Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 13
-R MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 B 13 Times að „Bigglesworth" væri ekki ósvipað nafni liðsforingja nokkurs, sem hefði verið fyrirmyndin að söguhetjunni. Eins og Amos bendir á hefði það ekki verið mikið verk að fletta upp í skrám um yfirmenn í brezka flug- hernum og finna nafnið Wiggles- worth, en Peter Berresford Ellis og Piers Williams völdu aðra leið þegar þeir viðuðu að sér efni í ævisögu Johns 1981, By Jove, Biggles! Þeir leituðu til systur Howards Leigh, sem myndskreytti Benna- bækumar, og hún nefndi undir eins nafnið Wigglesworth. En hún átti ekki við C.G. Wigglesworth, sem var hér á landi, heldur bróður hans, Sir Phiiipp Wigglesworth flug- marskálk, sem hafði einnig verið með Johns i brezka flughemum í fyrri heimsstyrjöldinni. Amos er hins vegar í engum vafa um að Cecil George Wiggles- worth sé hin eina, rétta fyrirmynd að Benna, en ekki Sir Philipp, bróð- ir hans, og lætur í ljós það álit að ferill hans í síðari heimsstyijöldinni hafi verið „saga hinna glötuðu tæki- færa“: „Hermálaráðuneytið gerði sér ekki grein fyrir því að það réð yfir sameinuðum styrk Benna og Gríms grallara og hafði lagt hann til hlið- ar á íslandi og það bar ekki gæfu til að færa sér þetta í nyt. Hugsið ykkur það tjón, sem þeir tveir hefðu getað valdið, ef Bretar hefðu látið þá falla í óvinahendur ..." 1 VITAÐ í RAF Þótt ekki væri gefið í sk}m opin- berlega fyrr en nokkmm ámm eftir stríðið að C.G. Wigglesworth væri fyrirmyndin að Benna var það altal- að í brezka flughemum á íslandi í stríðinu. „Ég hef oft heyrt þetta," sagði Brian D. Holt, fv. ræðismaður Breta, sem var hér í stríðinu. „Hann var frægur flugmaður áður en hann kom hingað og okkur var sagt að hann hefði verið fyrirmynd flug- manna af gamla skólanum. Talað var um að hann hefði verið með Johns í brezka flughemum í fyrra striði. Þótt ekki væri opinberlega vitað að hann væri „Biggles" var vitað um það hjá okkur.“ „Við höfðum lítil samskipti við hann,“ sagði Brian, „en þetta var afbragðsmaður og mennimir í flug- hemum höfðu mikla trú á honum. Ég held að ég hafi hitt hann aðeins einu sinni, þegar hann skrifaði und- ir meðmæli með mér, og hann hafði náið samband við fáa í flughemum, aðeins fjóra eða fimm menn. Þó kynntist hann ýmsum íslendingum, þeirra á meðal Agnari Kofoed- Hansen, Emi Ó. Johnson, Bergi G. Gíslasyni og stjómmálamönnum eins og Ólafi Thors, Bjama Bene- diktssyni, Bimi Þórðarsyni og fleiram." Bergur Gíslason, sem var milli- göngumaður Flugfélags íslands og brezka flughersins á Islandi, sagði að hann hefði vafaiaust hitt Wigg- iesworth, en gæti ekki gert sér grein fyrir honum. Þótt Bandaríkjamenn tækju við hervemd ísiands 1941 voru Bretar hér öll stríðsárin og önnuðust strandgæzlu úr lofti, einkum að- gerðir gegn kafbátum og ieit að þeim. Wigglesworth stjómaði að- gerðum þessarar deildar (Coastal Command) og var yfirmaður henn- ar (Air Officer Commanding Iceland) á áranum 1943-1944 og þótt langt væri liðið á stríðið þegar hann tók við stjóminni kom fyrir að kafbáta yrði vart. Til þeirra sást langt fram á árið 1944 og jafnvel á síðasta ári stríðsins, að sögn Brians Holt. ' Eftir stríðið fór Wigglesworth til Ankara í Tyrklandi, þar sem hann var fiugmálafulltrúi á áranum 1946 til 1949, þegar hann lét af störfum. Hann hafði verið sæmdur Bath- orðunni 1946. Hann lézt 1961. LJÓNAVEIÐARI í bókunum um Grím grallara kemur flug lítt við sögu, þótt fyrir- mynd hans væri í brezka flughem- um á Islandi í stríðinu. Söguhetjan, lítill skóladrengur, lætur sig dreyma um að fella Ijón óvopnaður. Fyrir- myndin lenti að vísu aldrei í slíku, en fór eins oft á villidýraveiðar og hann gat þegar hann starfaði í lög- reglunni í Ródesíu (Zimbabwe). John Lambum, sem Amos segir fyrirmyndina að Grími Jónssyni grallara, eins og söguhetjan hét fullu nafni (William Brown á ensk- unni), stundaði nám í Bury-fram- haldsskólanum í Lancashire og háskólanum í Manchester. Faðir hans, séra E.J.S. Lambum, var kennari við Bury-skóla frá 1876 til dauðadags 1915 og vildi að hann yrði prestur, en í þess stað fór hann til Ródesíu og seinna starfaði hann hjá fyrirtæki í Kína. Höfundur bókanna um Grím, Richmal Crompton (1890-1969), var systir Johns Lambum. Hún varð kennari í klassískum fræðum við framhaldsskólann í Bromley að loknu námi í Lundúnaháskóla. Hún fékk lömunarveiki 1923, hætti kennslu, en hélt áfram að skrifa um Grím grallara við góðar undir- tektir og sendi einnig frá sér margar alþýðlegar skáldsögur fyrir fullorðna. John bróðir hennar ritaði nafn sitt „Lamboume" og skrifaði nokkr- ar bækur um náttúrafræði. Amos segir að hann hafí einnig samið drög að nokkram bókum um Grím til að hjálpa systur sinni, þegar hugmyndaflugið brást henni. Hann lézt 1972, 79 ára að aldri. SKOTINN NIÐUR Richmal Crompton og W.E. Johns era einhveijir vinsælustu bama- og unglingabókahöfundar þessarar aldar, en vinsældir Benna hafa verið öllu meiri en Gríms. Menningar- og vísindastofnun Sam- einuðu þjóðanna, UNESCO, komst að þeirri niðurstöðu eftir stríðið að Benni væri vinsælasta söguhetja bama og unglinga í heiminum. Síðan hefur enn einn brezkur bamabókahöfundur náð meiri hylli, Enid Blyton, höfundur hinna kunnu “Ævintýrabóka", sem einnig hafa verið þýddar á íslenzku og flestir kannast við, en Johns kemur næst- ur henni. Johns hefur sætt aðkasti bóka- varða og gagmýnenda, sem hafa fyrirlitið bækur hans og Blytons, sem hefur orðið fyrir jafnvel enn harðari gagnrýni, en það hefur ekki komið niður á vinsældum þeirra nema síður sé. Þótt bækur beggja þessara höfunda séu skemmtilegar og lipurlega skrifaðar, þykja þær ekki nógu „vinstrisinnaðar". Eitt af því sem Johns er fundið til foráttu er að Benna-bækumar sveiji sig í ætt við Boys’ Own Paper, vinsælt drengjablað, sem stóð vörð um brezka heimsveldið. Nú er það liðið undir lok, en nú þykja þeir höfundar, sem síðan komu til skjalanna, of vinstrisinnað- ir og andstaða er risin gegn þeim. William Earle („Bill“) Johns, höf- undur Benna-bókanna, fæddist 1893 í Hertford. Hann vildi verða flugmaður, en foreldrar hans komu honum til náms hjá landmælinga- manni. Hann gekk í fótgönguliðið þegar fyrri heimsstyijöldin hófst og í flugherinn tveimur árum síðar. Emst Udet, ein frægasta flug- hetja Þjóðveija, skaut flugvél Johns niður yfir Mannheim í Þýzkalandi 1918 og Johns særðist, var tekinn til fanga og dæmdur til dauða. Hann reyndi þrívegis að flýja, en náðist í öll skiptin og eftir síðustu flóttatilraunina var hann fluttur í hegningarbúðir þar sem hann varð að dúsa til stríðsloka. Johns hætti í flughemum 1930, en gekk þá í varaflugherinn og síðan aftur í flugherinn í síðari heimsstyijöldinni. Hann skrifaði um flugmál í blöð og hleypti af stokkun- um nýju tímariti, Popular Flying, þar sem fyrstu sögumar um Benna birtust. Þær urðu svo vinsælar að upp frá því gerði hann fátt annað en að skrifa. Sagt var að Johns hafi fallið í leiðslu þegar hann fékk hugmynd að nýrri bók og hafi átt auðvelt með að ljúka henni á hálfum mán- uði. Alls sendi hann frá sér 168 bækur og þar af fjölluðu 98 um Benna. Auk Benna-bókanna skrif- aði hann um ævintýri víkingaher- mannsins „Gimlet“ og kvenflug- hetjuna „Worrals", sennilega að áeggjan brezka hermálaráðuneytis- ins til að auka baráttuviljann í stríðinu. Seinna sendi hann frá sér „vísinda-skáldsögur" og loks komu Benna-bækumar út í teiknimynda- útgáfum með nútímayfirbragði (t.d. „Geimstöð Hjalta"; þ.e. Hitlers). Johns lézt 1968. ÆVINTÝRAUÓMI Ein ein helzta skýringin á vin- sældum Benna er viss ævintýra- ljómi, sem hefur stafað frá tvíþekjum fyrri heimsstyijaldar og flugmönnum þeirra, og hann kann að virðast undarlegur á þotuöld, þótt þotur heilli eflaust einhveija. Óviða er að finna jafnlifandi og minnisstæðar lýsingar á flugi og í Benna-bókunum og bækumar era oft bráðfyndnar, þótt höfundur ætl- ist ekki til þess. Nú er „ás ásanna", Manfred von Richthofen, líklega eina flughetjan, sem fólk man eftir úr fyrri heims- styijöldinni, en margir kannast við Benna. „Rauði baróninn“ og Benni virðast sem sé helztu fulltrúar þess- ara gömlu flugkappa og það á ekki mjög illa við að Benni gegni slíku hlutverki, þótt hann sé aðeins sögu- hetja í drengjabókum, því hann gæti að mörgu ieyti talizt persónu- gervingur þeirra og auk þess era Englendingar sagðir vantreysta hetjum. Benni hélt áfram að rata í ævin- týri þegar ófriðnum lauk 1918. Mörgum áram síðar gekk hann aft- ur í RAF, tók þátt í orrastunni um Bretland og varð einn “hinna fáu“, sem Churchill hyllti. Hann varð aldrei gamall og flaug jafnvel þot- um. í lok síðari heimsstyijaldar varð hann foringi í Loftferðalög- reglu Scotlands Yard og yfirmaður hans var gamall njósnaforingi, Ray- mond, „ólíkindatól" og hershöfðingi að tign. Benni var ódauðlegur og hélt áfram að fljúga með félögum sínum, Áka (Algy), sem hét fullu nafni Algeron Lacey og var af „fomum skozkum höfðingj aættum" og „kominn af konungum og víking- um“, Kalla (Ginger), sem lærði flug hjá Benna, og Berta (Bertie Lissie), sem var með einglymi, ólíkur félög- um sínum um flest og minnti á nafna í sögum P.G. Wodehouse. Frá ævintýram þeirra segir í bókum eins og Benni í leyniþjónustunni, Benni á norðurleiðum, Benni í suðurhöfum o.fl o.fl. og þar að auki er ferill Benna ítarlega rakinn í „opinberri ævisögu" hans, sem John Pearson tók saman og kom út 1979. Á það hefur verið bent að Benni hafi að sumu leyti verið óvenjuleg hetja, því hann var heldur væskilslegur samkvæmt lýsingum Johns á honum ungum, með fínlega andlitsdrætti og smágerðar hendur, sem vora stundum á iði, og gat þvi virzt taugaóstyrkur og hann átti það til að hlæja þegar ekki átti við. Fáum hetjum er þannig lýst, en hann var úrræðagóður með afbrigð- um og ekkert fékk raskað ró hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.