitinn upp í 20 stig og þar yfir. Þann tíma voru góðar gæftir og fiskuðu bátar vel svo að stöðug vinna var í frystihúsinu, oft fram á kvöld og jafnvel um helgar. Þá var líka mikil grasspretta. Um mánaðamót júní—júlí breytti til hins lakara. Att var norðlæg með nepju og kalsarigningu svo að eina nóttina gránaði í fjöll. Þegar Danadrottning, forseti ís- lands og fylgdarlið heimsóttu Austurland var áformað að há- tignimar kæmu í Borgarfjörð, en þann dag var veður hvað verst, rigning og stormur svo hætt var við þá heimsókn enda lítið gaman að koma í Borgarfjörð þegar ekki er fjallasýn, en fjöllin eru ein mesta prýði fjarðarins. í dag, miðvikudag, er hér þokkalegt veður, lítið sólfar en 10 stiga hiti og Veðurstofan lofar okkur bjartari dögum. Enn er sláttur ekki hafínn enda kippti kuldakastið úr grasvexti, en mér er sagt að brátt munu fyrstu bændur bera ljá í jörðu. Undan- farið hefur verið unnið að því að leggja bundið slitlag á götumar í þorpinu og einnig á flugvallarveg- inn, Austurbæjarveg og kafla á veginum til Héraðs. — Sverrir ísafjörður: Félagsfundur Alþýðu- bandalagsins krefst afsagnar Guðmundar J. A FELAGSFUNDI í Alþýðu- bandalagsfélagi ísafjarðar í fyrrakvöld var samþykkt álykt- un þess efnis að fundurinn krefðist þess að Guðmundur J. Guðmundsson segi af sér þing- mennsku fyrir Alþýðubanda- lagið „vegna þeirra mistaka að Guðmundur tók við fé með þeim hætti sem hann gerði“. Var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, en fund- inn sátu um 20 manns af liðlega 60 félagsmönnum, samkvæmt upplýsingum Þuríðar Péturs- dóttur, eins stjórnarmanna Alþýðubandalagsfélags ísa- fjarðar. Síðastliðinn laugardag var haldinn sameiginlegur félags- fundur _ Alþýðubandalagsfélag- anna á ísafírði og í Bolungarvík, þar sem til stóð að fá ofangreinda ályktun samþykkta, en fulltrúar félagsins í Bolungarvík greindu frá því að þeir treystu sér ekki til þess að standa að slíkri álykt- un, og þvf var að sögn Þuríðar ákveðið að slíta fundi en halda nýjan í fyrrakvöld eingöngu hjá Alþýðubandalagsféiaginu á ísafirði. Þuríður sagði að alþýðubanda- lagsmenn skiptust dálítið í tvo hópa í umræðunni um þessi mál Guðmundar: „Það eru menn sem þekkja Guðmund persónulega og þeir sem bera virðingu fyrir hon- um og treysta honum sem verka- lýðsforingja og vilja því bfða átekta og sjá hvemig þessi mál æxlast. Hins vegar eru þeir sem líta á þetta mál sem mál Alþýðu- bandalagsins í heild, en ekki persónulegt mál Guðmundar, og vilja hreinsa Alþýðubandalagið af öllum grun um óhreinar peninga- gjafir og því um líkt,“ sagði Þuríður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.