Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 B 11 I•riðja pósisjón Jallatte öryggisskórnir eru svo léttir og þægilegir, að ganga í þeim er sem ánægjulegur dans. Þeir draga úr þreytu vinnudagsins og auka vellíðan. Stál í tá er vernd gegn þrýstingi og höggi. Stálþynna í sóla er vernd gegn nöglum og hvössum hlutum. JALLATTE ER ALLT SEM ÞARF Í HINN DAGLEGA DANS Skeifan 3h - Sími 82670 Svifflugmenn og áhugamenn um íþróttína fylgdust spenntír með þegar sviffluguraar tóku að nálgast HelluflugvöU úr loftí. Oft þurfa svifflugmenn hinsvegar að bíta í það súra epU að snúa aftur á móts- stað landleiðina með farkostinn á vagni aftan í bíl. íslandsmótið í svifflugi á Hellu: Jöfn og spennandi keppni mótinu lýkur í dag í DAG lýkur íslandsmótinu í svifflugi sem staðið hefur sl. viku á Helluflugvelli. Þá daga sem veðurguðirnir hafa gefið hefur keppnin verið jöfn og spennandi. í gærdag var Eggert Norðdahl í fyrsta sætinu með 1.550 stíg samanlagt en hann keppir á einni eldri svif- flugu landsins, TF SAE. Annar er Baldur Jónsson með 1.442 og keppir hann á einni fullkomnustu og bestu svifflugunni, TF SIP. Þriðja sætíð vermir Sigmundur Andrésson með 1.003 stig og keppir hann á TF SOL. Fast á hæla þremenninganna koma þrír aðrir flug- menn með á milli 900 og 1.000 stíg svo ekki þarf mikið til að þessi röð riðlist. Bæði Baldur og Sigmundur hafa unnið til verðlauna áður á íslands- mótum. Baldur hlaut verðlaun fyrir 4 árum fyrir besta árangur í 100 km þríhyrningsflugi. Sigmundur varð Islandsmeistari árið 1974 og 1984, síðast þegar slík meistara- keppni var haldin. Islandsmótið í svifflugi hófst fyr- ir 7 dögum. Aðeins hefur verið unnt að fljúga í 4 daga en aðeins 3 dagar teljast gildir. Til þess að dagur teljist gildur, verða 20% keppenda að fljúga lágmarksvega- lengdina sem er 25 km. Þá er mótið orðið löglegt samkvæmt keppnis- reglum því aðeins tvo daga þarf til að svo sé. Fyrsta gilda keppnisdaginn sigr- aði Baldur Jónsson og hlaut hann 1.000 stig. Sigmundur Andrésson var annar með 661 stig og þriðji Steinþór Skúlason með 561 stig. Þó að sjálft flugið sé aðalatriðið, leggja þeir svifflugsmenn mikið upp úr mannlega þættinum. Þeir reisa tjaldbúðir þar sem svifflugum er lagt og gista þar alla dagana. Á kvöldin, að loknu flugi, er gjaman sest að grillveislu og rabbað um árangur dagsins og fleira. í tjald- búðunum ríkti skemmtilegur andi og mátti jafnvel sjá bamavagna innan um svifflugumar og tjöldin. Þegar svifflugmenn mæta á Hellu með sitt hafurtask segja sunnlenskir bændur að upp sé mnn- in „vika hinna löngu vagna" og að þá megi fastlega fara að búast við rigningu. Þetta segja bændur nú meira til gamans, vegna þess að oft verða flugmennimir að ienda á túnum þeirra víðsvegar um Suður- land þegar uppstreymið þrýtur. Þá fara aðstoðarmennimir á stjá til að leita fluguna uppi og taka hana Þórmundur Sigurbjaraason mótsstjóri hafði í mörgu að snú- ast. Með reglustiku á landakortí og talstöðina á loftí, nauðsynleg hjálpartæki embættísins. Þór- mundur hefur fengist við svif- flug í 33 ár. Þann dag var keppt í fijálsu fjar- lægðarflugi á milli fjögurra punkta. Annan daginn var flogið 106 km þríhymingsflug, Hella-Búrfell, Búr- fell-Hruni, Hmni-Hella. Aðeins tveir flugmenn náðu að ljúka þessu verkefni og flugu þeir báðir einum elstu svifflugum landsins. Eggert Norðdahl sigraði með 1.000 stig en Höskuldur Frímannsson var rétt á eftir með 962 stig. í gær var flogið 88 km fjarlægð- arflug frá Hellu að Búrfellsstíflu og til baka en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðamaður talaði síðast við mótsstjómina. Stigagjöfin fer fram eftir keppn- isreglum og þarf að taka tillit til margs við þann útreikning. M.a. er notuð einkatölva. Þannig þurfa flugmennimir að skila mótsstjóm- inni lendingarvottorðum og ljós- myndafilmum sem eiga að sanna að þeir hafi flogið yflr rétta fyrir- fram ákveðna punkta á leið sinni. Mótsstjómin þarf síðan að taka til- lit til forgjafar sem svifflugurnar hafa því þær em af mismunandi gerðum. Til gmndvallar forgjöfinni er lögð lágmarksvegalengdin 25 km og þannig þarf besta flugan að fljúga 27 km á meðan sú elsta og „slakasta" þarf aðeins 19,5 km. Mikið lagt upp úr félagsskapnum og útiverunni Samtals taka 11 flugmenn þátt í íslandsmeistarakeppni nú og keppa þeir á jafn mörgum vélum. Þar af er ein frá Akureyri. Þetta er helmingur allra sviffluga sem til em hérlendis. Hverri vél fylgir svo- kallað „lið“ og em í því 1—2 aðstoðarmenn. Morgunblaðið/Ólafur Bragaaon Eggert Norðdahl vermir efsta sætíð á íslandsmeistaramótinu í svif- flugi að loknum 3 keppnisdögum. Keppnin er jöfn og spennandi og allt getur gerst á þeim tveimur dögum sem eftir era. Eggert er til vinstri á myndinni við flugu sína ásamt keppinaut sínum, Höskuldi Frímannssyni. Þeir háðu spennandi keppni í fyrradag og voru þá þeir einu sem náðu að ljúka 106 km þríhyrningsflugi, vora á lofti á fjórðu klukkustund. sundur á staðnum (tekur aðeins 15 mín.), setja hana á langan vagn og keyra svo rakleiðis til Hellu og taka til við að undirbúa næsta flug. Helluflugvöllur er rétt fyrir utan kauptúnið og þar er góð aðstaða. Þar em tvær grasbrautir, rúmlega 1.000 og 750 metra langar og góð- ur fjarskiptabúnaður. íslandsmótin í svifflugi hafa alltaf verið haldin á Hellu á tveggja ára fresti. Þórmundur Sigurbjamason, var mótsstjóri síðari hlutann og hefur hann stundað svifflug í 33 ár. Hann var spurður hvers vegna þeir héldu svona upp á Hellu sem mótsstað? „Hella er ekki endilega besti svif- flugstaðurinn hérlendis. En flug- völlurinn er mjög góður, sömuleiðis fjarskiptatækin og svo er einn stærsti kosturinn sá, að héðan liggja góðir vegir til allra átta. Við verðum nefnilega oft að sækja flug- urnar á bílum eftir að þær hafa lent út um allar sveitir. Á móti er sá ókostur að hafgolan kemur hér snemma dags og vill því oft skemma seinni part dagsins fyrir okkur. Það kemur meira að segja fyrir, að við rétt náum að koma öllum flugunum á loft áður en hún tekur að láta á sér kræla og eyðileggur uppstreym- ið. Svifflugið snýst jú allt um uppstreymið. Bestu veðurskilyrði fyrir okkur eru sól og hiti því þá hitnar yfír landinu og hita- uppstreymið sem ber svifflugumar uppi myndast. Hitauppstreymið er okkar himnastigi. Það má líkja þessum veðurfarsaðstæðum við það þegar vatn er að sjóða," sagði hinn reyndi svifflugkappi sem annars var önnum kafinn við stjóm mótshalds- ins. - G.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.