Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUU 1986 B 31 Dvínandi vinsældir Richards Gere Það ætlar að ganga hálf brösug- lega fyrir Richard Gere að endur- heimta hyllina sem hann naut fyrir nokkrum árum. Hann hefur nú leik- ið í nokkrum rándýrum myndum í röð sem allar hafa brotlent í flug- taki; með öðrum orðum, fólk er hætt að nenna að sjá myndir hans að því er virðist. Gere fór vel af stað. Hann lék í nokkrum stórgóðum myndum, þeirra á meðal Days of Heaven, Blóðbræður, Looking for Mr. Goodbar (að vísu bara aukahlut- verk) og Yanks. En það var ekki fyrr en hann lék í American Gigolo að hann sló í gegn og með næstu mynd, An Officier and a Gentle- men, varð hann einn allra vinsæl- asti leikarinn í Bandaríkjunum (hvað svo sem segja má um mynd- ina sjálfa). Besta árið hans var 1982, árið sem offíserinn fór sem logi yfir akur, en þá snögglega hallaði und- an fæti. Gere gat ekki fylgt vinsældum sínum eftir því mynd- irnar sem hann kaus að gera voru vægast sagt slappar. Hann byrjaði á því að leika í Breathless sem var endurgerð á franskri giæpamynd. Síðan lék hann í Heiðurskonsúln- um (eftir bók Grahams Greene). Hvorug þeirra náði til almennings. Þegar svo var komið mátti búast við að Gere reyndi að vanda valið, en þá kaus hann að leika engan annan en frægasta Davíð sögunn- ar, Salómonsson. King David var gríðarlega dýr í vinnsiu en var aldr- ei sýnd nema í örfáa daga því áhorfendur létu sig vanta. Epískur kvikmyndaskáldskapur byggður á biblíunni var vinsæll fyrr á öldinni, en á miðjum níunda áratugnum er hann tímaskekkja; það var dóm- ur almennings. Enn fékk Gere ágætis tækifæri til að spreyta sig á ný, þegar Copp- ola fékk hann til að leika aöalhlut- verkið í 50 milljón dollara mynd sinni The Cotton Club en það verð- ur sennilega ekki við Gere að sakast þótt myndin sú nyti ekki þeirrar hylli sem framleiðendur vonuðust til. Þó var Cotton Club næstvinsælasta myndin sem Ric- hard Gere hefur gert, næst á eftir Offísernum. Og fyrr á þessu ári var sýnd hans nýjasta mynd, Pow- er. Hún hvarf fljótt þótt myndina skrýddu nöfn heimsfrægra leikara, auk Geres, þeirra Gene Hackman og Julie Christie. En gæði mynda verða ekki dæmd eftir gengi þeirra á peningamarkaðinum. Power, sem sýnd verður í Bíóhöllinni í haust, þykir marka viss tímamót hjá Richard Gere. Hann er farinn að takast á við þroskaðri og merk- ari hlutverk, hlutverk sem vissu- lega breyta ímynd hans. i bilnum. Góður hátalari er lykillinn að góðum hljómburði. Roadstar AD-3800X frábœrir 120 watta hátalarar á aöeins 5.890,- kr. pariá Roadstar RS-400 er sérhannaöur tii aö flytja mœlt mál. Ómissandi fyrir bílstjórann, sem þá losnar viö að ver sífeilt að hœkka og lœkka í útvarpinu. Roadstar kraftur-hljómgœði Roadstar i bilinn VIO TÖKUM VEL Á MÓTIÞÉR 19 SKIPHOLTI SÍMI 29800 Roadstar RS-960X 4 hátalarar, -2 i hurö og 2 affur í- 150 watta hátalarar á aöeins 10.900,- kr. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.