Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 Það var einmitt á þessu sældarlega „laxa- plani" á eyri úti í á þar sem hver veiddi á sína vísu, í net, háf eða á stöng, að kvikmyndatökur fóru fram þegar blaðamaður Morg- unblaðsins lagði leið sína á sögu- slóðir „Stellu í orlofi", en það er vinnuheiti kvikmyndar sem UMBI s/f vinnur að þessa dagana undir leiðsögn Þórhildar Þorleifsdóttur, leikstjóra. Eins og ofangreint atriði gefur kannski til kynna er um að ræða gamanmynd með miskilningi á miskilning ofan samkvæmt hand- riti Guðnýjar Halldórsdóttur sem er í hópi fímmenninganna sem mynda UMBA s/f. „Það má segja að við séum hér með landsliðið af leikurum," segir annar UMBI, Ragnheiður Harvey. A lista er að fínna leikarana Gest E. Jónasson, Eggert Þorleifsson, Gísla Rúnar Jónsson, Sigurð Siguijónsson, Hönnu Maríu Karlsdóttur, Bessa Bjamason, Ásu Hlín Svavarsdótt- ur, Brieti Héðinsdóttur, Amar Jónsson, Margréti H. Jóhanns- dóttur, Sigríði Þorvaldsdóttur, Sú allra úrræðabesta, Stella og Salómon Svíi, undrandi á íslandsmóttökunum. Staðið í ströngu með Stellu í orlofi Stella í orlofi er vinnuheiti kvikmyndar sem UMBI sf vinnur nú aÖ og eru kvikmyndatökur rúmlega hálfnaÖar „Settu allt í botn — það er verið að stela löxunum mínum!“ Þetta hljómar kannski ekki eins og það vana- legasta sem flugstjóri í loftum uppi segir við aðstoðar- flugmann sinn. En á hinn bóginn — hver myndi lá þeim sama flugstjóra að segja slíkt þegar hann flýgur yfir friðsælu ánna þar sem laxaræktin hans hefur blómstrað og sér þar aðfarir aðkomumanna merktra Lionsklúbbnum Kidda ásamt fleirum, sem minna fremur á tilburði söltunarfólks á sældarlegu síldar- plani en annað. Eggert Þor- leifsson, með húfu merkta Lions- klúbbnum Kidda, gerir sig kláran í aðgerð. Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri. Samantekt og myndir: VILBORG EINARSDÓTTIR Salómon Svíi. Karl Guðmundsson, Öm Ámason, Pálma Gestsson og Kjartan Bjarg- mundsson, að ógleymdum aðalleik- urunum tveimur, þeim Þórhalli Sigurðssyni, Ladda, í hlutverki Salómons, Svíans sem kemur til íslands í leit að tiltekinni tegund frelsunar, og Eddu Björgvinsdótt- ur, sem í hlutverki Stellu tekur Salómon upp á sína arma - þó það sé á miskilningi byggt. Edda segir persónunni Stellu vera best lýst með samskiptum hennar og Salómóns. „í góðri trú heldur hún blessunin að hún sé að bjarga heiðri Gogga eiginmanns síns sem hún veit ekki betur en að eigi á von á „erlendum við- skiptavini" til landsins. Hún ákveður að drífa sig með bömin upp í sumarbústað og bjóða þeim erlenda í lax þar sem Goggi, óbeint af henpar völdum, liggur á sjúkra- húsi ófær um að sinna sínum viðskiptum sjálfur. Stella fískar Salómon nýkominn úr flugi og drífur sig í orlofíð. Saólmon er hins vegar komin til landsins í allt öðr- um erindagjörðum, en þar með er miskilningurinn komin af stað. Þetta er góður „farsi" þar sem miskilningur er á miskilning ofan og svona meira í ætt við „farsa“ en aðrar íslenskar gamanmyndir," segir Edda. Laddi kinkar kolli og bæði segj- ast hafa skellt upp úr við lestur handritsins, þannig að það sé ekki svo að gamanið sé bara vinna hjá gamanleikurum. „Nei, nei. Hins vegar er talsvert ólíkt að vera skemmtilegur uppi á sviði fyrir framan áhorfendur eða fyrir fram-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.