Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 28
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 28 B y Hvernig átti ég ob geto mér til urn stacr&irvCL i qeqnurn s'imO-F " Hjálpsamir lögreglumenn 6032-8447 skrifar: Það er oft verið að hnjóða í lög- regluna, en sjaldan getið þess, er vel er gert. Ég komst í það, að loka Veitið exemsjúkling- um afslátt af ljósaböðum Exemsjúklingur skrifar: „Mig langar að leggja fyrirspum fyrir landlækni. Er ekki hægt að veita exemsjúklingum afslátt á ljósaböðum hjá sólbaðstofum í stuttan tíma. Eg er exemsjúklingur og hef verið það í 3 ár. Hef verið látin prófa ýmiss konar dýr ljrf sem lítið hafa verkað og sum ekkert. En eftir 10-15 skipti í ljósum hefur batinn orðið slíkur að áferð húðar- innar hefur orðið nánast eðlileg. Þar sem sýnt þykir að í mínu til- felli sé besta lækningin fólgin í ljósaböðum fínnst mér eðlilegt að hlaupið sé undir bagga með greiðsl- ur.“ mig úti eitt kvöldið, og engin tök á að komast inn, því ég gat ekki nálgast aukalykla, sem ég hafði úti í bæ. Þá var mér ráðlagt að leita til lögreglunnar, og ekki stóð á að- stoð. Tveir ungir menn komu á vettvang. Annar setti sig í þó nokkra hættu með að klifra inn um glugga. Þurfti hann að skrúfa úr gluggajám. Ekki lét hann við svo búið standa, heldur skrúfaði gluggajámið aftur í. Þegar ég spurði, hvort ég mætti borga fyrir þetta var svarið: „Nei, aldeilis ekki, við erum hér á kaupi." Þessir ungu menn vom þar að auki sérdeilis indælir og kurteisir. Víkveiji skrifar Víkveiji skrapp í golf á Grafar- holtsvöllinn á þriðjudaginn. Ekki væri það í frásögur færandi nema fyrir þá sök að á vellinum mætti hann borgarfulltrúum Reykjavíkur með kylfur á lofti. Voru þeir að keppa í árlegri golf- keppni borgarfulltrúa og embættis- manna. Davíð Oddsson borgarstjóri sýndi mjög fagmannlega tilburði á ijórðu brautinni. Hann sendi hvíta boltann með hnitmiðuðu skoti inn á flötina og alveg upp að fánanum. Aðrir keppendur sýndu einnig góð tilþrif. Golfið er ákaflega heilsusamleg íþrótt, ekki síst fyrir þá sem vinna inni allan liðlangan daginn. í þeim hópi eru flestir borgarfulltrúamir. Kannski ánetjast einhveijir þeirra íþróttinni eftir að hafa kynnst henni í Grafarholtinu? Golfíðkendum hefur fjölgað gífurlega á undanfömum ámm. Það kom fram hér í Morgunblaðinu á þriðjudaginn, að á annað þúsund manns hefðu tekið þátt í meistara- mótum golfklúbbanna í landinu í síðustu viku. Sá hópur er enn stærri sem iðkar goif en keppir ekki í mótum. I Reykjavík er einn 18 holu golf- völlur, í Grafarholti. Þá er 9 holu bráðabirgðavöliur í landi Korpúifs- staða. Að sögn forráðamanna Golfklúbbs Reykjavíkur er aðsókn geysimikil að báðum völlunum og brýn nauðsyn að gera annan 18 holu völl í borginni. Forráðamenn GR hafa hug á Korpúlfsstöðum undir slíkan völi og munu hafa rætt þann möguleika við borgar- yfírvöld. Það er skoðun Víkveija að ekki sé hægt að nýta Korpúlfsstaði á betri hátt. Grafarholt er eitt fjölsótt- asta útivistarsvæði borgarinnar og enginn vafi er á því að 18 holu golfvöllur á Korpúlfsstöðum yrði strax geysilega vinsæll. Víkveiji trúir því að borgarfulltrúamir ger- ist harðir stuðningsmenn GR í þessu máli eftir að hafa kynnst töfmm golfíþróttarinnar. XXX Ríkiseinokun birtist þegnum þessa lands í ýmsum myndum. Nýjasta uppákoman er sú að ítalska vínið Campari hefur ekki verið flutt til landsins í einn mánuð vegna þess að forstjóri Áfengisverslunar- innar er í stríði við framleiðandann um innflutningsverð! Það er hreint með ólíkindum að seint á 20. öldinni skuli það geta viðgengist að einn maður geti ákveðið að þær þúsundir manna, sem vanir em þessum drykk, geti nú ekki keypt hann. Það samrýmist ekki nútíma hugsunarhætti að fá einum manni slíkt vald. Ef ítalski framleiðandinn vill hækka vínið sitt er það hans áhætta. Sumir hætta kannski að kaupa Campari vegna þess að verðið er of hátt. Hinir kaupa Campari áfram vegna þess að þeir era tilbúnir að borga 50 eða 100 krónum meira fyrir það. Valið á að vera neytandans en ekki eins manns, sem er ráðherraskipaður forstjóri ÁTVR. Sá tími mun koma að svona nokkuð verði ekki liðið af þegnum þessa lands. Fólkið mun segja hingað og ekki lengra. Það mun krefjast þess réttar að fá að kaupa þá vöm sem það vill, hvort sem það er bjór eða vín, mótorhjól eða bíli eða hvað sem helst. Víkveija krossbrá á sunnudag- inn þegar hann ætlaði að senda frænku sinni í Mosfellssveit heilla- óskaskeyti. Því miður, sagði stúlkan á Ritsímanum, skeyti em ekki borin út um helgar úti á landsbyggðinni. Vfkveiji átti engra kosta völ, Póstur og sími hefur einkarétt á skeyta- sendingum og því fékk frænka hans skeytið daginn eftir afmælið. Stofnunin hefur gefið þær skýr- ingar í Morgunblaðinu að ekki sé hægt að veita þessa þjónustu um helgar nema í höfuðborginni vegna mikils kostnaðar. Víkveiji er þeirrar skoðunar að í þessu tilfelli gildi það sama og í dæminu sem _ nefnt er hér á undan varðandi ÁTVR. Á meðan ríkisstofnun hefur einokun á skeytaburði sé hún skyldug að bjóða þessa þjónustu á kostnaðar- verði fyrir þá sem tilbúnir em að greiða uppsett verð. X X X egar þessar línur em hripaðar niður berst úr útvarpinu hljóm- mikill lestur Einars Ólafs Sveins- sonar á Njálssögu. Víkveiji metur Njálu allra bóka mest og les hana helst einu sinni á ári. En upplestur Einars Ólafs er enn áhrifameiri en eigin lestur því hann gerir söguna svo Ijóslifandi. Það er vel til fundið hjá útvarp- inu að endurflytja lestur Einars Ólafs en þessi tími árs er ekki heppi- legur. Vonandi verður haldið áfram á sömu braut. Er ekki tími til kom- inn að endurflytja lestur Helga Hjörvar á Bör Börssyni? Þá myndu margir setjast við tækin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.