Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 Maradona skrifar undir samning við argentínska stórliðið Boca Juniors á öndverðu ári 1981. Áður hafði hann spilað með Argentinos Juniors en var nú orðinn of dýr fyrir það félag. Frá Boca fór Maradona árið 1982 til Barcelona á Spáni. Eftir fyrstu kynni sín af spænskri knattspyrnu lýsti Maradona þvi yfir að hún væri alltof gróf. Hann kvaðst vera logandi hræddur um að verða einn daginn sparkaður svo illa niður að hann ætti ekki afturkvæmt á fótboltavöllinn. Hamingjurík stund f lífi Diego Maradona, heimsmeistaratitillinn f höfn. Það var á fárra vitorði að Argentínumaðurinn snjalli gekk ekki heill til skógar í Mexí- kó. Nokkru fyrir heimsmeistarakeppnina átti að skera hann upp vegna meiðsla á kné en Maradona sagði nei; Mexíkó fyrst, hnifurinn svo. besta „Brasilía liðið Diego Maradona 1980, þá tvítugur, en það ár var hann kosinn knatt- spyrnumaður ársins f Suður- Ameríku. en Maradona besti knattspymumaðimnn“ Á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í knatt- spyrnu, sem haldið var í Mexíkó, urðu margir til að nefna guð og helstu stjörnu argentínska knattspyrnulandsliðsins, Diego Maradona, í sömu andránni. Argentínumenn lofuðu himna- föðurinn fyrir að Maradona skyldi vera af réttu bergi brotinn, nefnilega argentínsku, og af orðum snillingsins sjálfs varð ekki annað ráðið en að almættið hefði hönd í bagga með marka- skorun hans. Næstbestir voru Frakkar en heimsmeistaramir voru í þriðja sæti hjá strákunum. Piltamir vildu þakka það fyrst og fremst seiglu og baráttugleði Þjóðveij- anna hversu langt þeir náðu í keppninni. Þegar hér var komið skaut blaðamaður inn athuga- semd: „En hvað með Englend- inga?“ Strákamir sögðust ekki vera mjög hrifnir af þeirri knatt- spymu er þeir spiluðu, mikið væri byggt upp á köntunum og löngum sendingum. En hver var þá að dómi strá- kanna besti leikmaður keppninn- ar. Svarið var afdráttarlaust: Maradona var langbestur. Hans var vel gætt í heimsmeistarkeppn- inni „82“, sögðu strákamir, en núna bjuggust menn kannski ekki við neinu sérstöku af honum, við það varð heldur rýmra um hann á vellinum og hann fékk að njóta sín. Það var greinilegt að piltam- ir kunnu góð deili á Maradona, einn þeirra vissi jafnvel nafn eig- inkonu hans. Nú ætlaði blaðamaðurinn að setja punkt eftir efninu en hann komst ekki upp með neitt múður. Strákamir vildu óðir og uppvægir að hann prófaði kunnáttu þeirra í fræðunum og það var ekki aldeil- is komið að tómum kofanum hjá þeim. Þeir höfðu horft á allar beinu útsendingamar frá heims- meistaramótinu og það var sama um hvað var spurt, svörin létu ekki á sér standa. Hæf ileikar Mara- dona dregnir í efa Englendingar tóku orð Mara- dona, um samvinnu hans og guðs, óstinnt upp enda urðu þeir illa fyrir barðinu á henni. Raunar virðast sumir enskir íþróttafrétta- ritarar löngum hafa haft hom í síðu Argentínumannsins iitla Árið 1981, þegar Maradona var lánaður til Boca Juniors frá Argentinos Juniors, skrifaði einn blaðamaður hins þekkta tímarits „WORLD SOCCER", um Mara- dona, að hann væri að vísu geysilega efnilegur en líklega yrði hann ekkert umfram það. Þessa skoðun sína studdi blaðamaðurinn þeim rökum að Maradona væri orðinn alltof ríkur, hann hefði því ekki að neinu að keppa og hlyti að staðna. Árið 1984 spilaði Manchester United við spænska liðið Barcel- ona, en Maradona hafði gengið til liðs við það tveimur ámm áð- ur. Sem fyrr var blaðamaður „WORLD SOCCER" afskaplega neikvæður í garð Maradona og raunar alls spænska liðsins. í hans augum var Maradona sem fiskur á þurru landi og auk þess í alltof háum launaflokki, en þann dóm fengu allir samheijar hans í Barc- elonaliðinu einnig. Frammistaða Argentínu- mannsins í Mexíkó verður þó líklega til þess að jafnvel Englend- ingar neyðast til að viðurkenna snilld hans á knattspymuvellin- um. En hvað skyldu íslenskir knattspymumenn hafa að segja um nýafstaðið heimsmeistaramót og Maradona? Brasilíumenn bestir Til að fræðast um svör nokk- urra knattspymumanna hérlendra við þessum spumingum brá blaða- maður sér á æfíngu hjá flórða flokki Vals að Hlíðarenda. Fyrsta spumingin var auðvitað þessi sígilda; hveijir vom bestir? Svarið var einróma, Brasilíumenn. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti þessa frisku stráka þar sem þeir voru að spila knattspymu á Hlíðarenda. Þeir eru allir i 4. flokki. Lengst tíl vinstri er þjálfari piltanna, Sævar Tryggvason, en aðrir í efri röðinni eru, taldir út frá Sævari: Halldór HaOdórsson, Friðrik S. Gylfason, Þórarinn Ólafsson, Ólafur Tryggvason, Fídel H. Gunnarsson og Þormar Þorbergsson. í neðri röðinni eru, talið frá vinstri: Júlíus Axelsson, Sveinn Sigfinnsson, Friðrik E. Jónsson, Friðbjöm Karlsson, Ólaf- ur Sveinsson og Konráð Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.