Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 Kvöldverðurinn kominn í háfinn á lognkyrru júlíkvöldi. legt að menn haldi til síns heima kaldir og hraktir eftir válynd veð- ur, eða sólbrunnir og mýbitnir, alla vega rykugir, órakaðir og þreyttir. Nær undantekningarlaust tala menn þó um „góða ferð“ nema sterklegar sé að orði kveðið. Áður en við sláum botni í þetta spjall, skulum við ri§a upp sögu sem lýsir kannski vel þeim kyngikrafti sem Arnarvatnsheiði býr yfir. Tveir menn hafa verið að veiðum í Arnarvatni litla og langur, strang- ur og heitur dagur er að kvöldi kominn. Þegar heitast var um miðj- an daginn horfðu veiðimenn í forundran á vatnsstróka gjósa upp af vatninu í logninu og æða ýlfr- andi út á vatn. Mýið var gersamlega að gera út af við þá, það héti kvala- losti að fækka fötum í hitanum. En nú var kvöldgolan komin og þreyttir veiðimenn köstuðu mæð- inni í litlum hvammi nokkrum metrum frá vatnsbakkanum. Fyrir aftan þá lá afgamalt og fúnandi bátsskrifli, gamlar menjar liðins tíma, er Amarvatnsheiði var forða- og nægtabúr sveitamanna bæði sunnan heiða og norðan. göngu sinni, það er ekki ýkja löng ganga til jeppans og nestið bíður í Alftakróki. Þeir hafa ekki gengið 100 metra þegar sá sem renndi nemur skyndi- lega staðar og segir: „Maðkapolk- inn, hann liggur enn á bakkanum þar sem við lágum. Ég fer aftur og sæki hann.“ Hann gengur til baka og leitar og leitar, þar sem lágu og horfðu báðir á pokann á milli sín, niður á vatnsbakkanum þar sem stöngin var. Ekkert. Hann rekur slóðina til baka, auðgert, því þeir höfðu þrætt kindagötu. Ekkert finnst. Næst er að ganga báðir til baka og víkka sjóndeildarhringinn, ef pokinn skyldi hafa slæðst með þeim og annar þeirra ráfað eitthvað út fyrir götuna. Þeir leita svo vand- lega fram og til baka. Leita síðan báðir á hvíldarstaðnum, á vatns-, bakkanum, allt í kring, í vösum sínum og pinklum. En það er eins og það hafi aldrei verið neinn maðkapoki. Til baka aftur, leitandi. Nú var maðkaeigandanum farið að hitna í hamsi, hann fór eina ferð fram og aftur til viðbótar. En það stoðaði ekkert. Enn þann dag í dag vita þeir félagar ekkert hvað varð af pokanum og þeim er næst að halda að hann hafi verið fenginn að láni. Ekki vilja þeir þjófkenna Heiðina. gg Annar mannanna vill láta flotk- úlu með maðköngli liggja úti meðan þeir hvíla sig, dregur upp úr vasa sínum lítinn maðkapoka, beitir og stendur upp. Kastar pokanum litla að hlið vinar síns sem nennir ekki að standa á fætur. Sá duglegri labb- ar þessi fáu skref að vatnsbakkan- um og kastar út, röltir því næst til baka og leggst á sinn stað. Á milli mannanna liggur maðkapokinn. Þeir tala um heima og geima, hlusta á goluna og heiðarbúann, litla sendlinginn, sem gefur þeim gætur. Loks afráða þeir að halda áfram Stórbleikja brýst um í háfnum en hefur tapað leiknum. Fjöldi veiði- viqja er um alla Amarvatnsheiði. *■ Slökkvitæki og reykskynj- ARI, VATNSBRÚSAR OG FÖTUR. Handverkfæri, RAFMAGNS- VERKFÆRI TIL ALLRA MÖGU- LEGRA OG ÓMÖGULEGRA NOTA. Olíulampar OG LUKTIR, GASLUKT- IR, GAS OG OLÍUPRÍMUSAR, HREINS- UÐ STEINOLÍA, OLÍUOFNAR, ARINSETT, ÚTIGRILL, GRILLKOL OG VÖKVI, RAFHLÖÐUR, VASAUÓS. FATADEILDIN Hitamælar, klukkur,) BARÓMETER, SJÓNAUKAR. Fánar FLAGGSTANGARHÚNAR | OG FLAGGSTENGUR, 6-8 METRAR. SlLUNGANET, NÆLONLÍNUR, SIGURNAGLAR, ÖNGLAR, SÖKK- UR. Vatns-olíudælur. KEÐJUR, MARGAR GERÐIR, OG VÍRAR, GRANNIR OG SVERIR, GIRNIALLSKONAR. Garðyrkjuverkfæri í ÖLL STÖRF, HJÓLBÖRUR, SLÖNGUR, SLÖNGUKLEMMUR OG TENGI, ÚÐARAR, SLÁTTUVÉLAR, ORF OG UÁIR. Hlífðarfatnaður, REGNFATNAÐUR, GÚMMÍSTÍGVÉL HÁ OG LÁG, PEYSUR, BUXUR, SKYRTUR, NORSKU ULLAR- NÆRFÖTIN. SUMARFATNAÐUR. Fúavarnarefni, LÖKK, MÁLN- ING — ÚTI OG INNI - MÁLNING- ARÁHÖLD___ HREINLÆTISVÖRUR, KÚSTAR OG BURSTAR. Ánanaustum, Grandagarði 2, sími 28855. 0g í BÁTINN EÐA SKÚTUNA BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA. ÁRAR, ÁRAKEF- AR, DREKAR, KEÐJUR, AKKERI, VIÐLEGUBAUJUR, KJÖLSOGDÆL- UR. ALLUR ÖRYGGISBÚNAÐUR. ÖLL SMÁVARA FYRIR SKÚTUNA, BLAKKIR O.M.FL. BÁTALÍNUR. IBATIIMN — BUSTAÐINN OG GARÐINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.