Morgunblaðið - 10.07.1986, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 10.07.1986, Qupperneq 50
50 Mary Higgins Clark: The Cradle will fall IJtg. Fontanabooks Maiy Higgins Clark er mörgum lesendum hér kunn og að minnsta kosti ein bóka hennar hefur verið þýdd á íslenzku, „Hvar eru börn- in?“ í þessum dálkum var og fyrir nokkrum mánuðum fjallað um enn aðra bók Higgins, „Still Watch", sem ég held að ég fari rétt með að sé næstsíðasta bókin hennar. Katie De Maio, ung og aðlað- andi kona, lögfræðingur og ekkja þarf að dvelja nætursakir í sjúkra- húsi vegna smámeiðsla. Hún verð- ur vitni að dularfullu atviki, gæti hafa verið framið morð? Þó áttar hún sig engan veginn á þessu í fyrstu, enda er martröðin rétt hafin. Á þessu merka sjúkrahúsi er verið að gera einhveijar skuggalegar tilraunin þegar kona leitar eftir fóstureyðingu er fóstrið að vísu numið brott, en því er komið fyrir í einhverri annarri konu. Þessu fylgir ýmis áhætta og það er grunsamlegt hversu margar konur hafa látizt í sjúkra- húsinu á tiltölulega skömmum tíma. Margt verður til að vekja grun- semdir Katie de Maio og lögreglu- foringjans Richards, en það er engu iíkara en þau reki sig hvar- vetna á vegg og málinu miðar hægt og eru þó framin fleiri morð sem eiginlega er augijóst að tengj- ast hinu fyrsta. Læknirinn gjörvu- legi dr. Highly.xSem er elskaður og dáður af sjúklingúm sínum, kemur heldur betur við sögu og það er margt sem bendir til þess að hann hafi ekki alveg hreint mjöl í pokahominu. Mary Higgins Clark er meistari í því að halda lesendum sínum í spennugreipum. Þó var mér farið að blöskra duggulítið undir lokin hvað seinlega gekk að upplýsa málið og bjarga Katie frá yfírvof- andi bráðum bana undir handar- jaðri hins dáða og virta læknis. En svo leysist þetta allt að lokum. Og þá er maður dálítið óhress yfír því að hafa flýtt sér þessi ósköp að lesa söguna. Að minnsta kosti þangað til maður krækir í aðra eftir Higgins. Evelyn Anthony: The Occupying Power Útg. Arrow Books Það þykir mér kostur við bækur Evelyn Anthony, þótt góður af- þreyingarhöfundur sé, að ég get lesið bækumar hennar oftar en einu sinni og orðið jafn undrandi og spennt í hvert skipti. Ekki vegna þess að þær séu svona djúp- ar og bókmenntalegar nema síður væri. Ég er komin vel á veg með næsta lestur — nokkrum árum síðar að vísu — þegar ég uppgötva að ég hafí líkast til lesið bókina áður. Sögusviðið er St. Blaize, frið- sæll lítill franskur bær á stríðsár- unum. Greifínn í bænum hefur valið þann kostinn að sýna nazist- um samstarfsvilja, að því er hann segir sjálfur, til að hlífa íbúunum við ógnum og hefndaraðgerðum. En þetta kostar greifann ástir konunnar hans, Louise de Bernard bandarískrar ættar. Bandamenn ákveða að senda út af örkinni mann til að eyðileggja stórkost- lega hættulegt gas sem er í fram- leiðslu hjá nazistum í grenndinni við st. Blaize og meiningin er að nota til að útiýma bandamönnum þegar Þjóðveijar hefli innrás í Frakkland. Louise neyðist til að grípa til örþrifaráða til að hjálpa sendimanninum, hún verður sem sé að eiga næturstund með þýsk- um herforingja sem hefur verið búsettur hjá þeim upp á síðkastið. En-atvikið dregur dilk á eftir sér og nazistar ákveða að drepa öll böm í þorpinu í hefndarskyni. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 Hvaða bækur eigum við að lesa í sumarleyfinu? JÓHANNA KRISTJÓNSDÓnTR Síðar vitjar fortíðin Louise de Bemard á miskunnarlausan hátt en allt fellur í Ijúfa löð að lokum. Sheila Ortiz Taylor: Faultline Útg. The Women’s Press Fic- tion Hvemig stendur á því að ís- skápurinn er bezti staðurinn til að geyma handrit í? Og hver er munurinn á kanínu og kanínum? Hvemig má það vera að jarð- skjálfti geti breytt tilfínningalíf- inu og afstöðunni til lífsins al- mennt? Og því í ósköpunum yfír- gefur sex bama móðirin eigin- mann sinn, sem í þokkabót svipar til Williams Holden, til þess að setja saman bú með ástkonu sinni? Faultline er i sjálfu sér súrreal- ísk saga og ýmsir eru þar til frá- sagnar. Þegar maður hefur komizt að því eftir dijúgan lestur að höfundur er í raun og veru að skopast að öllu mögulegu: kvennabaráttunni, ógnuninni við gölskyldulífíð, fer að verða bara gaman áð lesa þessa skrýtnu bók. Þó stefnir hún öll að sama ósi: að leiða þær Alice og Arden saman og réttlæta samband þeirra án teljandi skýringa. Sheila Ortiz Taylor fæddist í I/>s Angeles en býr nú í Flórida, þar sem hún „kennir grunnskóla- ’Mlalitmare cktravaganza, grlpslikeforccps’ OnHKVIR '“Cradle WillFall l*t AKYHlGGirSSCLAKfr nemendum og þeir mér og ég el upp bömin mín tvö og þau ala mig upp“. Mér er ekki kunnugt um hvort hún hefur skrifað fleiri bækur. Þótt Faultline sé ekki stór bók og auk þess skiptist hún niður í stutta kafla er hún ótrúlega seinlesin. En lesandi fær þegar fram í sækir töluvert fyrir snúð sinn. Richard Bach: The Bridge Across Forever Útg. Dellbooks 1984 Richard Bach varð heimsfræg- ur þegar hann sendi frá sér bókina um Jónatan Livingstone máv. Sú bók var gefín út á íslenzku nokkru síðar og vakti athygli hér sem annars staðar. Síðan hefur Bach svo ég viti skrifað þtjár bækur, þar af hefur einnar verið getið í þessum dálkum, „There Is No Such Place as Faraway". Nú kemur hér ein „flugbókin" enn og er hún þó ákaflega ólík Jónatan mávi, því að hér er fjallað um manneskjur, þau Leslie og rit- höfundinn Bach, sem hefur <z> R0BINC00K MINDBEND THt«I MEDiMl THRU.ER 0T THE TEAR.. “GRIPPING, TfHHirYtwr. «RT.panrn<iiKPPMRrr-wnwYonK iiMrit skyndilega orðið frægur og ríkur fyrir síðustu bók sína. Hugsanir og hugmyndir Ric- hards Bach um samskipti manna í milli komast vel til skila í þessari bók. Hann skrifar með ákveðna dul á bak við orðin, næmi hans er skarpt og hann hikar ekki við að lýsa óttanum. Og gerir það á óvenjulega listrænan hátt. Og kímnigáfa höfundar og ritleikni er óviðjafnanleg. Það varð mér eiginlega eftirminnilegra úr bók- inni en söguþráðurinn sjálfur. Það er fágæt og óvenjuleg upplifun að lesa þessa bók, hvort sem menn vilja nú túlka hana sem ástarsögu eins og hún er kynnt eða bara fallegan lestur. Robin Cook: Coma Útg. NAL — Signet Book Sagan gerist í Memorial sjúkra- húsinu í Boston. Þetta hefur verið virtur spítali, en nú taka að gerast einkennilegir atburðir. Sjúklingar sem þurfa að gangast undir minni háttar skurðaðgerðir með svæf- ingu — vakna ekki aftur. Þeir falla í dásvefn og eftir öllum sólar- merkjum að dæma dánir heila- dauða þótt hjartað slái enn um hríð. Þessir sjúkiingar eiga það sameiginlegt að vera ungir og vel á sig komnir líkamlega. Svo að þetta er í meira lagi dularfullt. Hefur eitthvað farið úrskeiðis í svæfingunni og þá hvað? Menn hafa af þessu þungar áhyggjur Ljós aríanna Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Ryszard Kapuschinski: Shah of the Shahs. Útg. Picador 1985. Ótal bækur hafa verið skrifaðar um valdatíma Reza Pahlavi írans- keisara. Nokkrar honum til dýrðar meðan hann sat að völdum, en flest- ar eftir að hann var hrakinn úr valdasessi. Höfundum er það sam- merkt að reyna að skilgreina á djúp- hyglislegan hátt orsakir og afleið- ingar og hafa leitað ótæpilega á vit sögunnar. Þetta hafa verið stór- ar og þykkar bækur og sumar hafa borið með sér að þær hafí verið unnar af mikilli vandvirkni að undangenginni gagnasöfnun. Samt hef ég ekkert lesið um keisaratíma- bilið í íran, sem kemst í hálfkvisti við þessa litlu bók - 152 blaðsíður í fremur litlu broti - eftir pólska blaðamanninn Kapuschinski. Það skal tekið fram, að hún er ekki alveg ný af nálinni, mun hafa verið gefín út 1982 en ekki þýdd á ensku fyrr en á sl. ári. Höfundúr setur bókina á svið, ef svo má að orði komast af miklum einfaldleika en fími. Sú aðferð höfundar er áhrifarík, að síðan still- ir hann upp á sviðið einni einstakri mynd í einu og við skoðum hana undir leiðsögn hans. Og smáma saman hefur lesandi fengið tilfínn- ingu fyrir því að keisaraliðið hafí verið að leika það sem því fannst meistaraverk í viðurvist áhorfenda, sem sátu þögulir undir sviðssetn- ingunni. Keisaraflölskyldan og þeir sem næstir henni stóðu gerðu sér ekki grein fyrir að það sem fólst í þögninni var ekki andagtug hrifn- ing, heldur vanmáttug reiði sem og málið er rannsakað — Eið því er virðist — og það liggur engin skýring á lausu. En það er eitt- hvað mikið bogið við þetta. Ungur læknanemi, Susan Wheeler, sem er að koma til þjálfunar í Memor- ial-sjúkrahúsinu, hættir lífí sínu til að reyna að fínna skýringuna. Og hún fínnst og er þá býsna hryllileg en í sjálfu sér rökrétt sem slík. Það er út af fyrir sig ekki ástæða til að rekja sögulokin en þetta er óumdeilanlega spennandi bók og heldur athygli lesanda frá því fyrsta en fullmikið „lækna- mál“ er á köflum á bókinni og ég ber ekki nægilegt skyn á þau mál til að vita hvort sá þáttur er vel úr garði gerður. Danielle Steel: Secrets Útg. Dell 1985 Það er ekki lengur fréttnæmt þótt bækur Danielle Steel ijúki upp í fyrsta sæti metsölulistanna jaftiskjótt og þær koma út. Næst- síðasta bók hennar, Family Al- bum, var nýdottin út þegar hún sendi frá sér Leyndarmálin. Bókin segir frá því að það á að fara að taka upp nýjan banda- rískan sjónvEirpsmyndaflokk og leikstjórinn Melvin Wechsler er að velja í hlutverkin. Þessi fram- haldsmyndaftokkur á að slá við öllum fýrri slíkum, hvort sem þsið er Dallsis eða Dynasty. Og því er um að gera að vanda valið á leik- urunum. Danielle leiðir persón- umar fram eina af annarri og segir á þeim nokkur deili — ekki öll, því að allar eiga þær sín leynd- armál, misjafnlega þungbær og misjafnlega afdrifarík verða þessi leyndarmál þegar ffEim í sækir. Ég man þegar ég las fyrst bók eftir Danielle Steel fyrir allmörg- um árum að mér fannst hún afþreyingarhöfundur á heldur lágu plani. En hún hefur færzt í aukana síðan, tilfínningEiseminni er stillt í hóf og meira raunsæis gætir í seinni bókum hennar. Meira að segja gerð virðingarverð tilraun til persónusköpunar. Fyrir utan það sem auðvitað ræður mestu um vinsældir bóka hennar: hún hefur alveg pottþétta upp- skrift hvemig metsölubók á að vera. Og nær að fylgja uppskrift- inni, svo að það er út af fyrir sig til sóma. smám saman fékk útrás svo að einn af öðmm tíndust áhorfendur upp á sviðið og náðu að lokum athygli áhorfenda - nánast án þess að keisarastofnunin vissi hvað var að gerast. Kapuschinski hefur komist að kjamanum í orðsins fyllstu merk- ingu, ekki með vandlætingu eða predikunum heldur með því að leiða fram staðreyndir á undra hófsaman hátt og vinna úr þeim. Höfundur er búsettur í Póllandi, en hefur ferðast mikið í Þriðja heiminum og segist hafa á einn eða annan hátt fylgst með á fjórða tug byltinga og umbrota. Hann hefur skrifað a.m.k. eina aðra bók, um Haile Selassie Eþíópíukeisara og valdaferil hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.