Morgunblaðið - 10.07.1986, Side 42

Morgunblaðið - 10.07.1986, Side 42
MORGUNBLAÍHÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 42 LOFTSTÝRIBÚNAÐUR * Loftstrokka * Loftstýriloka Tengibúnað Alltsamkvæmt ŒSstöðlum Veitum tækniráðgjöf og þjónustu Allar nánari upplýsingar gefur LANDSSMIÐJAN HF. SÖLVHÓLSGÖTU 13-101 REYKJAVÍK • ÁRMÚLA23 • 108 REYKJAVÍK SÍMI (91) 20680 ■ TELEX 2207 GWORKS ■ PÓSTHÓLF 1388 Alltaf á föstudögum Háskóli íslands Er hann að líða undir lok sem fræðasetur? Herrafatatíska Snyrting Matur — Rætt við Óttar Guðmundsson lækni. Föstudagsblaðið ergott forskot á helgina NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ASGEIR SVERRISSON Þeir Gorbachev og Jaruzelski telja ólgutímabilið á enda. Þing pólskra kommúnista: Vænta má aukinna áhrifa Sovétmanna ÞINGI pólska kommúnistaflokksins lauk í síðustu viku og var Jaruzelski, hershöfðingi, endurkjörinn aðalritarí flokksins. Þetta var fyrsta þing pólskra kommúnista frá því í júlímánuði árið 1980. A þeim sex árum sem liðin eru hafa miklar breytingar átt sér stað í Póllandi. Þá barðist „Samstaða", hin óháða hreyfing pólskra verkamanna, fyrir tilverurétti sínum og átti í baráttu við stjórnkerfi sem heimilar ekki frjálsum einstaklingum að mynda með sér samtök. Loks var starsemi „Samstöðu" bönnuð er herlög voru sett 13. desember 1981. í Póllandi andar köldu í garð Sovét- manna, ekki síst vegna setningar herlaga, þvi engum blandast hugur um að skipun þar að lútandi kom frá herraþjóðinni i austri. Þá er almenningur í Póllandi bitur í garð Sovétmanna og pólskra stjórnvalda vegna þess hve takmarkaðar upplýsingar voru veittar um eðli og umfang slyssins í kjarnorkuverínu í Cheraobyl. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- anna, sat þingið og flutti ávarp. Almennt er talið að með komu hans til Póllands hafi stjóm- völd í Sovétríkjunum viljað freista þess að lægja öldur óánægju með- al ráðamanna í Póllandi vegna viðbragða Sovétstjómarinnar við Chemobyl-slysinu. Vafalaust hef- ur Gorbachev einnig viljað sýna almenningi í Póllandi og ríkis- stjómum Vesturlanda að Sovét- menn hyggist styðja Jamzelski með ráðum og dáð. Boðskap þennan mátti greina í orðum Gorbachevs þegar hann ávarpaði þingheim á mánudag í síðustu viku. Sagði hann að pólsk- ir verkamenn hefðu ekki snúið baki við hugmyndafræði sósíal- ismans á „erfiðleikaámnum" — þ.e. 1980-1981 þegar „Samstaða" fékk að starfa — heldur hefðu mótmæli þeirra beinst gegn „af- skræmingu sósíalismans." Þetta tímabil ólgu og erfiðleika sagði Gorbachev nú á enda mnnið sök- um „skeleggrar framgöngu" Jamzelskis og réttsýni flokks- manna og föðurlandsvina. Nánari samvinna Gorbachev kvaðst teija að vænta mætti frekari „framfara" í Póilandi með enn nánari sam- vinnu Pólveija og Sovétmanna. Hann varaði landsmenn, og um leið önnur ríki austan Jámtjalds- ins, við að treysta á „peninga- markaði auðvaldsríkja" og átti þá við viðhorf stjómvalda í Póllandi á áttunda áratugnum þegar mikl- ar fjárhæðir voru teknar að láni á Vesturlöndum til tæknivæðing- ar landsins. Nú er svo komið að Pólveijar em Sovétmönnum háðir um flest allt sem lýtur að iðn- framleiðslu og hvers kyns tækni- þekkingu. Þessa sjást víða merki í Pól- landi. Samgöngur em lélegar og varahlutir í vélar em ófáanlegir. Fjölmargir Pólveijar fá gjaldeyri frá ættingjum sínum á Vestur- löndum. I Póllandi er nánast allt falt ef greitt er í Bandaríkjadölum en þeim sem hafa ekki erlendan gjaldeyri undir höndum em flestar bjargir bannaðar. En Gorbachev telur sig hafa fundið lausn á vanda Pólveija. í ávarpi sínu boðaði hann aukna samvinnu Sovétmanna og Pól- veija á sviði efnahagsmála og tæknivísinda. Mörgum pólskum mennta- mönnum hryllir við tilhugsuninni um slíkt samstarf. Eins og málum er nú komið geta þeir ekki keypt erlend tímarit sökum þess að stjórrivöld geta ekki séð af gjald- eyri til þeirra kaupa. Því eru margir Pólveijar uggandi vegna heimsóknar Gorbachevs. Að þeirra mati boðar koma hans herta baráttu gegn hvers konar neðanjarðarstarfsemi og enn auk- in áhrif Sovétmanna á sviði efnahagsmála. Samskipti ríkis og kirkju í ræðu Jaruzelskis, leiðtoga pólska kommúnistaflokksins, kom fram að hann hafði meðtekið skilaboðin frá Sovétmönnum. Hann ræddi í heilar fjórar klukku- stundir um stöðugleika og áframhaldandi þróun sósíalismans í Póllandi auk þess sem hann hvatti til „sósíalískra umbreyt- inga“. Jaruzelski vék einnig að rómversk-katólsku kirkjunni en 95% Pólveija tilheyra henni a.m.k. að nafninu til. Athygli vakti að hann fullyrti að katólskir menn og fylgismenn marxismans gætu átt friðsamlega sambúð auk þess sem hann boðaði bætt samskipti stjómvalda í Varsjá og Vatikans- ins. A máli þeirra Gorbachevs og Jaruzelskis mátti skilja að þeir telja enga ógn stafa lengur af „Samstöðu“ en vinsamleg um- mæli í garð kirkjunnar manna vekja athygli ekki síst í ljósi þess að kirkjan hefur síðustu árin leit- ast við að halda hugmyndum Samstöðumanna á loft og tekist það með ágætum. Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að Jaruzelski hafði lokið máli sínu söfnuðust um 7.000 manns saman við kirkju heilags Stanislaws í Varsjá en þar liggur grafínn séra Jerzy Popiel- uszko, sem pólskir öryggisverðir myrtu árið 1984. Margir báru fána „Samstöðu" og á marga þeirra höfðu verið letruð slagorð sem verkamenn hrópuðu á stræt- um Poznan fyrir 30 árum þegar þeir kröfðust „brauðs, trúfrelsis og fijálsræðis". Nú, 30 árum síðar, eru kröfur landsmanna greinilega hinar sömu. Frá því að starfsemi „Sam- stöðu" var bönnuð hefur katólska kirkjan í Póllandi tekið réttinda- baráttu almennings upp á sína arma. Alls kyns starfsemi, sem stjómvöldum er lítt að skapi, þrífst í skjóli kirkjunnar. Hún annast útgáfu blaða, bóka og myndbanda auk þess sem fólki gefst tækifæri til að koma saman án þess að þurfa að lifa í stöðug- um ótta. Hvað sem öllum' orðaflaumi líður veit Jaruzelski að stöðugleiki í Póllandi verður einungis tryggð- ur með stuðningi katólsku kirkj- unnar. Fylgismenn kirkjunnar eru einfaldlega mun fleiri en stuðn- ingsmenn flokksins. Og einmitt sökum þessa hefur Jaruzelski leitt hjá sér starfsemi kirkjunnar manna þrátt fyrir andmæli harðlínumanna í röðum kommún- ista. Sættir kommúnista og katólsku kirkjunnar eru þó engan veginn í sjónmáli. Þrátt fyrir réttarhöldin “yfir morðingjum Jerzy Popiel- uszkos hefur bilið milli þeirra sem játast katólsku kirkjunni og hinna sem halda tryggð við trúarbrögð Marx farið vaxandi. Heimildir:The Observer, The Economist.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.