Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÍHÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 42 LOFTSTÝRIBÚNAÐUR * Loftstrokka * Loftstýriloka Tengibúnað Alltsamkvæmt ŒSstöðlum Veitum tækniráðgjöf og þjónustu Allar nánari upplýsingar gefur LANDSSMIÐJAN HF. SÖLVHÓLSGÖTU 13-101 REYKJAVÍK • ÁRMÚLA23 • 108 REYKJAVÍK SÍMI (91) 20680 ■ TELEX 2207 GWORKS ■ PÓSTHÓLF 1388 Alltaf á föstudögum Háskóli íslands Er hann að líða undir lok sem fræðasetur? Herrafatatíska Snyrting Matur — Rætt við Óttar Guðmundsson lækni. Föstudagsblaðið ergott forskot á helgina NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ASGEIR SVERRISSON Þeir Gorbachev og Jaruzelski telja ólgutímabilið á enda. Þing pólskra kommúnista: Vænta má aukinna áhrifa Sovétmanna ÞINGI pólska kommúnistaflokksins lauk í síðustu viku og var Jaruzelski, hershöfðingi, endurkjörinn aðalritarí flokksins. Þetta var fyrsta þing pólskra kommúnista frá því í júlímánuði árið 1980. A þeim sex árum sem liðin eru hafa miklar breytingar átt sér stað í Póllandi. Þá barðist „Samstaða", hin óháða hreyfing pólskra verkamanna, fyrir tilverurétti sínum og átti í baráttu við stjórnkerfi sem heimilar ekki frjálsum einstaklingum að mynda með sér samtök. Loks var starsemi „Samstöðu" bönnuð er herlög voru sett 13. desember 1981. í Póllandi andar köldu í garð Sovét- manna, ekki síst vegna setningar herlaga, þvi engum blandast hugur um að skipun þar að lútandi kom frá herraþjóðinni i austri. Þá er almenningur í Póllandi bitur í garð Sovétmanna og pólskra stjórnvalda vegna þess hve takmarkaðar upplýsingar voru veittar um eðli og umfang slyssins í kjarnorkuverínu í Cheraobyl. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- anna, sat þingið og flutti ávarp. Almennt er talið að með komu hans til Póllands hafi stjóm- völd í Sovétríkjunum viljað freista þess að lægja öldur óánægju með- al ráðamanna í Póllandi vegna viðbragða Sovétstjómarinnar við Chemobyl-slysinu. Vafalaust hef- ur Gorbachev einnig viljað sýna almenningi í Póllandi og ríkis- stjómum Vesturlanda að Sovét- menn hyggist styðja Jamzelski með ráðum og dáð. Boðskap þennan mátti greina í orðum Gorbachevs þegar hann ávarpaði þingheim á mánudag í síðustu viku. Sagði hann að pólsk- ir verkamenn hefðu ekki snúið baki við hugmyndafræði sósíal- ismans á „erfiðleikaámnum" — þ.e. 1980-1981 þegar „Samstaða" fékk að starfa — heldur hefðu mótmæli þeirra beinst gegn „af- skræmingu sósíalismans." Þetta tímabil ólgu og erfiðleika sagði Gorbachev nú á enda mnnið sök- um „skeleggrar framgöngu" Jamzelskis og réttsýni flokks- manna og föðurlandsvina. Nánari samvinna Gorbachev kvaðst teija að vænta mætti frekari „framfara" í Póilandi með enn nánari sam- vinnu Pólveija og Sovétmanna. Hann varaði landsmenn, og um leið önnur ríki austan Jámtjalds- ins, við að treysta á „peninga- markaði auðvaldsríkja" og átti þá við viðhorf stjómvalda í Póllandi á áttunda áratugnum þegar mikl- ar fjárhæðir voru teknar að láni á Vesturlöndum til tæknivæðing- ar landsins. Nú er svo komið að Pólveijar em Sovétmönnum háðir um flest allt sem lýtur að iðn- framleiðslu og hvers kyns tækni- þekkingu. Þessa sjást víða merki í Pól- landi. Samgöngur em lélegar og varahlutir í vélar em ófáanlegir. Fjölmargir Pólveijar fá gjaldeyri frá ættingjum sínum á Vestur- löndum. I Póllandi er nánast allt falt ef greitt er í Bandaríkjadölum en þeim sem hafa ekki erlendan gjaldeyri undir höndum em flestar bjargir bannaðar. En Gorbachev telur sig hafa fundið lausn á vanda Pólveija. í ávarpi sínu boðaði hann aukna samvinnu Sovétmanna og Pól- veija á sviði efnahagsmála og tæknivísinda. Mörgum pólskum mennta- mönnum hryllir við tilhugsuninni um slíkt samstarf. Eins og málum er nú komið geta þeir ekki keypt erlend tímarit sökum þess að stjórrivöld geta ekki séð af gjald- eyri til þeirra kaupa. Því eru margir Pólveijar uggandi vegna heimsóknar Gorbachevs. Að þeirra mati boðar koma hans herta baráttu gegn hvers konar neðanjarðarstarfsemi og enn auk- in áhrif Sovétmanna á sviði efnahagsmála. Samskipti ríkis og kirkju í ræðu Jaruzelskis, leiðtoga pólska kommúnistaflokksins, kom fram að hann hafði meðtekið skilaboðin frá Sovétmönnum. Hann ræddi í heilar fjórar klukku- stundir um stöðugleika og áframhaldandi þróun sósíalismans í Póllandi auk þess sem hann hvatti til „sósíalískra umbreyt- inga“. Jaruzelski vék einnig að rómversk-katólsku kirkjunni en 95% Pólveija tilheyra henni a.m.k. að nafninu til. Athygli vakti að hann fullyrti að katólskir menn og fylgismenn marxismans gætu átt friðsamlega sambúð auk þess sem hann boðaði bætt samskipti stjómvalda í Varsjá og Vatikans- ins. A máli þeirra Gorbachevs og Jaruzelskis mátti skilja að þeir telja enga ógn stafa lengur af „Samstöðu“ en vinsamleg um- mæli í garð kirkjunnar manna vekja athygli ekki síst í ljósi þess að kirkjan hefur síðustu árin leit- ast við að halda hugmyndum Samstöðumanna á loft og tekist það með ágætum. Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að Jaruzelski hafði lokið máli sínu söfnuðust um 7.000 manns saman við kirkju heilags Stanislaws í Varsjá en þar liggur grafínn séra Jerzy Popiel- uszko, sem pólskir öryggisverðir myrtu árið 1984. Margir báru fána „Samstöðu" og á marga þeirra höfðu verið letruð slagorð sem verkamenn hrópuðu á stræt- um Poznan fyrir 30 árum þegar þeir kröfðust „brauðs, trúfrelsis og fijálsræðis". Nú, 30 árum síðar, eru kröfur landsmanna greinilega hinar sömu. Frá því að starfsemi „Sam- stöðu" var bönnuð hefur katólska kirkjan í Póllandi tekið réttinda- baráttu almennings upp á sína arma. Alls kyns starfsemi, sem stjómvöldum er lítt að skapi, þrífst í skjóli kirkjunnar. Hún annast útgáfu blaða, bóka og myndbanda auk þess sem fólki gefst tækifæri til að koma saman án þess að þurfa að lifa í stöðug- um ótta. Hvað sem öllum' orðaflaumi líður veit Jaruzelski að stöðugleiki í Póllandi verður einungis tryggð- ur með stuðningi katólsku kirkj- unnar. Fylgismenn kirkjunnar eru einfaldlega mun fleiri en stuðn- ingsmenn flokksins. Og einmitt sökum þessa hefur Jaruzelski leitt hjá sér starfsemi kirkjunnar manna þrátt fyrir andmæli harðlínumanna í röðum kommún- ista. Sættir kommúnista og katólsku kirkjunnar eru þó engan veginn í sjónmáli. Þrátt fyrir réttarhöldin “yfir morðingjum Jerzy Popiel- uszkos hefur bilið milli þeirra sem játast katólsku kirkjunni og hinna sem halda tryggð við trúarbrögð Marx farið vaxandi. Heimildir:The Observer, The Economist.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.