Morgunblaðið - 10.07.1986, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
39
Bara eftir að landa. Frá Langá á Mýrum, en þar hefur verið sannkölluð mokveiði undanfarna daga.
Elliðaár: Mikil ganga,
sæmileg veiði
Mikill lax er genginn í Elliða-
ámar og var svo raunar strax er
áin var opnuð til veiða, 10. júní
síðastliðinn. Síðan hefur geysilegt
magn bæst við, en veiðin verið
minni en efni hafa staðið til þrátt
fyrir að hún hafí verið sæmileg
og betri en á sama tíma í fyrra.
Komnir munu nærri 300 laxar á
land og hefur dagveiðin frá mán-
aðamótum verið þetta 10—16
laxar. Frá mánaðamótum hefur
verið veitt á 6 stangir, en á 4
fram að því. Þetta er því varla
meira en reytingsafli miðað við
það mikla laxager sem þama er.
Teljarinn hefur skráð um 1.500
laxa og hundmð físka em ekki
enn orðnir svo frægir að synda í
gegn um mannvirkið mikla. Ein
samanburðartala: Um mánaða-
mótin vom 188 laxar komnir úr
ánni, en á sama tíma í fyrra vom
126 komnir á land, þó vom göng-
ur góðar snemma eins og nú.
Suma daga að undanfomu hafa
100—150 laxar farið um teljarann
á hveijum sólarhring, aðallega í
skjóli „myrkurs" sem varla er
kallandi því nafni á þessum árs-
tíma.
Pyrir nokkm hefur það hins
vegar gerst, að (axinn hefur tekið
að ganga grimmt upp fyrir Ár-
bæjarstíflu, en lengi vel var engu
líkara en hann ætlaði að una sér
í stórgrýtinu þar fyrir neðan í allt
sumar. Fyrir vikið er nú farið að
veiðast á fallegum fluguveiðistöð-
um efra í ánni og em það góð
tíðindi fyrir marga sem eiga hálf-
daginn sinn enn eftir.
Við þetta má bæta, að einhvem
veginn hefur tugum laxa tekist
að troða sér inn í skurðinn við
gamla rafveituhúsið og þar æða
þeir um ljónstyggir. Em þetta
fískar af öllum stærðum, þar á
meðal sá stærsti sem nokkur telur
sig hafa séð í ánni í sumar. Ekki
veiðist bikarlaxinn inni í skurðin-
um, svo mikið er víst og væri ráð
að smala út úr skurðinum og
reyna að koma í veg fyrir að lax-
inn komist aftur inn, en hann
virðist einmitt sækjast mikið eftir
því að vera í skurðsvatninu.
Mishitt á Arnar-
vatnsheiði
Fyrir nokkm var vegurinn inn
á Amarvatnsheiði opnaður og
talsverð umferð hefur verið í
Fiskivötnin eins og endranær
framan af sumri. Sumir hafa veitt
vel, en öðmm hefur gengið mið-
ur, eins og gengur í veiðiskap.
Þeir óheppnustu hafa lent í snjó-
komu og mddakulda, þeir heppnu
í hita, miklu mýi (!) og góðri veiði.
Sagt er að einn hópur hafí tekið
700 físka í Amarvatni Stóra, en
hópinn skipuðu líka á þriðja tug
manna. Mun minni hópur veiddi
140 físka á tveimur dögum, hér
og þar á Heiðinni, þar á meðal í
Réttarvatni, sem ku standa fyrir
utan veiðifélagið og nýtt af sveita-
mönnum einum svo og vinum
þeirra sem í fylgd kunna að vera.
Þrír úr hópnum sem um ræðir
tóku 95 físka á dagstund úr vatn-
inu og þótti tíðindum sæta, að
þeir lögðu net á meðan þeir dorg-
uðu með stöngum, fengu einn
smátitt í það, en drógu 94 físka
á stöng án þess að hreyfa sig af
þægilegum þúfum sínum.
Færð telst góð þama fram frá,
en mikið vatn hefur verið í Norðl-
ingafljóti á stundum og það
gruggugt vegna sólbráðar úr jökl-,
inum. Hefur það gert hið erfíða
Helluvað enn leiðinlegra viðfangs.
Mokstur í Langá
„Það er ótrúleg ganga, miklu
meiri en sú stóra í fyrra og veiðin
hefur verið hreint ótrúleg. Síðan
á föstudagsmorgun og til hádegis
í dag hafa 212 laxar verið dregn-
ir á land á fímm stangir. Fyrst
veiddust 32 laxar, þá 38 laxar,
síðan kvótinn, 40 stykki, þá 38
aftur og kvótinn aftur, 40 fískar
á þriðjudaginn. í morgun veiddust
24 laxar, þannig að ekkert lát er
á veiðinni. Þó taka veiðimenn
lífínu með ró, em varla byijaðir
að veiða fyrr en hálfníu á morgn-
ana,“ sagði Runólfur Ágústsson,
veiðivörður við Langá á Mýmm,
í gær.
Þetta er smálaxaganga, áttatíu
prósent af aflanum er 4—6 punda
fískur, svo nokkrir niður í þijú
pund og nokkrir 7—8 punda. Mik-
ið af laxinum er merktur fískur,
allt að 20 prósent aflans, að því
er Runólfur taldi. Einn og einn
stórlax veiðist enn, í fyrradag var
15 punda hrygnu landað og var
það merktur fískur af Þverárkyn-
inu. Það em Spánveijar sem sitja
að þessari laxaveislu vestur á
Mýmm og nota þeir eingöngu
f.ugu, mest Hairy Mary, Black
Sheep og Rauðu Frances, stærð-
imar 8 og 10. Vatnið er mjög
gott, áin hætt að minnka fyrir
tilstilli vatnsmiðlunarinnar.
Runólfur sagði að reitingsveiði
hefði verið á miðsvæðunum en
hafði engar tölur þar um. Lítil
veiði hefur enn sem komið er ver-
ið á efstu svæðunum, fyrir löndum
Grenja og Litla Fjalls.
Ólafsfjörður:
Kristinn G. Jóhanns-
son með sýningn
Akureyri.
KRISTINN G. Jóhannsson sýnir
nú um helgina á Ólafsfirði. Á
sýningunni verða um 50 verk
unnin í olíu og vatnsliti, dúkrist-
ur og teikningar. Sýningin er
haldin í tengslum við norrænt
vinabæjarmót sem haldið er á
Ólafsfirði um heigina.
Þótt Kristinn hafí áður sýnt oft
og víða er þetta í fyrsta sinn sem
hann efnir til einkasýningar á ÓI-
afsfírði þar sem hann var skóiastjóri
um árabil.
Sýningin verður opnuð á föstu-
dagsmorgun og verður síðan opin
frá morgni til kvölds fram á sunnu-
dag.
Stúlkan sem hvarf í Noregi:
Leit hefur enn
engan árangnr borið
LEITIN að stúlkunni sem hvarf
frá hóteli í Noregi, þar sem hún
starfaði, hefur enn engan árang-
ur borið.
Stúlkan fór frá hótelinu í Bale-
strand í Sognfírði aðfaranótt 17.
júní sl. og skildist félögum hennar
að hún kæmi fljótt aftur. Síðan
hefur ekkert til hennar spurst, en
víðtæk leit hefur farið fram. Um
næstu helgi ætla kafarar enn á ný
að leita í Sognfírði, en erfítt er um
vik vegna þess hve djúpur og
straumharður fjörðurinn er.
Stúlkan heitir Guðný Tulinius og
er 19 ára gamall Reykvíkingur.
Kristinn G. Jóhannsson
„Opið hús“ í
Norræna húsinu:
Fyrirlestur
um Sögu-
staðiá
Suðurlandi
ÁRNI Böðvarsson, cand. mag.,
heldur fyrirlestur í Norræna
húsinu í kvöld klukkan 20:30 í
„opnu húsi“, sem er hluti af
sumardagskrá Norræna húss-
ins fyrir ferðamenn.
í fyrirlestri sínum mun Ámi
flalla um sögustaði á Suðurlandi.
Fyrirlesturinn verður á norsku.
Eftir kaffihlé verður sýnd kvik-
mynd Osvaldar Knudsen, „Eldur
í Heimaey", með dönsku tali.
Aðgangur er ókeypis.
Metsölublad á hverjum degi!
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Heimilistækja-
verslun
— afgreiðslustarf
Okkur vantar sem fyrst glaðlynda konu sem
hefur gaman af að selja heimilistæki. Tilboð
sendist augld. Mbl. fyrir fyrir 14. júlí merkt:
„20-40 ára - 5973".
Tækjamaðurá
steypudælu
Tækjamaður með meirapróf óskast á steypu-
dælu. Viðkomnadi þarf að vera reglusamur
og stundvís.
Upplýsingar gefur Magnús Karlsson í síma
33600.
Steypirhf.
Fiskvinnslustörf
Nú er mikið að gera hjá okkur við fiskvinnslu
og þess vegna vantar okkur nokkra starfs-
menn ekki seinna en strax. Við erum með
verbúðir og ágætis mötuneyti.
Fiskiðjuver KASK,
Höfn, Hornafirði,
sími97-8200.