Morgunblaðið - 10.07.1986, Side 67

Morgunblaðið - 10.07.1986, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 67 MorgunblaÖiÖ/Bjarni • Sveinbjörn Hákonarson skoraði þrennu fyrir Skagamenn gegn Hvergerðingum f gœrkvöldi. Hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Hveragerði, sem leikur f 4. deild, kom á óvart með baráttu sinni og héldu hreinu í fyrri hálfleik. Hvergerðingar héldu fvið Skagamenn í fyrri hálfleik Sanngjarnt á Eskifirði — FH-ingar komust í 2:0 f fyrri hálfleik LEIKUR Austra og FH á Eskifirði í gærkvöldi í mjólkurbikarkeppn- inni var jafn og spennandi og var þó nokkuð um marktækifæri, en svo fór að lokum að FH-ingar unnu 2:1 og komust þar með áfram f 8 liða úrslit. FH-ingar léku undan vindi í fyrri hálfleik, höfðu sólina í bakið og léku mun betur. Fyrra mark FH kom á 5. mínútu eftir þóf inni í vítateig Austra. Kristján Gíslason skoraði af stuttu færi og virtist markvörður Austra hafa blindast af sólinni. Stundarfjórðungi síðar skoraði Ingi Björn Albertsson seinna mark FH með bananaskoti af 35 metra færi og í þetta skiptið var mark- vörður Austra illa staðsettur og verður að skrifa markið á hans reikning. Austri sótti mun meira í byrjun síðari hálfleiks og á 50. mínútu skoraði Sigurjón Kristjánsson eina mark þeirra í leiknum. Hann lék þá á tvo varnarmenn og markvörð FH og skoraði síðan auðveldlega. Austri fékk nokkur marktæki- færi á næstu mínútum, en síðan náðu FH-ingar yfirhöndinni aftur og fengu m.a. tvö mjög góð mark- tækifæri undir lok leiksins. En • Ingi Bjöm Albertsson er helsti markaskorari FH og skoraði eitt mark í gærkvöldi gegn Austra. mörkin urðu ekki fleiri og FH vann sanngjarnan sigur. Ingi Björn Albertsson var bestur í liði gestanna, en Sigurjón Krist- jánsson hjá heimamönnum. Enn sigrar Edwin Moses — Sveinbjörn SKAGAMENN sem leika í 1. deild þurftu heilan hálfleik til að ná tökum á Hvergerðingum sem leika í 4. deild, f 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Hveragerði f gærkvöldi. Staðan í leikhléi var 0:0. í seinni hálfleik yfirspiluðu Skagamenn heimamenn og skor- uðu fimm mörk og réðu lögum og lofum á vellinum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og sóttu liðin á víxl. Hvergerðingar áttu þó hættulegri marktækifæri er þeir komust tvívegis í dauða- færi, sem ekki nýttust. Skagamenn áttu aðeins eitt marktækifæri í hálfleiknum. Skagamenn tóku svo leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og skoraði Júlíus Ingólfsson fyrsta markið eftir aðeins tvær mínútur. Hann fékk sendingu innfyrir vörn Hveragerðis frá Sveinbirni Hákon- arsyni, en vargreinilega rangstæð- ur en dómarinn lét leikinn halda áfram og skoraði hann með því að leika á markvörðinn. Annað markið kom á 57. mínútu. Árni Sveinsson tók þá aukaspyrnu rett utan vítateigs, renndi út á Svein- björn sem skoraði með þrumuskoti í bláhornið. Fallegt mark. Guðbjörn Tryggvason skoraði þriðja markið á 60. mínútu. Hann fékk þá laglega sendingu inn í víta- teiginn frá Heimi Guðmundssyni, tók knöttinn niður og skoraði með þrumuskoti upp við slá. Átta mínútum síðar bætti Sveinbjörn við sínu öðru marki. Guðbjörn óð þá upp að endamörkum og gaf vel fyrir og skoraði Sveinbjörn frá víta- punkti. Sveinbjörn innsiglaði síðan stór- sigur Skagamanna er hann skoraði sitt þriðja mark tveimur mínútum fyrir leikslok. Alexander Högna- son, sem lék nú sinn fyrsta leik með meistaraflokki lA, gaf góða Hákonarson skoraði þrennu sendingu upp í hornið á Guðbjörn sem gaf síðan fyrir og þar kom Sveinbjörn og skoraði af stuttu færi. Hveragerði fékk tvö marktæki- færi í seinni hálfleik, sem Birkir varði vel. Hvergerðingar komu mjög á óvart í fyrri hálfleik og börð- ust vel en í seinni hálfleik áttu þeir við ofurefli að etja, enda þrjár deildir á milli liðanna. Mikil stemmning var á vellinum í Hveragerði og var slegið nýtt aðsóknarmet, 450 áhorfendur sáu leikinn. Lúðrasveit lék og var hálf- gerð hátíðarstemmning í bænum. Mörg þekkt andlit voru á meðal áhorfenda og mátti meðal annars sjá Graham Turner, framkvæmda- stjóra Aston Villa, en hann er góðkunningi Jim Barron, þjálfara IA og voru fagnaðarfundir er þeir hittust. Bestir í liði ÍA voru Birkir, mark- vörður, Sigurður Lárusson, Svein- björn Hákonarson og Guðbjörn Tryggvason. Hjá Hveragerði báru þeir, Stefán Halldórsson, þjálfari, Ólafur Jósepsson og Páll Leo Jóns- son, nokkuð af. S.S./Val. — Ben Johnson sigraði Carl Lewis EDWIN Moses frá Bandaríkjun- um sigraði í 400 metra grinda- hlaupi á Friðarleikunum f Moskvu í gærkvöldi, á 47,84 sekúndum. Sigur Moses var 111. sigur hans á ferlinum. Ben Johnson frá Kan- ada sigraði f 100 metra hlaupi á 9,95 sekúndum. Carl Lewis varð þriðji á 10,06 sek. Edwin Moses hefur einokað 400 metra grindahlaupið í nokkur ár. Hann varð Olympíumeistari í þess- ari grein 1976 og 1984 og á heimsmetið, sem er 47,02 sekúnd- ur. Alexander Vasiliev frá Sov- étríkjunum varð annar í hlaupinu í gær tæpum metra á eftir Moses. Þriðji varð svo Bandaríkjamaður- inn, Dave Patrick. Tími Ben Johnson í 100 metrun- um er sá besti sem náðst hefur í loftslagi niður við sjávarmál. Johnson, sem varð þriðji á síðustu Olympíuleikum, hefur sannað að hann er sá sprettharðasti um þessar mundir. Jimmy Hines frá Nígeríu var annar í gærkvöldi eftir að hafa leitt hlaupið í byrjun á 10,04 sek. og Carl Lewis í þriðja eins og áður segir. Morgunblaðið/Bjaml • Mikil stemmning var meðal áhorfenda á leiknum í Hveragerði og var slegið nýtt aðsóknarmet á vellin- um. Alls komu um 450 manns til að sjá leikinn f frábæru veðri. Blak: Kínverskir þjálfarar tilHKog Víkings TVEIR kfnverskir þjálfarar í blaki munu starfa hér á landi næsta vetur. HK og Víkingur hafa ráðið til sín þjálfara f gegnum kínverska sendiráðið og munu þeir væntan- legir til landsins á næstunni. Kínverjinn sem kemur til HK mun þjálfa þar meistaraflokk karla og kvenna og aðstoða við þjálfun yngri flokkanna. Með komu þessara tveggja þjálfara munu fjórir kínverskir þjálf- arar starfa hér á landi í vetur. Áður hafa verið tveir Kínverjar starfandi, hjá fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði og hjá Bad- mintonfélagi Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.