Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 2
2 B MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUOAGUR 20. JÚLÍ 1986 Að eignast bam fyrr — eða síðar Það að verða móð- ir er fyrir konu eins og að gerast meðlimur í leyni- samtökum. Á meðgöngutíman- um er hún tekin í samtökin til reynslu, en verður ekki fullgildur félagi nema með bamið í örmum sér. Komist kona inn í samtökin er hún þar með ævifélagi með öllum skyldum og réttindum. Núorðið er konu talsvert í sjálfsvald sett hvort hún eignast barn og hvenær. En nútíminn krefst jafnframt mikillar elju og atorku af hálfu þeirra sem vilja hasla sér völl í sinni starfs- grein og í atvinnulífinu er staða kvenna sífellt að styrkjast. Það er því ekki undarlegt þó að konur séu á báðum áttum og hiki við að krefj- ast inngöngu í mæðrasamfélagið. Þær velta þá bæði fyrir sér spum- ingunni um hvort það skuli gert og ekki síst hvenær. Hvenær er hent- ugast að eignast barn eða böm í Ijósi allra aðstæðna, innan heimilis sem utan, íjárhagsaðstæðna, fjöl- skyludaðstæðna, aðstæðna á vinnumarkaði og þar fram eftir götunum. Færri börn og barneignum seinkað í niðurstöðum vangaveltna um slíka hluti liggja líklega að stórum hluta ástæður þeirrar þróunar sem orðin er á vesturlöndum, þ.e. að æ fleira fólk reynir ekki að eignast böm fyrr en seint og um síðir. Ekki einasta er þróunin í þá veru að konur eignast börn sín seinna en áður var, heldur og eignast þær færri börn. Þetta sést m.a. á fæð- ingarskýrslum hérlendis, því að þó enn séu flestar fæðingar í aldurs- hópi mæðra 20-24 ára hefur fækkað jafnt og þétt í þeim hópi á undanfömum ámm. Þar á móti hefur fæðingum hjá konum á aldr- inum 24-30 ára fjölgað og em þær orðnar nánast jafnmargar hjá þess- um tveimur aldursflokkum. Tals- verðrar aukningar er einnig að gæta hjá konum sem eignast böm á aldrinum 30-35, en að sama skapi fækkar í hópi 19 ára og yngri. Þá fækkun telur Gunnlaugur Snædal, kvensjúkdómalæknir á kvennadeild Landspítalans, að megi rekja að miklu leyti til aukins öryggis getn- aðarvarna og aukinnar notkunar þeirra á meðal fólks undir tvítugu. Hann telur ennfremur að aukning fæðinga hjá konum á aldrinum 24-30 og 30-35 megi að talsverðu leyti rekja til aukinnar þátttöku þeirra á vinnumarkaði og ekki síst langskóianáms kvenna, enda er ekki ólíklegt að svipuð þróun eigi sér stað hér og erlendis. Þar heyr- ast víða þau viðhorf að barneignir hindri konur í starfi og starfsframa eða, sé málinu snúið við, að starfíð hindri konur í að sinna bömum á þann hátt sem þær hefðu kosið sér. En það kemur meira til en nám og starf kvenna. Sé rætt um Island sérstaklega minnast margir á hús- næðismálin og telja þau oft setja ungu fólki úrslitakosti varðandi bameignir. Flestum ber saman um að fólk vilji eignast og ala upp sín böm í öruggu umhverfi og grund- völlurinn fyrir því sé að eiga sér tryggt heimili. Leiguhúsnæði er því ekki efst á listanum, verði mögu- lega komist hjá því og þó að komið sé í eigið húsnæði þarf að gera aðstæður þar innandyra sem ákjós- anlegastar, eignast þau hreinlætis- tæki sem nauðsynieg em og ýmislegt fleira. Þessháttar aðstæð- ur kosta peninga og vilji fólk geyma bameignir þar til þær em fyrir hendi, sem og það að búið sé að komast yfir stærsta fjárhagshjall- ann og hægt að eiga góðan tíma með afkvæminu, er ekki ólíklegt að barneignum seinki. Einfaldlega af þeirri ástæðu að fæstir hafa komið sér fyrir á þennan hátt fyrr en um og eftir þrítugt. Það að fólk skipuleggi barneignir t.a.m. með þetta í huga er ekki með öllu nýtt af nálinni, það kom m.a. fram í viðtölum í Morgun- blaðinu fyrir þremur ámm þar sem fjallað var um mæður á síðara fæð- ingarskeiði. Þar sagði ein kona, nýbúin að eignast sitt annað barn 37 ára gömul, m.a.: „Við áttum eitt bam fyrir og drógum það vilj- andi að eiga fleiri börn því að við vomm að byggja og brölta og bíða eftir betri tíð.“ Áhrif aukinnar skilnaðartíðni Ljóst er þó að erfiðleikar af ein- um eða öðmm toga þurfa ekki að koma til hjá einstaklingum sem kjósa að seinka bameignum. Tíðar- andinn hefur breyst og þjóðfélagið ýtir ekki á eftir ungu fólki nú með að giftast og eignast böm. A.m.k. ekki á sama hátt og áður, og þykir vart tiltökumál nú að halda upp á þrítugsafmælið ógiftur og bamlaus. Þá hefur aukin skilnaðartíðni sjálf- sagt sín áhrif í einhveijum tilfella, ef marka má orð 27 ára konu úr hjúkmnarstétt, en lögskilnaðir á árinu 1984 vom 441 talsins á móti 246 árið 1970. Konan, sem er ólof- uð og barnlaus, segir m.a.: „Það em alltof mörg hjónabönd vin- kvenna minna búin að enda með skilnaði til þess að ég hugsi mig ekki tvisvar um, sérstaklega varð- andi barneignir. Þegar þar að kemur vil ég eignast mín börn í varanlegu sambandi og hlýt því að láta reyna á það samband vel og lengi áður en börnin koma til. Eg hef engan áhuga á hlutverki ein- stæðrar móður." í þessu sambandi Breytingar á hlutfallslegum fjölda fœðinga eftir aldursflokkum mæðra. Þessi tafla birtist í grein í Læknablaðinu 1983 og var unnin af læknunum Gunnlaugi Snædal, Gunnari Biering, Helga Sigvaldasyni og Jónasi Ragnarssyni. Taflan náði til ársins 1980, en Gunnlaugur Snædal hefur nú bætt við hana hlutfallslegri þróun þessara mála til ársins 1985. r9unbla6ifl/B: BlamiEirik, má geta þess að einstæðar mæður á íslandi voru 1. desember 1985 skv. Hagstofunni 6.274 með eitt bam eða fleiri, 15 ára og yngri. Árið 1980 voru í þessum hópi 5.412 og árið 1970 4.224. Vægi móðurhlut verksins minna Þá má ekki gleyma því að ungum konum stendur núna ýmislegt til boða sem ömmum þeirra eða mæðr- um datt varla í hug og er þá átt við möguleika í námi og starfi. Sú kynslóð kvenna sem nú stendur á milli tvitugs og þrítugs ætlar sér í mörgum tilvikum að sinna ýmsu öðru í lífinu en húsmóðurstörfum og barneignum. „Það er ekki það að móðurtilfinningin sé minni nú en áður, en vægi móðurhlutverksins hefur breyst gagnvarts öðru sem konur geta tekið sér fyrir hendur,“ segir Svava Stefánsdóttir, félags- ráðgjafi á kvennadeild Landspítal- ans. í því sambandi koma til þau fjölmörgu hlutverk önnur sem kon- um standa til boða jafnframt móðurhlutverkinu, en það eru ein- mitt konur sem ætla að láta reyna á sig í atvinnulífinu og hasla sér þar völl í kjölfar framhaldsmennt- unar eða starfsmenntunar sem við ætlum að gefa nánari gætur. Viðhorf framakvenna til móðurhlutverksins í bandaríska tímaritinu „Work- ing woman“ var nýlega gerð könnun á meðal útivinnandi kvenna sem eru að hasla sér völl í atvinnu- lífinu eða búnar að slíku og voru þær spurðar álits á móðurhlutverk- inu. Spurningarnar sem 4.900 konur svöruðu voru á borð við hvort þær langaði að eignast börn eðá hefði langað það, hvort þær hefðu áhyggjur af því að slá slíku of lengi á frest, m.a. með hliðsjón af því að vera komnar úr barneign af líffræðilegum ástæðum, eða hvort þær væru reiðubúnar til að taka barneignir fram yfir starf sitt eða jafnvel að gefa starfsframan upp á bátinn til að eignast börn. Mörg af svörum þátttakendanná lýstu talsverðri togstreytu og efá, enda um að ræða einhvetja stærstþ ákvörðun sem nokkur einstaklingur getur tekið, þ.e. að búa til annah einstakling og bera á honuró ábyrgð. Hins vegar kom fram að þær sem höfðu seint og um síðir eignast böm, eða eftir 35 ára aldur og það eftir langa og vandlega íhugv un, voru flestar fegnar þeirri ákvörðun, eða um 85% aðspurðral Þrír Qórðu hlutar kvennanna í könnuninni eru barnlausar og af þeim kváðust um 40% aldrei hafa ráðgert að eignast börn. Þar á móti kváðust aðeins 21% mæðranna í könnuninni ekki hafa verið búnar að fastráða barneignir þegar að þeim kom. Þá var nokkur hópur sem kvað sig alfarið á móti barneignum og voru þar tvær ástæður oftast til* greindar. Ýmist almenn andúð á börnum og/eða öllu því sem þeim viðkemur og þá ekki síst þungun- inni sjálfri, eða þá að þessar konur kváðust fullkomlega sáttar við sína barnlausu hagi og ekki kæra sig um breytingar. FJÖLDI FÆÐINGA (%) EFTIR ALDRI MÆÐRA 1930-85 20-24 7,6 \ — 8 25,0 24,6 1931 - 35 Heimild: LÆKNABLAÐIÐ 1983 |—\4,1 \ ort a n —•^14 2 BRÁÐABIRGÐATÖLUR 1951 - 55 1961 - 65 1971 -75 1985 Morgunblaðiá/ GÚI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.