Morgunblaðið - 10.07.1986, Side 65

Morgunblaðið - 10.07.1986, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 AP/Stmamynd Maradona heiðursborgari 9 Argentínski knattspyrnusnillingurinn, Diego Armando Mara- dona, var á þriðjudaginn útnefndur sem heiðursborgari Buenos Aires. Maradona tekur hór við viðurkenningunni úr hendi Julio Saguier, borgarstjóra. Mjólkurbikarinn: Sigurmark á elleftu stundu — Keflvíkingar skoruðu á síðustu mínútunni í Garðinum ALLT ÚTLIT var fyrir að framlengja þyrfti leik Víðis, Garði og Keflvík- inga í mjólkurbikarnum sem fram fór í Garðinum í gærkvöldi. A sfðustu mínútu íeiksins náðu Keflvíkingar hins vegar að skora eina mark leiks- ins og tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum og var þar að verki Valþór Sigurðsson. Keflvíkingar léku undan vindi og sól í fyrri hálfleik og sóttu meira til að byrja með en fljótlega jafnað- ist leikurinn. Strax á 3. mín. komst Ingvar Guðmundsson einn inn fyr- ir vörn Víðis, skaut föstu skoti rétt innan vítateigs sem Gísli mark- vörður Víðis náði að verja. Hann hélt ekki boltanum sem hrökk aftur til Ingvars. Ingvar hafði nægan tíma til að leggja knöttinn fyrir sig en í stað þess skaut hann strax og boltinn fór yfir markið. Tíu mínútum síðar komst Grétar Ein- arsson einn inn fyrir vörn Keflvík- inganna eftir góðan samleik Víðismanna en Þorsteinn Bjarna- son kom vel út á móti honum og varði glæsilega. Er líða tók á fyrri hálfleikinn sóttu Víðismenn öllu meira ef frá eru skildar síðustu 5 mínútur hálf- leiksins en þá pressuðu Keflvíking- ar mjög stíft. Hvorugu liðinu tókst þó að nýta sóknarlotur sínar í þessum hálfleik. Víðismenn sóttu síðan mun meira allan síðari hálfleikinn en Keflvíkingar áttu hættulegar skyndisóknir öðru hvoru. Á 63. mín. fékk Ingvar Guðmundsson knöttinn frír á markteig Vfðis- manna eftir góðan samleik Keflvík- inga en skot hans sleikti stöngina utanverða. Tíu mínútum síðar átti Grétar Einarsson hörkuskalla frá markteig að marki Keflvíkinga en Þorsteinn varði glæsilega. Hann hélt þó ekki knettinum sem hrökk til Helga Bentssonar sem skaut hörkuskoti að marki Víðis en Þor- steinn gerði sér lítið fyrir og varði aftur og í þetta skiptið hrökk knött- urinn frá honum til Guðjóns Guðmundssonar sem skaut rétt framhjá. Víðismenn geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki skorað úr þessari orrahríð. Á síðustu mínútu leiksins skorar Val- þór Sigurðsson fyrir Keflvíkinga eins og áöur sagði. Eftir mikla • Valþór Sigurðsson skoraði sigurmark ÍBK gegn Víði í gær- kvöldi. pressu að marki Víðis barst knött- urinn til Valþórs sem átti ekki i erfiöleikum með að renna honum í markið því Gísli markvörður var kominn út í miðjan teig í öllum lát- unum og markið því autt. Dómari í þessum leik var Eyjólf- ur Ólafsson og komst hann vel frá erfiðum leik. Hann sýndi fjórum mönnum gula spjaldið, þeim Helga Bentssyni Víði, Sigurjóni Sveins- syni ÍBK, Gunnari Oddssyni ÍBK og Skúla Rósantssyni ÍBK. Þorsteinn Bjarnason var lang- bestur í liði ÍBK en þeir Valþór og Einar voru traustir í vörninni fyrir framan hann. Að öðru leyti var lið- ið nokkuð jafnt. Hjá Víði átti Daníel Einarsson langbestan leik en einnig áttu þeir Mark Duffield og Grétgar Einars- son ágætan leik. Morgunblaðið/Júlíus • Atvik sem þetta einkenndi leik KR gegn Þór í gærkvöldi. Á myndinni er Gunnar Gíslason í dauðafæri en honum tókst ekki að skora. Mjólkurbikarinn: Sigur KR síst of stór Fjölmörg góð marktækifæri fóru forgörðum KR VANN Þór örugglega 3:0 á aðalleikvanginum í Laugardal í gærkvöldi í 16 liða úrslitum mjólk- urbikarkeppninnar. Yfirburðir KR-inga voru miklir í leiknum. Samt sýndu þeir engan stórleik, þrátt fyrir að mörkin hefðu getað orðið mörgum sinnum fleiri, en þetta var sannkallaður leikur hinna glötuðu tækífæra að þeirra hálfu. Þórsarar áttu tvö skot að KR-markinu, spiluðu lítið sem ekkert og spyrntu knettinum mest út í loftið. KR-ingar tóku leikinn strax í sínar hendur og fengu nokkur sæmileg marktækifæri, en ekkert varð úr neinu fyrr en á 25. mínútu. Gunnar Gíslason tók þá langt inn- kast frá hægri, Loftur Ólafsson náði að skalla að markinu og knött- urinn skoppaði fram hjá varnar- mönnum Þórs í stöngina og inn. Annars var fyrri hálfleikur tíðindalítill, nema hvað á 44. mínútu að félagarnir frá gamalli tíð, Gunnar Gíslason og Nói Björnsson, voru ekki sáttir hvor við annan, Nói sló Gunnar niður og var vísað af leikvelli. KR byrjaði með knöttinn í síðari hálfleik og eftir 30 sekúndur lá hann í marki Þórs. Hálfdán Örlygs- son fékk knöttinn út á vinstri kanti, lék nær endamörkum og gaf síðan Mjólkurbikarinn: Sanngjarn sigur UBK BREIÐABLIK komst í gærkvöldi í 8 liða úrslit bikarsins með því að sigra ÍBV 2:0 í Eyjum. Eyjamenn voru mun atkvæða- meiri í fyrri hálfleik, sóttu mjög stíft, en gekk illa að skapa sér marktækifæri. Blikarnir áttu í erfið- leikum með að komast inn í leikinn. Á 29. mínútu varði Þorsteinn Gunnarsson í marki ÍBV glæsilega gott skot frá Gunnari Gylfasyni. Besta færi ÍBVfékk ÓmarJóhanns- son á 35. mínútu. Var þá einn með knöttinn á markteig, en steig á knöttinn og þar með fór það færi forgörðum. Staðan því 0:0 í hálf- leik. I síðari hálfleik voru þeir Breiða- bliksmenn sem komu mun ákveðn- ari til leiks og náðu þeir oft að byggja upp hættulegar sóknir. Eyjamenn misstu niður allan takt og var sóknarleikur þeirra ákaflega tilviljunarkenndur og ómarkviss. ÍBV átti þó fyrsta marktækifærið á 49. mínútu, en Sveinn Skúlason varði þrumuskot frá Jóhanni Ge- orgssyni. Á 57. mínútu kom svo fyrra mark UBK. Gunnar Gylfason fékk þá góða sendingu frá Jóhanni Grét- arssyni óvaldaður í vítateignum fyrir miðju marki og hann renndi knettinum stystu leið í netið. Síðara mark UBK kom síðan á 75. mínútu. Þá komst markakóng- ur UBK, Jón Þórir Jónsson, einn upp gegn Elíasi Friðrikssyni og Jón Þórir kom knettinum fram hjá hon- um og Þorsteini markverði í netið. Vel að verki staðið. Fátt markvert gerðist eftir þetta og leikurinn fjaraði rólega út. Sveinn Skúlason varð þó að taka á honum stóra sínum á 81. mínútu. Varði þá hörkufast skot Sighvats Bjarnasonar. Sigur Breiðabliks var sanngjarn, leikmenn liðsins höfðu mun meiri sigurvilja. Sveinn Skúlason mark- vörður og Jón Þórir Jónsson voru bestu menn liðsins. ÍBV byrjaði leikinn ágætlega en virkaði áhugalítið og baráttulaust í síðari hálfleik. Elías Friðriksson var langbesti maður ÍBV, barðist vel allan tímann. Sighvatur Bjarna- son lék sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og styrkir hann liðið. hkj góða sendingu fyrir markið þar sem Willum Þór Þórsson var óvald- aður fyrir opnu marki og skoraði örugglega 2:0. ■ Nú hófst skotæfing Vestur- bæinganna fyrir alvöru og hver á eftir öðrum reyndi að skora í upp- lögðum færum, en enginn hitti markið, þó það virtist mun auð- veldara á stundum. Björn Rafnsson skoraði þriðja og síðasta mark leiksins á 83. mínútu eftir sendingu frá Ásbirni Björnssyni. Björn var á auðum sjó og skoraði örugglega framhjá Baldvini Guðmundssyni, mark- verði. KR-ingar sköpuðu sér mörg marktækifæri í leiknum, en voru hinir mestu klaufar þegar mest á reyndi. Bestir voru Hálfdán Örlygs- son og Ágúst Már Jónsson, en þeir voru einu útileikmennirnir í lið- inu sem ekki skutu á Þórsmarkið. Þórsliðið olli vonbrigðum. ( liðinu eru margir léttleikandi menn, en þeir sýndu ekki sínar bestu hliðar og leikur þeirra einkenndist af kýl- ingum út og suður. Hlynur Birgis- son var þeirra bestur, en heildin var slöpp. S.G. Mjólkurbikarinn: Einn leikur í kvöld í KVÖLD verður siðasti ieikurinn í 16 liða úrslitum mjólkurbikar- keppninnar. Grindavík og Valur, Reykjavík, leika í Grindavík. Grindavík er í næst neðsta sæti í A-riðli 3. deildar, en Valur í 2. sæti í 1. deild. Leikurinn hefst klukkan 20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.