Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐÍÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 B 5 Farþegar með Norrönu aldrei fleiri en í ár ÞAÐ VAR mikið um að vera á Seyðisfirði á fimmtudagsmorgun þegar feijan Norröna kom til hafnar rétt fyrir kl. 9.00. Mikill fjöldi bila var i bænum og gang- andi fólk hvert sem litið var. Að sögn Jónasar Hallgrímssonar umboðsmanns feijunnar á Seyð- isfirði hafa farþegar með feij- unni aldrei verið fleiri en nú í sumar, en í fyrra flutti Nörröna 5.600 farþega. Gert er ráð fyrir a.m.k. 10% farþegaaukningu á þessu sumri. Með Norrænu á fímmtudag komu milli 8-900 farþegar og 230 bílar. íslendingar eru Qölmennastir þeirra sem ferðast með skipinu og að sögn Jónasar voru þeir rúmlega 1.700 í "'iiimum Ú • 'yjGPk I NOSr.CNA Morgunblaðið/Garðar Rúnar Norröna leggst við bryggju á Seyðisfirði. Blaðamaður tók nokkra ferða- langa tali og voru sumir á heimleið eftir 2-3 vikna dvöl á Islandi. Allir íétu þeir vel af landi og þjóð, enda hefur veður verið með besta móti að undanfömu. Jean Nelson, kanadísk kona, sagðist hafa hjólað ásamt fleirum frá Reykjavík til Egilsstaða og ferðalagið hefði í einu Ferðamenn í biðröð við tollskoðunina. orði sagt verið frábært. Einu sinni hefði þau orðið að leita skjóls í sæluhúsi skammt frá Höfn, vegna úrhellisrigningar. 30 manna hópur Þjóðveija sem var að koma með feijunni sagðist ætla að keyra hringinn í kringum landið á einni viku og gista á Edduhótelum. Það fólk sagði ísland svo dýrt land að ferðast um að þessvegna yrði vika að duga. Þau sögðust vera með eins mikið af niðursoðnum mat með- ferðis og lög lejrfðu. íslenskur ferðalangur, Guð- mundur I. Leifsson, sagðist vilja koma með ábendingu til þeirra að- ila sem stæðu fyrir komu erlendra ferðamanna til landsins um að þeir hefðu einhvem um borð til að leið- beina og veita upplýsingar, t.d. um ástand ij’allvega. Guðmundur var að sigla með Norrænu í annað sinn og bætti því við að aðbúnaður væri allur hinn besti og skipið gott í sjó. Siglingar Norrænu til Seyðis- fjarðar setja mark sitt á_ bæjarlífíð eins og nærri má geta. Á miðviku- dögum í viku hverri streyma til bæjarins bílar, merktir hinum ýmsu þjóðlöndum, fólk á mótórhjólum og reiðhjólum, langferðabílar fullir af fólki og gangandi folk með bak- poka. Farfuglaheimilið á Seyðis- fírði, gistiheimilið, hótelið og tjaldstæðin fyllast þá af fólki. Úti- markaður er í miðbænum á þessum feijudögum og verslanir opnar leng- ur en venja er. Á þeim 3-4 klukkustundum sem Norræna stoppar í höfn á Seyðis- fírði sjá 15 konur á staðnum um þrif á skipinu, sem m.a. felast í því að skipta um rúmföt í kojum og að þessu sinni þurfti að skipta á liðlega 800 slíkum. fyrra. Af erlendum ferðamönnum sem koma til landsins með skipinu eru Þjóðveijar fjölmennastir og því næst Danir. Tiltölulega fáir Færey- ingar sigla til íslands með Norrænu og taldi skipstjórinn, Amaliel Knudsen, skýringuna á því vera að veðurfar í Færeyjum og á íslandi væri heldur svipað, og færu Færey- ingar því heldur suður á bóginn í sumarleyfí. Jónas sagði að þeir ferðamenn sem kæmu til landsins væru vel upplýstir um landið, nátt- úru þess og annað sem nauðsynlegt væri að fólk vissi. Hann sagði að útgáfa bæklinga hefði stóraukist og allir sem í Iand kæmu fengju afhenta upplýsingabæklinga þar sem m.a. er varað við hinum ýmsu hættum sem á vegi kunna að verða. Það er alltaf mikill viðbúnaður á hafnarsvæði Seyðisfjarðar á fímmtudagsmorgnum, gæslumenn frá útlendingaeftirlitinu, lögregl- unni, bifreiðaeftirlitinu og tollverðir sem fylgjast grannt með öllu. Um það bii 30 lögreglumenn og tollverð- ir afgreiða skipið en að sögn þeirra hefur lítið borið á að fólk geri til- raunir til að taka með sér inn í landið ólöglegan vaming. Mögulegt að greina hvort vöðvarýrn- un gangi í erfðir Bar Harbor, Mainc, AP. NÝ ERFÐÁPRÓF geta leitt í ljós hvort konur, sem telja að þær beri vöðvarýrnunargen, eigi á hættu að sjúkdómurinn berist til sona þeirra í gegnum erfðir. Á undanfömum ámm hafa nýj- ar rannsóknir á erfðakerfí mannsins aukið líkur á að læknar geti sagt fyrir hvort konur beri með sér erfðavísa vöðvarýmunar, sem synir þeirra myndu þjást af. Þar til nú, hafa margar konur, sem halda að þær beri þessa erfðavísa, fengið fóstureyðingar þegar í ljós kom að þær gengu með sveinböm, frekar en að eiga á hættu að bömin fengju sjúk- dóminn. í nánast öllum tilvikum heijar sjúkdómurinn, sem er bannvænn, einungis á drengi og eru líkumar á því að drengir fæð- ist með vöðvarýmun einn á móti 5.000 til 8.000. Vöðvarýmun kemur í veg fyrir að vöðvar líkamans nái að þrosk- ast á venjulegan hátt og þurfa sjúklingamir yfírleitt að notast við hjólastól þegar þeir ná 12 ára aldri. Flestir deyja á unglings- eða tvítugsaldri. Ef kona ber erfðavísi vöðva- rýmunar, getur hún engu að síður lifað eðlilegu lífi, en það em 50% líkur á því að genið gangi í erfðir til sona hennar og valdi hinum bannvæna sjúkdómi. Ef maður er haldinn þessum sjúkdómi, er líklegt að kvenmenn í fjölskyldu hans, s.s. systur og frænkur, beri með sér vöðvarýmunargenið og eiga þessi próf að hjálpa konum, sem þannig er ástatt fyrir, að fá vitneskju hvort svo sé. Þróun erfðafræði hefur verið mjög ör á undanfömum ámm og geta læknar nú greint tugi erfða- sjúkdóma fyrir fæðingu. Talið er líklegt að innan nokkurra ára verði mögulegt að greina hundr- uðir til viðbótar. » Gódan daginn! GERNI JET TURBO HREINSITÆKI Hreinsun verður leikur einn GERNI JET, ný gerð af háþrýstihreinsitæki með Turbo spíss. Mjög handhæg - létt og afkastamikil. Aðeins 18 kg á þyngd og með allt að 120 BAR þrýsting. Ýmsir fylgihlutir, t.d. fyrir sandblástur. Þú sparar tíma, fé og fyrirhöfn með GERNI JET.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.