Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 49

Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 49 kringum sig og strauk toppinn út á hlið, það þýddi að nú var hann þægur strákur. Kaffið var lútsvart. Gústi vildi ekki vindil, hann sagði mér að það væru uppþornaðir alkóhólistar sem ættu þennan stað og að þetta væri fræg krá í Danmörku. Ég púaði sterkum reyknum út í loftið. Þetta var ekkert sérstakt á bragðið, ég sem hafði hugsað svo mikið um að fá mér vindil. Oft byggir maður falskar myndir í huga sér. Sumir leita að einhvetju sem reynist svo bragðlaust. Ég drap í vindlinum áður en hann var hálfur. Hálft í hvoru kveið ég fyrir að fara að sofa úti undir berum himni. Þegar við komum aftur út í kol- svart kvöldið var enn hitamolla. Við vorum síðustu gestirnir. Nú fyrst klæddi ég mig í buxur. Kaffið var hressandi en mér var hálf flökurt af helvítis vindlinum. Það brakaði í möl er bíll tók af stað hlaðinn upppússuðum bændum. En við hin- ir hjóluðum út í nóttina. Nú var Gústi orðinn óþolinmóður og vildi finna stað til að sofa. Við komum að tjaldstæði fyrir ferða- menn. Ljós var í nokkrum hjól- hýsum og lágar raddir heyrðust. Keðja var fyrir innkeyrslunni og allt slökkt í afgreiðslunni. Á verð- miða sást að það var rándýrt að tjalda. Þeir hefðu örugglega rukkað okkur vel fyrir það undarlega uppá- tæki að sofa undir berum himni. Þar fyrir utan hefði mér aldrei ver- ið leyft að kveikja bál, svo við hjóluðum áfram. Við brunuðum eftir malarvegi í gegnum skóg og flugur skullu á andlitum okkar. Maður hafði á til- fínningunni að hús væru falin á bak við hvem runna. Skyndilega sá ég héra á miðjum veginum. Hann byrj- aði að hlaupa á undan okkur. Ég stökk af hjólinu og hljóp á eftir honum, auðvitað. Hérinn stökk út af veginum og reyndi að hoppa i gegnum vírgirðingu en möskvamir voru of litlir. I fjarska heyrðist hundsgelt og hérinn þorði ekki lengra í þá áttina. Ég læddist í grasinu meðfram girðingunni, fann að fætur mínir voru fímir og hljóð- látir. Hjartað í mér sló hratt og ákaft og ég fann kjötbragð í munn- inum. Hérinn kúrði sig saman er ég nálgaðist, brúnleitur og stór; feitur. Fullt af safaríku kjöti. Ég var tilbúinn að gripa hann og snúa úr hálsliðnum, líkt og svartfugl eða lunda. En þegar ég átti ekki eftir nema metra að honum, stökk hann af stað og skaust fram hjá mér. Ég þeyttist á eftir en hann hvarf á harðaspretti. Ég þóttist skjóta hann með rifli. „Sástu kjötið,“ sagði ég móður. Andlit Gústa var fölt; hann var stórhneykslaður. í Danmörku eiga allir að vera góðir við dýrin. (Framhald síðar) Vantar fyllíngu í líf þítt? Sprungur í vcgg lokast ckki af sjálfu sér. Það veistu. Lausnarorðið er Thoríte. Efnið sem fagmennirnir kalla demantssteypu. Harkan og endingin — þú skilur. Thoríte viðgerðarefníð hefur góða viðloðun. Þú notar það jafnt á gamla steypu sem nýja. Mótauppsláttur er óþarfur: eftír 40—60 mínútur er veggurinn þurr, sléttur og tilbúinn undir málningu. Iðnaðarmenn þekkja Thoríte af langri reynslu. Nú er komíð að þér. Thoríte fæst í litlum og stórum umbúðum með íslenskum leíðbeiningum. Spurðu eftír Thorite í næstu byggingarvöruverslun. Þeir þekkja nafníð. IS steinprýði BHB stórhöfða 16, Reykjavík - S. 83340/84780 Útsölustaðir: BYKO • B.B. Byggingarvörur • Húsasmiðjan • Skapti, Akureyri • Málningarþjónustan, Akranesi • G.E. Sæmundsson, ísafirði • Baldur Haraldsson, Sáuðár- króki • Dropinn, Keflavík • Kaupfélag Vestmannaeyja • Kaupfélag A-Skaftfellinga, Hornafirði. BOMANITE BOMANITE BOMANITE A höfuðborgarsvæðlnu AKUREYRI HAFNARFIRÐI / GARÐABA KEFLAVÍK / SUÐURNESJUM notum vlð elngöngu steypu Magnús Glslason Bjöm Ámason Einar Traustason frá ÓS. Múraramelstari Múrarameistarl Múrarameistari WTÆrm STEYPA SEIVI STEtSJST Lerkllundi 28 Hjallabraut 13 Hafnargötu 48 S. 96-21726 S. 53468 S. 92-3708 MUNSTUR NO. 1 DCXDC □□□ DODC □□□ MUNSTUR NO. 2 MUNSTUR NO. 3 MUNSTUR NO. 4 MUNSTUR NO. S MUNSTUR NO. 6 MUNSTUR NO. 7 §omfiníle Á ÍSLANDI SMIÐJUVEGi lle S. 641740 mldos auglýslngaÞjónusta, s. 685651 ORD/MYND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.