Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 BENNI Á ÍSLANDI og hann gat alltaf treyst Áka og Kalla, sem voru það „sem kallað er drengur góður“. Berti var hins vegar hálfgerð ráðgáta. Þegar hann var með kom alltaf babb í bátinn, m.a. vegna þess að hann vildi sífellt reyna ein- hveijar nýjar og afkáralegar brellur úr bandarískum kvikmyndum, sem hann hafði séð, og þær fóru alltaf út um þúfur. Enginn vafí er á því að Benni var hægrimaður (hann barðist með Franco á Spáni!). Johns var þó eng- inn „stríðsæsingamaður", því í Benna- bókunum hans er að fínna hugleiðingar um grimmd styrjalda, sem hann þekkti. Fyrstu Benna-bækumar komu út skömmu eftir valdatöku nazista í Þýzkalandi, þegar flestir aðrir en leiðtogar lýðræðisríkja gerðu sér grein fyrir hættu á nýrri heimsstyij- öld. Johns hafði ríkari ástæðu en flestir til að hata Þjóðveija og gagn- rýnt hefur verið að í bókum hans um Benna gæti óvildar í þeirra garð. Hann kallar þá gjaman „Hún- ana“, en hann benti á það sjálfur að bandamenn hefðu yfírleitt nefnt fjandmanninn því nafni í fyrri heimsstyijöldinni, án þess að það væri skammaryrði. Því hefur líka verið haldið fram að sums staðar örli á gyðingahatri í bókum Johns, eins og ýmissa ann- Erich von Stalheln yflrheyrir Áka. arra höfunda á þessum ámm, en raunar kemur fram samúð með gyðingum. Hins vegar em gyðingar Ákl er fangi von Stalheins, sem sklpaAi mönnum sínum að fljúga flugvöl hans burtu. Benni og fólagar höföu beAIA eftir Áka og sitja eftir með sárt enniA ásamt heims- frmgum vísindamanni, sem þeir œtla aö bjarga. stundum viðriðnir njósnir í bókun- um og það þykir fyrirlitlegt. ERKIÓVINURINN Erkióvinur Benna er prússneski junkarinn Erich von Stalhein höf- uðsmaður, „fyrrverandi foringi í leyniþjónustu hans keisaralegu tignar", þekktur undir nafninu „Grospu". Hann er gerður hálf- hlægilegur og aldrei kemur fram Nell Dickson í hlutverki Benna og flugvál hans. Alex Hyde-White lelkur tvffara hans, sem er í förum frá nútímanum tll vfgstöAvanna 1914—1918. Helzti kostur myndarinnar er aA Peter Cushing lelkur aldurhnlglnn yfirmann Benna. Myndina gerAI John Hough. Benni yfirbugar válamann, sem gœtir flugválar f óvina- landi, og kemst undan. hvers vegna hann nær aldrei hærri tign, en maðurinn er greinilega gersneyddur öllum hæfileikum og Benni leikur svo oft á hann að furðu gegnir að yfírstjóm þýzka heraflans hafí ekki látið skjóta hann fyrir löngu. Eftir síðari heimsstyijöldina þrengdist starfssvið Benna og hann fékk færri tækifæri til að lenda í ævintýrum, þótt hann „gerði örygg- isþjónustunni ýmsan greiða, ef hættur steðjuðu að“. Rússar tóku við hlutverki Húnanna og meira að segja erkióvinurinn von Stalhein gekk í lið með kommúnistum. Rúss- ar senda hann að lokum til Síberíu, því Johns segir að junkarinn sé svo gamaldags að hann geti aldrei orð- ið sannur kommúnisti. Að lokum fær von Stalhein upp- reisn æru að vissu marki þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. í einni síðustu bókinni bijótast Benni, Áki, Kalli og Berti inn í nauðungarvinnu- búðir á Sakhalin-eyju og bjarga Austur-Skaftaf ellssýsla: Söluumboð: Hagþing h.f./Fasteignamiðstöðin Hátún 2B, Reykjavfk. Sfmar: 622030, 14120 og 20424 Ösp h.f., Stykkishólmi. S. 93-8225 - 8307 Hin fjölbreyttu einingahús frá Ösp í Stykkishólmi eru að öllu leyti íslensk framleiðsla fvrir íslenskar aðstæður. Asoareiningahúsin eru nú seld á ýmsum bygging- -arstigum t.d. í fokheldi ástandi. Dæmi um verö á 95 fm húsi í fokheldu ástandi m. einangruöum og klæddum útveggjum, ásamt einangrun í lofti kr. 1.193.874. b.m.t. flutningur til Reykjavíkur. - Margar stærðir íbúðarhúsa - Orlofshús í sérflokki - Traustir bílskúrar - Margs konar innréttingar í öll hús Framleiðandi er sveigjanlegur í samningum. Póstsendum bækling og verðskrá sé þess óskað. Allar nánari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofunni. ASPAREININGA- HUS Hlaupið frá Hvals- nesi að Skaftafelli Ungmennasambandlð Úlfljótur í Austur-Skaftafellssýslu efnir til áheitahlaups þann 26. þ.m. milli byggðra bóla í sýslunni, frá Hvals- nesi í Lóni að Skaftafelli í Öræfum. Alls er hlaupið um 200 kíiómetra og er áætlað að það taki um 20 klukkustundir að hlaupa þá vega- lengd. Ungmennafélagamir hlaupa þetta boðhlaup í fjáröflunarskyni, til styrktar íþróttastarfsemi í sýslunni. Áheitum er safnað, og er fólki boðið að heita ákveðinni fjárhæð á hvem hlaupinn kílómeter, og ganga félags- menn í hús og fyrirtæki og safna áheitunum. Afurðasala Sambandsins: Lambakjöt í nýjum umbúðum AFURÐASALA Sambandsins hef- ur sett á markað frysta hálf- skrokka af 1. flokks lambakjöti. Kjötið er sérstaklega niðursag-að þannig að vel henti að grilla það. Skrokkamir eru seldir í nýjum umbúðum, pappakössum úr bylgju- pappa og em þeir með handfangi. Að sögn Jóns Magnússonar hjá Afurðasölunni er hér líklega um að ræða eitthvert ódýrasta kjötið á markaðnum að kjúklingum með- töldum því verðið á hveiju kg er um 236.40 kr. Morgunblaðið/Einar Falur Nýju umbúðirnar. Þetta á líka að gefa neytendum kost á að kaupa hæfílegt magn af kjöti í einu án þess að það taki of mikið rúm í frystikistunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.