Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 30
Í3Ö B 11?. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUU 1986 tic HEIMI rVll n>NI *NNA Stephen King sest í leikstjórastólinn Stephen King skrifar spennusögur sem seljast eins og heitar lummur og hann sel- ur kvikmyndaréttinn að bókum sínum til leikstjóra sem hann telur góða, en nú er hann bú- inn að fá nóg af slíku og hyggst gera betur í framtíðinni: Hann ætlar sjálfur að gera myndir sinar eftir bókum sínum. Sú fyrsta er langt komin, verður raunar sýnd í Bíóhúsinu síðar í sumar. Það er myndin Maximum Overdrive (sem kalla mætti Hágírinn á íslensku) og byggir á smásögunni Trukkarnir. Sag- an fjallar um maskínur framtíð- arinnar sem smám saman taka völdin af manninum. King ákvað að leikstýra myndinni sjálfur þar sem hann hefur orðið fyrir svo miklum von- brigðum með flestar hinar myndirnar sem gerðar hafa verið eftir bókum hans. Ég veit hvernig á að skapa spennu, segir þessi metsölu- höfundur. Ég veit hvernig lesandanum/áhorfandanum líður, en nýja myndin á líka að vera fyndin, því fólk vill ekki sitja dauðspennt allan tímann. Brandarar hafa afslappandi áhrif en þegar áhorfendur eru að slappa af þá kem ég með eitthvað magnað atriði og skýt þeim skelk í bringu. Allar bækur Kings hafa selst vel en vinsældir myndanna eft- ir bókum hans hafa farið Stephen King dvínandi. Sú fyrsta, Carrie, gekk vel, enda segir King að hún hafi verið einstaklega fag- mannlega gerð. Næst kom The Shining sem enginn annar en Stanley Kubrick gerði, en King hefur lítið álit á þeirri mynd. Kubrick vissi ekki hvað hann var að gera, segir King, það var enginn hryllingur í myndinni. Fólk hló í stað þess að skelfast. King telur að fólk hafi misst áhugann á myndun- um eftir The Shining. King vinnur að því að kaupa kvik- myndaréttinn af Kubrick og endurgera myndina sjálfur. Varla tekst mér að gera verri / mynd en Kubrick, segir King. Og hann heldur áfram: Minnugur þess að hann seldi kvikmyndaréttinn að bókum sínum þeim sem fyrstir sýndu áhuga: „Ég skil ekki hvers vegna Kattaraugunum vegnaði ekki betur, mér fannst hún bara nokkuð góð og skemmti- leg. Cujo var einnig ágæt, en Firestarter var ömurleg og Children of the Corn enn verri.“ Skýringuna á dvínandi vinsældum myndanna tel- ur King vera þá að áhorf- endur sjái ekki það sem þeir hafa séð og fundið í bókunum og einmitt þess vegna finnst hon- um tími til kominn að hann spreyti sig í leik- stjórastólnum sjálfur. /*" KKt Dustin Hoffman leikur Willy Loman Dustin Hoffman hefur tekið því frekar rólega síðustu fjögur árin eða síðan hann lauk við Tootsie. Hoff- man hagnaðist svo mikið á henni og gerð myndar- innar reyndi svo mikið á leikarann, að hann ákvað að taka sér góða hvíld. Hoffman hefur þegar lokið við eina mynd. Það er Sölumaður deyr, byggð á leikriti Arthurs Miller. Dustin leikur að sjálfsögðu Willy Loman, roskna sölumanninn sem finnst lífið vera búið þegar sölu- mennskan gengur ekki. Myndin var upphaflega gerð fyrir bandaríska sjónvarpsstöð af þýska leikstjóran- um Volker Sclöndorff. Síðan var myndinni dreift í kvikmyndahús, m.a. í Evrópu, en þar hefur hún vak- ið mikla athygli. Dustin Hoffman byrjaði fyrr á þessu ári að leika í myndinni Ishtar, en með honum leikur enginn ann- ' ar en Warren Beatty. Ishtar er sögð verða „road- movie“ í anda gömlu myndanna með Bing Crosby og Bob Hope. Warren Beatty leikur náunga sem gengur ekki alltof vel að ná í kvenfólk. Hann ferðast um Marokkó með vini sínum, frekar misheppnuðum söngvara sem Hoffman leikur og ungri konu sem Isabelle Adjani, kærasta Beattys, leikur. Myndina gerir Elaine May en hún skrifar einnig handritið. Hún vann áður með Beatty að „Heaven Can Wait“ og þykir með afbrigðum skopskynug kona. MOLAR ■\í~‘ < ■ Úr mynd Kubricks, the Shining sem King fannst ekki vera nógu góð. Staniey Kubrick hefur unnið að „Full Metal Jacket" síðan í ágúst 1985, og eru menn farnir að bíða eftir henni í ofvæni, því sex ár eru liðin síðan Kubrick gerði síðustu mynd. Þetta mikla kvikmyndaskáld fer aldrei troðnar slóðir og hann kippir sér ekki upp við það þótt Víetnammyndirnar séu farnar úr tísku, en nýja myndin fjallar einmitt um það stríð. Sjóræningjarnir, fyrsta mynd Romans Polanski síðan 1979, var frumsýnd í Frakklandi í júní. Þar nýtur hún mikilla vinsælda, en hún verður sýnd í Bíóhúsinu síðar í sumar. Richard Attenborough byrjar á „Biko: Asking For Trouble'1 í þessum mánuði. Mikil leit hefur farið fram að leikara í titilhlutverkið, en Kevin Kline mun leika blaðamanninn sem skrifaði bók um blökkumannaleið- togann. Bruce Beresford fær ærið verkefni að leikstýra þrem miklum leikkonum í Crimes of the Heart, þeim Diane Keaton, Jessicu Lange og Sissy Spacek. Eddie Murphy byrjaði að leika í The Golden Child f febrúar síðastliðnum. Michael Ritchie stjórnar. Myndin gerist í Kína. Robert de Niro, sem nýlega lauk við Trúboðsstöðina (The Mission) eftir Roland Joffé, tók að sér aukahlut- verk í nýjustu mynd Alans Parker, Angel Heart. Nick Nolte lætur ekki deigan síga og vinnur um þessar mundir að Öfgafullum fordómum (Extreme Prejudices). Nolte þekkir leikstjórann Walter Hill síðan þeir gerðu 48 Hrs. Susan Seidelman er eini kvenleikstjórinn sem vinn- ur nú að mynd á vegum kvikmyndaveranna stóru. Hún byrjaði í apríl á „Making Mr. Right" með John Malkovich. Bob Rafelson hefur loksins fengið verkefni eftir sjö rára hvíld. Hann gerði „Póstmaðurinn hringir alltaf ftvisvar" með Jack Nícholson árið 1979, en nú vinnur íhann að „Svörtu ekkjunni" með þeim Debru Winger i < fog Theresu Russell. / * Árans vandræði! Ein af þeim myndum sem búist er við að vekji kátínu og hlátur hjá áhorfendum í sumar er ný grínmynd með þeim hressu félögum Peter Falk og Alan Arkin, í mynd sem nefnist Big Trouble, og kalla mætti Árans vandræði á íslensku. Hér er um að ræða síðbúið framhald af mjög vin- sælli mynd með þeim félögum, Tengdapöbbunum (The In-Laws) frá árinu 1980 eða þar um kring. Það kemur kannski mest á óvart að leikstjóri myndarinnar er John Cassavettes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.