Morgunblaðið - 10.07.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.07.1986, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 Morgunblaðið/Bjarni Þœr Elsa, Arna, Hóffí og Bogga, sem eru „gamlir" skiptinemar, ásamt Peter Philips frá Belgíu. Skiptinemar: Hópur Islendinga á f örum til fjarlægra landa Morgnnblaðið/Bjami Hólmfríður á skrifstofu skiptinemasamtakanna og Bill Thomas frá Kaliforníu. Skiptinemasamtökin alþjóð- leg ungraennaskipti, AUS, héldu um síðustu helgi ráð- stefnu, sem er liður i lokaundir- búningi vegna ársdvalar íslenskra ungmenna á erlendri grund. Ráðstefnan var helguð friðar- umræðu í tilefni þess að árið 1986 er alþjóðlegt friðarár Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnuna sátu 19 ungmenni sem öll eru á leiðinni til ólíkra heimshoma, til ftalíu, Belgíu, Bandaríkjanna, Kólombíu, Þýskalands, Hondúras, Ghana, Sviss og til Norðurlandanna, Nor- egs, Svíþjóðar og Finnlands. Að sögn Hólmfríðar Garðars- dóttur, starfsmanns skiptinema- samtakanna, á sér stað mikill undirbúningur áður en skiptinem- amir halda út í heiminn, haldnir fundir tileinkaðir ákveðnum mál- efnum og unga fólkið frætt um aðstæður í þeim löndum sem þau koma til með að dvelja í. Það er svokallað samstarfsfólk, fyrrver- andi skiptinemar erlendis, sem miðlar reynslu sinni og þekkingu til nýrra_ skiptinema. Um svipað leyti og Islendingamir halda utan kemur hingað til lands hópur er- lendra ungmenna sem dvelja munu við nám og störf vítt og breitt um landið næstu 12 mánuð- ina, áður en þau halda aftur til síns heima. Aðildarlönd skiptinemasamtak- anna AUS eru nú 25 að tölu í 6 heimsálfum. í vetur urðu samtök- in hér á landi 25 ára og fengust þær upplýsingar hjá starfsmanni þeirra, að alls hefðu um 500 íslensk ungmenni farið til árs- dvalar erlendis á vegum samtak- anna og hingað til lands komið álíka margir útlendingar, sem borið hafa hróður Íslands út um víða veröld. í bæklingi frá samtök- unum kemur fram að markmið þeirra sé að stuðla að bættri sam- búð þjóða og einstaklinga. Vikuna 21.-28. september efna skiptinemasamtökin AUS til kvennaráðstefnu í Strassburg á landamærum Þýskalands og Frakklands. Hólmfríður Garðars- dóttir, starfsmaður samtakanna á íslandi, er nýkomin frá Strass- burg, þar sem hún tók þátt í undirbúningi ráðstefnunnar. Hún sagði að ráðstefnuna myndu sækja 40 konur frá öllum heims- homum, þar af 5 konur frá íslandi. „Tilgangurinn með ráðstefn- unni,“ sagði Hólmfríður, „er að konur ræði hvað markar sérstöðu þeirra innan samtakanna, í hveiju áherslur þeirra eru frábrugðnar áherslum hins kynsins. Gestafyrirlesarar verða frá Mexíkó, Þýskalandi og frá ís- landi. Það verður Sigrún Jóns- dóttir sem héðan fer og mun halda erindi um þátttöku kvenna í stjómmálum. Þá verða erindi og umræður, m.a. um friðarbaráttu kvenna, konur og atvinnumál og hlutverk kvenna. Hinn mannlegi þáttur Ásgeir Hvítaskáld Lítið héraskinn Ég var dauðuppgefinn í fótunum og mig sárverkjaði í afturendann af þessum litla keppnishnakk. En reiðhjólið flaug áfram líkt og óstöðvandi og flugumar skullu á andlitinu, fóm upp í mann og í augun. Sérstaklega þegar við hjól- uðum inn á þrönga stíga í skóglendi. Gústi þekkti leiðina, ég elti. Mig verkjaði í axljmar, var að niðurlot- um kominn. Ég hafði platað sjáifan mig í brjálaðan hjólatúr. „Hvar er þessi krá?“ spurði ég pirraður. „Hún kemur bráðum,“ sagði Gustav. Hann nam staðar á gatnamótum og fór að rýna í kortið, en það var byijað að rökkva. „Við fáum okkur einn á kránni," sagði ég og hristi kálfa og nuddaði hálsvöðva. „Ég vil fara að finna stað til að sofa,“ sagði Gustav. „En ég get ekki sofnað svona snemma," vanur að vaka langt fram á nótt við bjórþamb og skáldaslark. „Er það þitt áhyggjuefni?" „Eigum við ekki bara að drekka okkur blindfulla á helvítis kránni, þá sofnum við ósjálfrátt á akrin- um.“ Gustav hló að einfeldni minni. En núna leist mér ekki eins vel á hugmyndina að sofa úti undir ber- um himni. „En ertu með eldspýtur?" sagði ég skyndilega. „Nei. Ert þú með sígarettur?" Hann var vitlaus í að pmfa allt eitur. Því hann mátti ekkert í æsku. „Nei, ég meina til að kveikja bál.“ „Ertu frá þér, það er stranglega bannað." „Við verðum að hafa bál, ef við ætlum að sofa úti eins og indíánam- ir.“ „Ekki hægt, of mikil eldhætta. Allt skóglendið er skráfþurrt eftir aila sólina. Ertu vitlaus maður.“ „Er það nú?“ Ég var spældur. „Jæja, fínnum þá þessa krá og fáum okkur vindla, það verður að vera eitthvert bál.“ Við hjóluðum áfram og komum að drungalegum gatnamótum, þar sem ekkert sást fyrir tijám og Gustav varð undarlegur. Vegskilti sýndi að í aðra áttina var tjald- stæði en náttúmsvæði í hina áttina. „Náttúmsvæði, hvað er það?“ „Það þýðir nakið fólk, bæði kyn,“ sagði Gustav, beygði hjólinu og ætlaði að taka af stað þangað. „Nei,“ sagði ég og rétt náði að grípa í hann. „Við verðum að hjóla áfram." Ég hafði sko engan áhuga á að sjá allsbera karla. Og við hjóluðum áfram. Lengi var hann hljóður og undarlegur. Hann var vitlaus í allt sem ekki má. Ég sá lest koma ask- vaðandi út úr myrkrinu með ljós í gluggum eins og risavaxinn orm. Það var stórkostleg sjón fyrir ís- lending og ég nam staðar. Eitt bílljós var fremst og skröltið nálgað- ist. Mér fannst þetta æðislegt og fékk skáldlegan innblástur, þessu vildi ég geta lýst í sögu. Ég sá fólk- ið sem sat fyrir innan gluggana í lestinni. Þetta var eitthvað svo dul- arfullt. Mér fannst eins og ég hefði séð þessa sjón áður í draumi eða eitthvað. Innra með mér heyrði ég daufan tón. Einhvers staðar í bak- hluta hugans saknaði ég einhvers. En hvað það var vissi ég ekki. Eitt- hvað sem ég var að leita að. Eitthvað sem minnti mig á lítil og sæt augu dóttur minnar á íslandi. „Hvað er að?“ sagði Gustav og kom hjólandi skrikkjótt til baka. „Ekkert er að, mér fannst bara æðislegt að sjá lestina renna út í myrkrið," sagði ég og sté á hjólið. Gústi horfði furðulostinn á eftir lestinni, eitt spumingarmerki. Hann skildi ekki að fyrir mér var þetta náttúrufegurð. Allt í einu komum við fram á uppljómað hús hulið tijám. Upp- gerður gamall bóndabær með mörgum litlum gluggum og bröttu stráþaki, marglit kínaljós héngu á milli tijáa í porti. Þetta var kráin. Fólk stóð með krosslagðar hendur og rabbaði saman. Það var lokað klukkan 11 og hana vantaði 5 mínútur í. Ég flýtti mér inn en Gustav tók að bisa við að ná töskun- um af hjólunum vegna þjófhræðslu. Gömul flott olíumálverk úr sveita- lífi héngu upp á veggjum; gömul eikarborð, kertaljós, allt var í gamla sveitastílnum. „Er of seint að fá öl,“ sagði ég og elti þjón á röndum. „Við seljum ekki áfengi. Bara kaffi, te og kökur," sagði hann. Ég var mjög vonsvikinn, líkt og stór drullupollur helltist yfir mig, ailan daginn hafði ég streðað fyrir einn bjór. Hvað það hefði verið gott að sitja þarna á kránni, svei mér þá, ég hefði ort ljóð. „Er of seint að panta kaffi fyrir tvo?“ „Ég skal athuga hvort eitthvað er eftir," sagði hann og var með snúð. „Bíddu við, heldurðu að þú eigir nokkuð tvo vindla líka." „Vindla, um .. . kannski rest í pakka.“ Ég settist við borð og sá á mat- seðlinum að hægt var að fá margar tegundir af kaffí og te. Gústi kom með töskumar og ég laug að allt væri í stakasta lagi. Hann leit í y^stígum og stéttum BOMANITE er ekki einstakar hellur. BOMANITE er járnbent steinsteypa, sem er steypt á staðnum. BOMANITE er hert á yfirborði með kvarz hersluefni. BOMANITE er hœgt að steypa að niðurföllum, Ijósastœðum eða hverju öðru á lóðinni, í halla eða á jafnsléttu. Dœml um það, hvað gerist oft ó tíðum með hefðbundlnni hellulðgn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.