Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 Svipast um I æ vinsælli öræfaparadís „Efst á Amarvatnshæðum oft hef ég ntaðki bdtt“ Einn viðkomustaður ferða- mannsins á íslandi er Arnar- vatnsheiði, svæði sem er ört vaxandi að vinsældum ferða- og veiðimanna. þetta er mikið heiðarflæmi milli efstu byggða Borgarfjarðar annars vegar og efstu byggða helstu stórdala Norðurlands vestra hins vegar, Vatnsdals, Víðidals og Mið- fjarðardala. Ctal vötn eru þama í heldur fábrotnu heiða- landslagi þar sem fjölbreytnin er aðallega fólgin í breytilegu gróðurlandi, veðurfari og fjallasýn. Vötnin eru misstór, sum meðal stærstu vatna landsins, önnur algjörir pollar. En silungur er í þeim flestum og sums staðar er sá silungur rígvænn. Flestir sem á Arnar- vatnsheiði fara em að reyna að ná í sporð á silungi. Fá við- komandi ómældan öræfa- skammt með, því kyrrðin er nær yfírþyrmandi og fjalla- hringurinn í kring um þetta heiðarflæmi er slíkur að menn grípa andann á lofti. Ber hæst Eiríksjökul, hæsta fjall vestur- hálendisins. Þá em menn í návist Islendinga- og þjóð- sagna á þessum slóðum og sveipar það staðinn dulúð, sér- staklega er heitur og blessaður dagur er að kvöldi kominn og svört þokan skríður fram og sveipar allt faldi sínum. Breyt- ist heiðin þá stórkostlega, smátjamir verða að stórvötn- um, smásteinar að sannkölluð- um kennileitum sem óráðlegt er að fara eftir. Tófa gaggar frammi á Heiðinni, álftin syng- ur og himbrimi gaular og í tjöidum liggja veiðimenn þreyttir eftir eril dagsins. Er þeir kíkja út úr tjöldunum að morgni gæti blasað við þeim heitur sólardagur með mý- flugnasveim. Það gæti líka blasað við hvít jörð og ísskarir með löndum, þótt kominn sé júlí. Sumarið er stutt á Is- landi, ekki síst á reginöræfum og þarf að grípa gæsina meðan hún gefst. Nú er tími heiðar- innar og skal henni lýst sem aðgengilegast hér og nú. í Álftakróki, Núpatjöm og fjallið Strútur. Víða má leggja í’ann Arnarvatnsheiða- farar geta lagt í’ann frá Vatns- dal, Víðidal, úr Miðfirði og frá Kalmanstungu í Borgarfírði. Frá síðastnefnda staðnum leggja flestir af stað og því gerum við það líka. Fyrsti áfangi leiðarinnar er að Norðlingafljóti. Hér áður var þetta einn versti hluti leiðarinnar, fyrst var brölt yfír gróft helluhraun, þá ægilegt apalhraun og loks annað hvort yfír svokallaðan Þorvaldsháls eða eftir ömurlegri vegsmynd niður á Fljótsbakka til þess að fara „Bakkana", sem er stórgrýtt slóð með rennvotum skurðum og kílum sem aka þurfti jeppunum yfír. Háls- inn var „bara“ grýttur, en svo illur yfírferðar, að það tók ökutækin hálfa aðra klukkustund að skröngl- • ast 5 kílómetra langan hálsinn og venjulega fengu farþegamir sér göngutúr á meðan, gengu á undan og stungu jeppana af. Nú eru þess- ar leiðir úr sögunni, því veiðifélagið hefur lagt nýjan veg sem sneiðir framhjá þessum slóðum og svo mjög hefur verið vandað til hins nýja vegar, að fólksbílafært er nú að kalla naér allan spottann að Norð- lingafljóti. Jeppafærið tekur við er komið er að tjömum nokkmm í jaðri Hallmundarhrauns, nokkur hundmð metra frá vöðunum tveim- ur á fljótinu. Annars vegar er um að ræða vinstri beygju áleiðis til Úlfsvatns, sem er stórgott veiði- vatn, hins vegar er haldið áfram, fram með tjömunum sem um er rætt og yfir Fljótið á Helluvaði og þaðan haldið áfram til ótal val- kosta. Vaðið að Úlfsvatni er hið ljúfasta, fljótið breitt og lygnt að kalla og botn góður. Helluvaðið er andstæða þess, áin fellur þröng og straumhörð með grýttum botni. I vatnavöxtum getur vaðið reynst erfitt, en oftast skrölta jeppamir yfir áfallalaust þó ekki sé það regl- an þegar þannig stendur á. Þama gefst færi á því að doka aðeins við, líta í kring um sig, hlusta á raddir auðnarinnar og fá sér kaffi og með því að hætti Arnar- vatnsheiðar, en nánari útlistun á því hvað í þeim drykk er fólgið, vísast til mynda sem hér fylgja og sýna að þar fer heldur óaðlaðandi drykkur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þegar að Fljótinu er komið, er sjálfsagt að staldra aðeins við og líta yfír farinn veg meðan heiðar- drykkurinn er innbyrtur. Leiðin hefur legið um Hallmundarhraun, sem kennt er við Hallmund sem var þjóðsagnakenndur útilegumaður (eða tröll?). Áttu ýmsir við Hall- mund að sælda, þar á meðal Grettir Ásmundarson eins og frá greinir í Grettissögu og gaman er að kunna þegar þarna er farið um. Leiðin liggur og meðal annars fram hjá Surtshelli og Stefánshelli, en fyrr- nefndi hellirinn heitir eftir ekki ómerkari fomeskjukarli (eða trölli). Þar eiga að hafa búið auk Surts sjálfs, síðar að vísu, hellismennimir sem frá greinir í Hellismannasögu. Tvennum sögum fer af því hvaða kumpánar þetta vom, skólanemar frá Hólum sem lögðust út eftir að Einmanalegur jeppi íauðninni. Svona er landslag- ið sums staðar, ekki beint fyrir augað. Þetta er efst í hlíðinni fyrir ofan Sesselíuvík áður en brattinn tekur við_ Tjaldstaður á bakka Norðlingafljóts íjaðri Hallmundarhrauns. Verkfærakassinn verðurað vera með íför. Hér brast bremsurör og viðgerð erí fullum gangi. Til eru dæmi þess aðmenn hafi lent í ómældri fyrirhöfn vegna skorts á fyrirhyggju,jafnvel orðið að skilja jeppa sína eftirá heiðum frammi ogfara sérferð síðar með varahluti eða dráttarbíl... Kaffi ogmeðþví“ að hætti Arnarvatnsheiðar. hafa banað gamalli „kerlingu" eins og þar stendur, í ógáti, eða harðsvíraðir útilegumenn. Skammt fyrir innan hellinn er Vopnalág þar sem sveitamenn réðust á hellismenn sem höfðu lagst til svefns. Ornefni um alla Heiði minnast þessara at- burða og nægir að nefna Eiríksjökul og Eiríksgnípu, þar sem hellismað- urinn Eiríkur komst við illan leik á reiðskjóta sínum, yfír hraun og hálsa, á öðmm fætinum bókstaf- lega, því sveitamaður einn hafði höggvið annan fótinn undan. í gnípunni er Eiríkur sagður hafa varist áhlaupi flokks manna sem veitti honum eftirför, en velviljaður maður ofan úr Borgarfjarðardölum á að hafa bjargað honum úr fjallinu í skjóli myrkurs og hjálpað honum að komast í erlenda duggu. Var Eiríki þar með borgið, en einfættur varð hann að heyja lífsbaráttuna. Einnig má nefna fjallið Krák á Sandi (Stórasandi) sem heitir eftir Kráki Naddssyni. Krákur komst undan eins og Eiríkur og þeir sem veittu honum eftirför sáu að Krákur Sterkar taugargeta komið sér vel á Heiðinni, en sem beturfer lenda menn ekki ísvona íhvaða veðri sem er og smágola er allt sem þarf til að eyða martröðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.