Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 Zhang Jie og stada rithöfundarins í Kína Zhang Jie er einn vinsælasti og umdeildasti rithöfundurinn sem nú starfar í Kína. Hún nam hagfræði við alþýðuháskólann í Peking og lauk þaðan námi 1960 en hóf ekki ritstörf af alvöru fyrr en 1969. Verk hennar hafa verið þýdd víða um heim. Hún var stödd í Bandaríkjunum í vor og þá tók blaðamaður Newsweek hana tali og fer viðtalið hér á eftir. — Hefur þú eitthvert ákveðið markmið sem rithöfundur? Ég hef ekki einvörðungu sam- landa mína í huga þegar ég skrifa, ég hugsa um allt mannkynið. Ég vil skrifa sögur fyrir sem flesta, það er mitt markmið. — Þú virðist leggja ríka áherslu á einstaklinginn í sögum þínum. Ég hef mikið fjallað um það hvaða áhrif þjóðfélagsvenjur og hefðir hafa á samskipti fólks. En sögur mfnar fjalla ekki bara um ástina, nær væri að segja að þær hafi fólkið í forgrunni, þjóðfélags- báknið í bakgrunni, en sýni vald þessa bákns yfir fólkinu. Sam- skipti fólks geta aldrei orðið náin ef það er ekki frjálst ef það ræður sér ekki sjálft. En vandinn sem við öll stöndum frammi fyrir er að laga okkur að umhverfínu, kringumstæðum, því þjóðfélagi sem við búum í. — Hvemig finnst þér að ein- staklingurinn eigi að bregðast við? Fólkið á að segja sína meiningu, það á ekki að taka öllu þegjandi og hljóðalaust. Þótt við Kíriveijar séum ekki fijálsir, þá er ekki þar með sagt að aðrar þjóðir séu fijáls- ari. Bandaríkjmenn eru t.d. engu fijálsari en við. Stúlka, sem ætlar að giftast, þarf að vita allt um manninn sinn, hveijar tekjur hans eru og margt fleira. — Fjallar þú mikið um stöðu konunnar? Staða konunnar er ekki bundin við ákveðið land. Konur í Kína hafa fengið aukið frelsi síðan al- þýðulýðveldið var stofriað. En samt em menn vantrúa á styrk hennar og hæfileika. Kínverskir karlmenn bera ekki nægilega virðingu fyrir konunni. Femínismi einn og sér bjargar engu, kúgun konunnar er ekki staðbundið vandamál. Þetta er spuming um þróun mannkyns, í efnalegu tilliti sem og andlegu. — Gætu bækur þínar breytt ein- hveiju í þeim efnum? Ég vona að bækur mínar sýni að konur geta ekki skellt skuldinni á þjóðfélagið sem slíkt, eða sakað karlmenn um ójafnrétti. Konur eiga að rétta hlut sinn sjálfar og bera virðingu fyrir sjálfum sér. Við getum ekki búist við breyting- um, við getum ekki ætlast til að karlmenn beri virðingu fyrir kon- um ef við gemm það ekki einu sinni sjálfar. — Einu sinni sagðir þú að konur Kinverska gkáldkonan Zhang Jie „Konur geta ekki skellt skuldinni á þjóðfélagið sem slíkt, eða sakað karlmenn um ójafnrétti. Konur eiga að rétta hlut sinn sjálfar, þær eiga að trúa á sig sjálfar og bera virðingu fyrir sjálfum sér.“ væm karlmönnum fremri í næst- umöllu. Ég á við að konan þarf að leggja meira á sig en karlmaðurinn ef hún ætlar sér að komast áfram í lífinu. Því konan þarf að kljást við tvo heima: annars vegar heiminn sem karlmenn og konur deila með sér, og hins vegar heiminn sem karlmenn stjóma og einoka. — Hversu frjálst er menntafólk í Kína um þessar mundir? Það hefur aldrei notið meira frelsis en einmitt núna. En ég legg mikla áherslu á að algjört frelsi er ekki til í heiminum. Frelsis- hugtakið er svo afstætt. Fólk þarf að vera fijálst, en þjóðum þarf líka að stjóma, stjómlaus ríki eru engu betra en hel. — Hvað viltu segja um menn- ingarbyltinguna? Ég get ekki sé að þessi svokall- aða menningarbylting hafí haft nein góð áhrif. Jú, eitt lærðum við og það er að við getum ekki sett allt okkar traust á herðar eins manns. — Gæti komið önnur menning- arbylting? Það er útilokað. Fólk hefur áttað sig á glæpaeðli menningarbylting- arinnar, en ef svo ólíklega vildi til þá er ég viss um að margir myndu beijast gegn henni með hnúum og hnefum. Við megum ekki gleyma að flokksforystan er miklu fijáls- ljmdari en hún var á dögum Maós, og flokksforystan vill ekki gera sömu mistökin aftur. Sem þýðir þó ekki að engir róttækir vinstri- sinnar séu til; en þeir sem vilja endurreisa hið lokaða þjóðfélag Maós em í minnihluta og þeir myndu mæta mikilli andspymu. — Hver er staða „bókmennta hinna særðu"? Bókmenntir hinna særðu vísa til ákveðins tímabils í sögu Kína. Samlandar mínir vom ekki ýkja hrifnir af Fjórmenningunum frægu og áhrifum þeirra á fólkið. Þegar Fjórmenningamir hurfu af sjónar- sviðinu vildi fólk færa bókmenntir, sem og aðrar listgreinar, upp á hærra plan, og það hefur okkur tekist að vissu leyti. — Er að fínna einhveijar bækur sem gagnrýna þjóðfélagið? Vissulega. Ég finn að ýmsu og gagnrýni margt í öllum mínum bókum. og ég hef lifað það afl — Hvemig hefur staða rithöf- undaríns í Kína breyst síðan Maó boðaði breytingamar árið 1942? Gamla slagorðið hljómaði eitt- hvað á þá leið að bókmenntir ættu að þjóna verkalýðnum, bændunum, hermönnunum og stjómmála- mönnunum. Nú eiga bókmenntim- ar að þjóna fólkinu og sósíalisman- um. Vesturlandabúum finnst sjálfsagt lítill munur þar á, en fyr- ir okkur sem betur þekkjum stjóm- mál í Kína er geysimikill munur á þessu. Hér á árum áður áttu allar skáldsögur, kvikmyndir og leikrit að sýna verkalýðinn, bændur og hermenn sem fullkomnar og óað- finnanlegar persónur. Þeir sem ekki fylgdu þessari kenningu út í æsar vom teknir á beinið, þeir vom ekki taldir þjóðinni hliðhollir. En hú er heimurinn stærri og flóknari, það er til fleira fólk en verkamenn, bændur og hermenn. Nú getum við skrifað um allt og alla, við getum skrifað um allt hið jákvæða í sömu andránni og við skrifum allt hið neikvæða, sorgir fólks ekki síður en hamingju. (HJÓ snerí) Rangárvallasysla: Varanlegt slitlag lagt á sýsluvegi AÐALFUNDUR sýslunefndarinnar var haldinn í Skógum dagana 9. til 11. júní sl. Allir nefndarmenn hreppanna ellefu voru mættir, ásamt sýslumanni, sem er oddviti nefndarinnar. Fundurinn fékk að venju mörg mál til umsagnar og afgreiðslu. Verður hér aðeins vikið að nokkmm málum, sem til umræðu vom. Fundurinn lýsti stuðningi við lagningu varanlegs slitlags á sýslu- vegi og em slíkar framkvæmdir hafnar. Sýslunefnd hvetur til átaks um málefni Skógaskóla, sem er sameig- inlegt mennta- og menningarsetur Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells- sýlu. Var samþykktað kosin skyldi nefnd frá sýslunum og menntamála- ráðuneyti til að móta stefnu og vinna að framgangi mála skólans. Samþykkt var að hefla útgáfu árbókar Rangárþings undir nafninu „Goðasteinn". Allt frá árinu 1962 hafa þeir Jón R. Hjálmarsson og Þórður Tómasson gefið út hið merka rit „Goðastein". Þeir hafa nú ákveð- ið að hætta útgáfu á haustdögum. Þeir félagar hafa fallist á að leggja sýsluritinu lið með setu í ritstjóm. Einnig hafa þeir ljáð hinu nýja riti nafnið „Goðasteinn". Meðal fastra þátta í ritinu yrðu fréttir af helstu framkvæmdum og atburðum úr hveijum hreppi, eða flestu því er hefði heimildagildi. Einnig er ritinu ætlað að bjarga frá glötun margvís- legum þjóðlegum fróðleik, með viðtölum og frásagnarþáttum eldra fólks. Jafnframt verður lögð áhersla á birtingu frumsamins efnis, jafnt í bundnu sem óbundnu máli. Ritið kemur út í fyrsta sinn á næsta ári. Samþykkt var að koma á fót hér- aðsskjalasafni í Skógum. Kosin var framkvæmdanefnd sem jafnframt er samstarfsnefnd við Vestur-Skaft- fellinga, en taldar eru miklar líkur á að þeir vilji vera í samstarfí um safn þetta, líkt og áður um stofnun Skógaskóla og byggðasafns. Helstu rök fyrir greindri staðsetningu hér- aðsskjalasafns eru þessi: í Skógum er fyrir byggðasafn, eitt hið merk- asta í landinu. í vörslu safnsins eru þegar þúsundir skjala og sendibréfa, og það á umtalsvert safii handrita. Einnig er fyrir hendi í Skógum, besta handbókasafn í þessum sýslum varðandi ættfræði, sagnfræði og fleiri greinar. Þar er um að ræða safn Skóga- skóla, safn byggðasafnsins, einka- safn Þórðar Tómassonar, sem hann áformar að gangi til héraðsskjala- Sýslunefnd Rangárvallasýslu ásamt samverkamönnum frá Vegagerðinni. Fremrí röð, talið frá vlnstrí: Eggert Haukdal, Sigurbjartur Guðjónsson, Ólafur H. Guðmundsson, Ólafur Sveinsson og Bjarni Thoraren- sen. Aftarí röð, frá vinstrí: Oddgeir Guðjónsson, Hjalti Siguijónsson, Erlendur Arnason, Þórður Tómasson, Sigurþór Áraason, Stefán Jónsson (frá Vegagerð), Fríðjón Guðröðarson, sýslumaður, Steingrimur Ingvars- son (frá Vegagerð) og Pálmi Eyjólfsson. safns í Skógum. Rangæingar og V-Skaftfellingar hafa byggt í Skógum mennta- og fræðasetur, þar sem er skólinn og byggðasafnið. Ríkir mikill einhugur um staðinn og vilji til að efla og auka þar starf- semi. Stofnun skjalasafns yrði veiga- mikill þáttur í því uppbyggingar- starfi. Tekjur sýslusjóðs 1986 eru áætl- aðar 4 milljónir króna. Helmingur þeirrar fjárhaeðar gengur til Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi. Hinn helmingurinn fer að langmestu leyti til félags- og menningarmála, svo og greiðslur sem bundnar eru í lögum. Áætlaðar telq'ur nema um kr. 8.196.000. Fyrirhugað er að veija upphæðinni þannig: Nýbyggingar, kr. 2.500.000, viðhald, kr. 5.200.000, annað, kr. 496.000. Ljóst er, samkvæmt nýjum sveit- arstjómarlögum, að sýslunefndir verða lagðar niður 31. des. 1988. Því er mikils vert, að nefndimar starfi vel þann tíma sem er til stefnu og hafi þannig m.a. áhrif á störf væntanlegrá héraðsnefnda. Fram kom, að það hafði valdið mönnum undrun og vemlegum von- brigðum hversu fáa formælendur og tregan skilning málefni héraðanna áttu, í röðum alþingismanna, þegar hin nýja skipan var rædd í sölum Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.