Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 22 B fclk í fréttum Rachel Welsh Það verður í nógu að snúast á þessum bæ næstu árin. Katie með þríbur- ana í fanginu. Þríburafæðing á Englandi: Báðir foreldrarnir eru blindir F egurðin krefst fórna - en hversu stórra? að getur varla verið neitt grín að eignast þrjú böm á einu bretti — og varla batnar ástandið, ef báðir foreldramir em blindir. Bresku hjónin Katie og Hugh Webster em einmitt í þeirri aðstöðu nú. „Auðvitað var þetta algert áfall," viðurkennir Katie. „Fyrstu tvo dagana eftir fæðingu þeirra vonaði ég að einhver kæmi og segði mér að það hefðu orðið einhver mistök. Þríburamir tilheyrðu ein- hveijum allt öðmm en okkur. Nú emm við hinsvegar miklu jákvæð- ari og bjartsýnni á framtíðina. Vissulega verður þetta afskaplega erfítt, þegar fram líða stundir og þeir fara allir að skríða um, en með svolítilli hjálp ætti okkur að takast að yfírstíga þann hjalla." Þau hjónin áttu fyrir eina dóttur, Lizzie, sem orðin er þriggja ára. Victoria Principal ann í andlit sér. En þá er rétt að gæta þess að setja það ekki mjög nærri augunum. Húðin þar er svo ofsalega viðkvæm," segir hún. Victoria Principal, leikkona: „Tuttugu bolbeygjur kvölds og morgna, nægur svefn og næring- arríkur matur - og það bregst ekki, þú verður undurfögur á skömmum tíma“, segir Victoria. „Einnig finnst mér það mikið atriði að konur kunni að klæða sig, gangi í víðum fötum. Það er nefnilega ekkert sem undir- strikar galla okkar á eins grátlegan hátt og þröng og mjög aðskorin föt.“ Rachel Welsh, leikkona: „Dagblöð og tímarit hafa fullyrt það nokkmm sinnum að ég hafí farið í andlitslyftingu og það fleiri en eina,“ sagði Rachel Welsh. „Þetta er hinsvegar á engum rökum reist. í andlitslyftingu hef ég atdrei farið, en sé ég sléttari f andliti en gengur og gerist með jafnöldmr mínar þá þakka ég það yoganu. Yoga veitir manni nefnilega hug- arró og það skilar sér svó aftur í útlitinu," fullyrðir hún. - Svo nú er spumingin bara sú hvort fegurðin sé fómanna virði? Marisa Berenson, leikkona: „E-vítamín,“ svaraði Marisa að bragði, er hún var innt eftir fegr- unar-formúlu sinni. „Ef maður innbyrðir bara einhvem helling af E-vítamíni, þá hræðir það hmkk- umar á brott. Einnig er hægt að sprengja vítamínhylkið og bera saf- Fagrar vilja flestar konur vissu- lega vera og beita þær ýmsum klækjum svo sem kraftaverkakúr- um og -kremum í viðleitni sinni til að varðveita unglegt útlit. Sumum tekst þetta betur en öðmm, ein- hverra hluta vegna og gefa þær kynsystmm sínum gjaman góð ráð, ljóstra upp leyndarmáli sínu um hvemig hindra beri hmkkumjmdun o.s.frv. Hvort hinar frægu, fögm konur segja allan sannleikann um fegmnaraðgerðir sínar, skal ósagt látið - en við leyfum þó formúlun- um að fljóta hér með. Karólína, Mónakóprinsessa: „Ég hef tileinkað mér aðferðina hennar mömmu, enda gafst hún geysilega vel. Tvisvar á dag, kvölds og morgna, smyr ég allan líkamann með bamaolíu, læt hana vera á í u.þ.b. 5 mínútur og skola hana svo af í sturtunni. Þetta gerir húðina Jbæði mjúka og hreina," segir Kar- ólína. En bamaolía er ekki eina leyni- vopnið hennar. Dagleg hreyfíng skiptir nefnilega líka miklu máli. Hún er mikil skíðamanneskja, spilar tennis, syndir og fer á sjóskíði, hvorki meira né minna. „Það versta, sem maður gerir húðinni er að sitja í reykmettuðu lofti," segir hún. „Því nota ég hvert tækifæri sem gefst til að vera utandyra og leyfí golunni að leika um andlit mitt.“ Joan Collins, leikkona: „Ég reyki hvorki né drekk áfenga drykki,“ fullyrðir Joan, en bætir svo við, eftir svolitla umhugsun: „Ja, nema náttúrulega kampavín ...“ Collins er einnig mjög meðvituð um mataræði sitt. Ferskt grænmeti, magurt kjöt, glænýr fiskur og ávextir eru aðaluppistaðan í fæðu hennar. Auk þess drekkur hún venjulegt vatn í ómældu magni. „Vatnið er náttúrulega nauðsynlegt til að halda sér hreinum að utan sem innan," segir hún. Að ætla að freista Joan Collins með vel steikt- um kjötbita, góðri sósu og bakaðri kartöflu, er algerlega vonlaust. Hún fylgir kúr sínum fast eftir, segir mataræðið Iykilinn að fegurðinni. Audrey Landers, leikkona: „Mitt leyndarmál er ofureinfalt," segir Audrey Lánders. „Ég er ein- faldlega hætt að borða kjöt og fríkka með hveijum deginum. Kjöt- ið gerir mann aðeins slappan og sljóan og hefur áhrif á alla starf- semi líkamans, þar með talið hugans. Síðan ég gerðist græn- metisæta, á ég mun auðveldara með Joan Collins Audrey að hugsa skýrt og skapið hefur gerbreyst til batnaðar. Hreyfingin er líka nauðsynleg bæði fyrir sál og líkama og veit ég ekkert skemmtilegra en að skokka í klukkustund - bæði til að halda línunum svo og til að safna í sálar- sarpinn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.