Morgunblaðið - 10.07.1986, Side 56

Morgunblaðið - 10.07.1986, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 fclk í fréttum Kvöldvakan í fullum gangi — fjöldi fólks og farartækja Mikið um að vera við Meðalfellsvatn eir, sem óvart áttu leið um Kjósina laugardagskvöldið 28. fyrra mánaðar, furðuðu sig flestir á íjölda fólks og farartækja, sem þar var samankominn. Tendrað hafði verið bál og efnt til allsheijar veislu. Sölutjaldi hafði einnig verið slegið upp þama úti á víðavangi og pylsum og gosdiykkjum var dælt í mannskapinn. En hvert var svo tilefni þessara hátíðahalda? „Þetta er nú orðinn árviss viðburður hjá sumarbústaðaeigendum við Meðalfellsvatn," upplýsti okkar maður á staðnum, Bára Kristins- dóttir. „Einn dag á sumri hveiju taka allir eigendumir höndum sam- an um að hreinsa til á lóðum sínum, fjariægja allt msl úr fjörunni og fegra umhverfi sitt á allan hátt. Stór vörubíll sér svo um að safna draslinu saman og koma því á einn stað. Eftir að búinn hefur verið til dágóður sorpstafli innst í dalnum er síðan kveikt í kestinum og sest að snæðingi.“ Við varðeldinn voru samankomn- ir allir þeir sem vettlingi gátu valdið, ungir jafnt sem aidnir, og ljóst var að hreinsunardagurinn var í hugum margra hápunktur sumars- ins. Veðrið þetta fagra sumarkvöld var líka með eindæmum gott, hlýtt var í lofti og logn. Allt lagðist á eitt um að gera þetta kvöld sem eftirminnilegast, stemmningin var geysigóð og fólk lá í grasinu, slapp- aði af eftir erfiði dagsins og spjall- aði við kunningjana úr næstu kotum. Er allir höfðu fengið maga- fylli og hundamir á svæðinu höfðu sporðrennt nokkrum pylsum var dregið í happdrætti hreinsunar- dagsins og voru verðlaunin 3 björgunarvesti. Það var greinilegt að menn nutu þessarar kvöldvöku alveg fram í fíngurgóma og voru ekkert á því að ganga til náða, enda heiðbjört sumamóttin óvenju fögur. Þegar við hurfum á braut og héldum heim á leið fylgdi okkur út datinn gítar- glamur og glaðlegt gaul, söngur og spil eins og það gerist best — Þýtur í laufí, bálið brennur ... Málin rædd Slakað á eftir annasaman dag. Nágrannar njóta næðisins Bálið brennur Morgunblaðið/Bára Stórfengleg hamingja hjá smávöxnum hjónum au Suzanne og Joe Was brutu blað í sögu læknavís- indanna þann 7. febrúar 1985 er þau eignuðust eineggja tvíbura, sem eru dvergar. Suzanne og Joe eru nefnilega bæði óvenjulega lág í loftinu og hefur það aldrei gerst áður að dvergvaxnir foreldrar eignist tvíbura. Synir þeirra eru hreint ótrúlega líkir og er nær ógerlegt að þekkja þá i sundur. „Við eigum þó ekki í neinum vand- ræðum með það,“ segir faðir þeirra Joe. „Þeir Jakob og Jósep eru nefnilega mjög ólíkir í skapi. Jósep er yfírleitt mun þyngri á brún. Auk þess er hlátur þeirra ólíkur svo og raddimar. Rödd Jakobs er mun bjartari og honum liggur líka hærra rórnur," útskýr- ir hann. Við fæðingu vó Jakob aðeins 2,2 kíló en hefur síðan bætt þó nokkru á sig og er nú orðinn 8 kíló að þyngd og 60 sentimetra langur. „Stóri bróðir“ hans, Jósep, er hins vegar einu kílói þyhgri og er enn nokkuð hærri. Móðir þeirra, Suzanne, er sjálf ekki nema 129 sentimetrar á hæð. „Það er erfíðast þegar þeir gráta samtímis," segir hún. „Handlegg- ir mínir eru nefnilega of stuttir til að ég geti haldið á þeim báðum í einu.“ Snáðamir eru þó afskap- lega heilbrigðir að öllu öðru leyti en hvað hæð þeirra snertir. Þeir eru famir að ganga og em með eindæmum forvitnir. Því hefur Suzanne neyðst til að forða ýms- um hlutum úr seilingarfjarlægð frá strákunum en um leið úr seil- ingarfjarlægð fyrir sig. Nú virðist sem synimir hafí uppgötvað smæð móður sinnar og skemmta þeir sér konunglega við að stríða henni. „Þegar ég ætla t.d. að taka þá upp úr rúminu, rúlla þeir sér gjaman inn í innsta hom,“ segir Suzanne og hlær. „Það gerir það að verkum að ég verð að príla upp á stól til að ná taki á þeim. Þetta fínnst þeim alveg ægilega fyndið og hlægja sig alveg máttlausa við að fylgjast með þessum aðfömm mínum. Þessir synir mínir em nefnilega óttalegir prakkarar,“ segir hún. Eiginmaður hennar brosir út í annað og bætir við: „Jú, auðvitað er þetta erfítt á köflum, en hvert handtak er þó vissulega vel þess virði. Við vitum að strákamir em hreint krafta- verk frá læknisfræðilegu sjónar- miði. Þeir em einu dvergá- tvíburamir sem eiga sér dverga- foreldra. En fyrir okkur em þeir miklu meira. Þeir em okkar himnasending," segir hinn stolti faðir, Joe Was. Það búa litlir dvergar... Hin lágvöxnu hjón, Joe og Suzánne Was ásamt læknisfræðilegu undrunum sínum, tvíburunum Jakob og Jósep.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.