Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 W.E. JOHNS — Udet skauthann niAur BENNI stjórnaði leit aó þýzkum kafbátum á íslandi 1943— 1944. Bennl f loftbardaga. ISLANDI Stjórnaði brezka fíughernum hér í stríðinu með hjálp Gríms grallara BENNI, flugkappi í heimsfrægum drengjabókum og einhverjum hinum vinsælustu sem hér hafa komið út, varyfirmaður brezka flughersins á (slandi í síðari heimsstyrjöldinni. Grímur grallari, söguhetja í öðrum kunnum drengjabókum, var líka í flugher Breta hér á landi í stríðinu og undirmaður Benna. Frá þessu segir íforvitnilegu bókmenntariti, sem nýlega kom út í Bretlandi. Fyrinnyndin að Benna var án efa Cecil George Wigglesworth (1893-1961), sem var „flug- kommódor" (þ.e. næstur fyrir neðan flugmarskálk að tign) þegar hann var yfirmaður flughers Breta hér í stríðinu. Hann og höfundur Benna- bókanna, W.E. Johns flugkapteinn, voru félagar f brezka flughernum í heimsstyijöldinni 1914-1918. Bókaútgáfan Norðri á Akureyri gaf út 10 Benna-bækur í ágætri þýðingu Gunnars Guðmundssonar á árunum eftir stríðið. Nýjar Benna-bækur birtust til 1960. Síðan varð annað og lengra hlé, til um 1980, þegar nýjar þýðingar fóru að birtast, og um svipað leyti hófst útgáfa á teiknimyndasögum um kappann í nútímabúningi. I vor var frumsýnd kvikmynd um Benna í London og hún verður ugg- laust sýnd hér á landi áður en langt um líður. Bækumar um Grím grallara („Just William") em ekki eins kunn- ar hér á landi, en hafa einnig notið hylli ungra lesenda frá því þær fóm að birtast í íslenzkri þýðingu upp úr 1960. Benni heitir fullu nafni James Bigglesworth í bókum Johns, sem kallar hann „Biggles", en í íslenzku þýðingunum breyttist fyrra nafnið í Benjamín og Benna-heitið er af því dregið. Sjálfur var Wiggles- worth uppnefndur “Wiggly Worrn" í gamni (þ.e. ormur sem er á sífelldu iði). Upplýsingamar um fyrirmyndina að Benna og Grími koma fram í uppflettiritinu Fyrirmyndirnar (The Originals: Who’s Really Who in Fiction) eftir William Amos. Þar segir að fyrirmyndin að Grími grall- ara sé John Lambum, sem var í brezka flughemum, RAF, á íslandi í stríðinu. Amos telur litlum vafa undirorpið að Benni og Grímur hafi hitzt á íslandi, en gerir ekki ráð fyrir að þeir hafi vitað að þeir ættu það sameiginlegt að vera skáld- sagnahetjur. Samkvæmt upplýsingum Amos var fyrst gefíð í skyn opinberlega 1949 hver fyrirmyndin að Benna væri þegar systir Johns, höfundar- ins, greindi frá því viðtali við Radio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.