Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 3
MítRGUNBIAmÐ.'íájN^^AGtfe^ol^&^M^ g § Minnkandi löngun í bam eftir því sem aldurinn færist yfir I svörum bamlausu kvennanna sést að tilfinningar geta breyst og um 60% þeirra sögðu viðhorf sín til barneigna hafa orðið jákvæðari með árunum. „Þar til fyrir skömmu vildi ég ekki eignast böm, en nú hef ég þroskast og öðlast sjálfs- traust og finn mér til undrunar löngum til að miðla þekkingu minni og reynslu til næstu kynslóðar" stendur í svari einnar 35 ára gam- allar fráskilinnar konu. 24% þeirra bamlausu, eldri en 35, kváðust enn vilja eignast barn, en 60% barn- lausra kvenna um þrítugt sögðust ætla sér það. Margar bentu á að því lengur sem kona væri í bam- lausu sambandi eða hjónabandi, burtséð frá sínum högum á vinnu- markaði, því meir drægi úr áhuga hennar og löngun á afkvæmum. Þá er enn ótalinn stór hópur þátttakenda og það em konumar sem ekki falla inn í ofangreint en þær sem yngri em. Þær konur em í mörgum tilvikum búnar að tryggja fjárhag sinn þannig að þeim er kieift að vinna minna eða að þær em búnar að hasla sér tryggari völl í starfi og því fúsari að slaka á um tíma. Ekki er heldur ólíklegt að viðhorfin um hvað sé mikilvægt og mikilvægara en annað, breytist með tímanum. Áhættur samfara síðbúinni fjölgun En með tímanum vaknar önnur og sjálfsagt áleitin spuming. Spum- ingin um áhrif síðbúinnar fjölgunar á bæði konur og böm. Ýmsir benda á að fréttir af velþekktum konum sem em að eignast sitt fyrsta bam um fertugt hafi sín áhrif. En sam- fara vaxandi fjölda þungaðra kvenna á aldrinum 35-45 hafa ýmsir sérfræðingar í kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp látið í ljós vaxandi áhyggjur sem beinast fremur að getnaði en meðgöngu og FÆÐINGARTÍÐIMI í NOKKRUM LÖNDUM EVRÓPU 1960 OG 1983 1960 1983 írland 3,76 2,74 ísland 4,17 2,24 Gríkkland 2,28 1,94 Frakkland 2,73 1,79 Bretland 2,69 1,77 Belgía 2,58 1,61 ítalla 2,41 1,51 Holland 3,10 1,47 Lúxemborg 2,28 1,45 V-Þýskaland 2,37 1,40 Danmörk 2,54 1,38 Heimild: Wall Street Joumal og Hagstofa íslands mynstur og þrá að eignast sín börn sem fyrst. I íjós kom að 60% ógiftra kvenna kváðust finna til blíðutil- finninga og löngunar í börn. Margar kváðust hafa velt því fyrir sér að eignast börn, þrátt fyrir að vera einhleypar, en þess má geta að um 20% mæðranna sem þátt tóku vom einhleypar þegar þær eignuðust barn. En staða karlmannsins í þessum efnum hefur sitt að segja, en nær þriðjungur þátttakenda sagðist búa með mönnum sem ekki kærðu sig um börn, þrátt fyrir löngun kvenn- anna sjálfra. Þó virðist sem þessi afstaða karla mildist með aldrinum, sbr. að um 40% barnlausra kvenna um þrítugt sögðu barnleysið vera vegna tregðu eiginmannsins en af konum um fertugt gáfu aðeins 9% :upp slíka.ástæðu. Áhrif barneigna á störf kvenna Þegar spurt er um áhrif barn- eigna á störf kvennanna í könnun- inni kemur í Ijós að um fjórðungur mæðranna kveður þessa breytingu á sínum högum ekki hafa haft áhrif á stöðu sína í starfi, þrátt fyrir að móðurhlutverkið gerði þeim að haga lifi sínum á annan hátt. 27% segjast hafa tekið að sér ábyrgðar- meiri störf í kjölfarið á barneign, en 15% aðspurðra segjast hafa breytt yfir í minna krefjandi stöð- ur. Um þriðjungur kvað barneign- irnar hafa haldið aftur af starfs- frama sínum, en margar sögðust ekki líta neikvætt á þá þróun. Þá kemur í Ijós að konur sem komnar eru á fertugsaldurinn leyfa sér frekar að minnka við sig vinnu fæðingu, þar sem í langflestum til- vikum er um að ræða heilbrigði móður og barns þrátt fyrir aldur móðurinnar. Þetta kemur fram í nýlegri grein í breska tímaritinu „Parents“, þar sem segir að skýrsl- ur frá fæðingarstofnunum og kvensjúkdómadeildum sjúkrahúsa í Bretlandi sýni m.a. fram á hnign- andi ftjósemi kvenna á fertugsaldri. Svipaðar upplýsingar er að finna í skýrslum frá Bandaríkjunum og Kanada sem og flestöllum Evrópu- löndum. I greininni segir orðrétt: Því eldri sem sem konan er — og er þá átt við yfir þrítugt með „eldri“, þeim mun erfiðara getur henni reynst að verða þunguð miðað við yngri kon- ur og er þá átt við konur undir 25 ára aldri. Þess háttar erfiðleikar i sambandi við.getnað geta átt rætur sínar að rekja til óreglulegs egg- loss, til erfiðra lífsskilyrða í eggja- stokkum, myndunar goðkynja æxla í legi eða jafnvel til aldurs karl- mannsins. Það má ekki gleyma því að þótt karlmenn haldi frjósemi sinni miklu lengur en konur, jafn- vel fram undir áttrætt, minnkar fijósemi þeirra samt með aldrinum og um fimmtugt tekur að draga út tápi sæðisfruma við að leita egg uppi og fijógva það. Ófrjósemi franskra kvenna veldur áhyggjum Ofijósemi franskra kvenna hefur um langt skeið verið þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjuefni og hafa umtalsverðar rannsóknir farið fram vegna þess. Nýlegar at- huganir, sem gerðar voru á ellefu frönskum sjúkrahúsum sem fram- kvæma klínískar fijóvganir sýna að hæfni kvenna til getnaðar á aldr- inum 35-45 er minni en hjá yngri konum. Þessar rannsóknir beindust aðallega að konum sem fijóvgaðar voru með sæði úr sæðisbönkum, þannig að lítill vafi lék á gæðum sæðisins. Auk þess höfðu viðkom- andi konur verið lýstar heilbrigðar eftir nákvæmar læknisrannsóknir. Tímasetning klínískrar fijóvgun- ar er miðuð við upphaf eggloss viðkomandi konu. Þær konur sem við klíníska fijóvgun voru 25 ára eða yngri urðu í 73% tilvika þungað- ar innan árs, en tæplega 50% kvenna 35 ára og eldri. Niðurstaða rannsóknanna var því sú að fyrst við þær ákjósanlegu aðstæður sem ríkja við klíníska fijóvgun leiddu ekki til þungunar 35 ára kvenna og eldri nema í færri en helmingi tilvika, eftir síendurteknar klínískar sæðingaaðgerðir í eitt ár, þá væri ekki að undra að fjölmargar heil- brigðar konur 35 ára og eldri, þegar þær reyna að láta fyrst koma til getnaðar, komist að raun um að það getur tekið þær mjög langan tíma að verða þungaðar við sam- farir.“ Auknar fæðingar í Bretlandi hjá eldri og efnameiri konum Sú þróun sem sést á íslandi hvað aldurstíðni varðar á sér víða hlið- stæður. í Englandi og Wales sýna opinberar skýrslur að fæðingar í hópi kvenna á aldrinum 35 ára og yngri voru 330.000 á sl. tveimur árum en hjá konum eldri en 35 ára voru alls 45.000 fæðingar á þessum sama tíma. Fyrir áratug var á jafn- löngum tíma um að ræða um 300.000 fæðingar hjá konum 35 ára og yngri cn tæplega 30.000 fæðingar hjá konum 35-40. Ekki fylgir hvernig aldursskiptingin var innan hópanna tveggja, en ljóst er að fæðingum hjá konum í eldri hópnum hefur fjölgað sem svarar um 50 af hundraði á þessum tíu árum. í þessu sambandi kemur annað athyglisveit í Ijós, sem er að aukn- ing fæðinga hjá konum í eldri hópnum er mest hjá fólki sem telst til hærri launaflokka. Ástæðuna telja læknar og félagsfræðingar vera tvenns konar. Annars vegar þá að efnameiri breskar konur noti „Eitt af aðalatriðunum við ákvörðun yngri kvenna að fresta fæðingu síns fyrsta barns er hættan á að konan verði ekki nægilega frjósöm og ekki verði af getnaði þegar hjón eða par ætla loksins að efna í barn. Enginn veit frjósemi sína með vissu fyrr en reynt hefur verið að láta koma til getnaðar.“ pilluna svonefndu reglulegar og með betri árangri en ungar konur í lægra launuðum störfum, en á hinn bóginn leita þeir skýringa í félagslegum breytingum undanfar- inna ára s.s. atvinnuleysi, fjár- hagsörðugleikum, því að fólk gangi almennt síðar í hjónaband eða fasta sambúð og að konur gegni í auknum mæli störfum utan heimilisins og fari í lengra nám en áður. Fólksfjölgnn í Evrópu dregist saman um þriðjung frá 1960 Bretar eru síður en svo einir um slíka þróun, spá Hagstofunnar ger- ir ráð fyrir að íslendingar verði 262.000 talsins árið 2000, sem er nokkur fækkun. Annars staðar í Evrópu er talið að fækkunin verði örari, jafnvel í slíkum mæli að ástæða þykir að hafa af því áhyggj- ur með afkomu þjóðarbúsins til frambúðar í huga. Þannig heldur Werner Haug, höfundur bókarinnar „Eru Svisslendingar að verða út- dauðir" því fram að eina leiðin til að viðhalda svissnesku þjóðinni sé að meðalfjölskyldan stækki úr fjór- um upp í sex einstaklinga. í Sviss fer þjóðin minnkandi, sem og í Vestur-Þýskalandi, Danmörku, Austurríki, Belgíu og Lúxemborg, en í þessum löndum ber æ meira á áhyggjum vegna framtíðarsýnar um ójafnvægi á milli aldurshópa í þjóðfélaginu, þ.e. að „fólksfjöldapír- amídinn" svokallaði snúist á hvolf með hlutfallslega flesta einstakl- inga í hópi gamals fólks, en mannfjöldi fari stigminnkandi eftir því sem fólk er yngra. Utan Evrópu er slíkar áhyggjur að finna jafnt í Japan sem Bandaríkjunum, en þó ekki í sama mæli. Fólksfjölgun í Evrópu hefur dregist saman um þriðjung eða úr 18% af 1.000 árið 1960 niður í 12,2% árið 1982. Ýmis stjórnvöld hafa tekið upp stefnu í þá veru að örva barneign- ir, eins og í Frakklandi, þar sem ungum hjónum standa til boða hag- stæð lán sem og möguleikar á sérstökum styrkjum í tengslum við þriðja barnið sem fæðist í fjöl- skyldu. í Vestur-Þýskalandi stend- ur til að koma á fót svipuðu kerfi. Þrátt fyrir þessa viðleitni ýmissa yfirvalda til að „fjárfesta í sinni eigin framtíð", eins og það hefur verið kallað, benda margir sérfræð- ingar á að slíkt sé ekki nóg til lengdar, skilmerkilega fjölskyldu- pólitík vanti í stjórnkerfin. Aðrir telja að einungis róttækar breyting- ar á fjölskylduuppbyggingu og heimilisrekstri verði að koma til, s.s. að hjón deili með sér öllum störfum innan heimilisins og að atvinnuuppbygging taki mið af slíkri verkaskiptingu. Þeir eru til sem telja sig sjá teikn á lofti um að vestræn þjóðfélög muni breytast í þessa veru og að atvinnurekendur komi í auknum mæli til móts við konur á vinnu- markaði og ungt fólk, þannig að barneignir verði ekki slíkt „vanda- mál“ sem mörgum kann að virðast, þó kærkomið sé.- Kannski liggur- ástæðan að hluta til í því sem kom fram í máli eins viðmælanda blaðs- ins: „Hugsunarhátturinn er að breytast, sérstaklega hjá þeirri kyn- slóð karla sem er á miðjum aldri og hefur mikið að segja í atvinnulíf- inu. Skilningur þessara manna á’ stöðu kvenna sem mikilvægs vinnu- krafts og þeim erfiðleikum sem konur eiga oft á tíðum í við að sam- ræma atvinnu sína móðurhlutverk- inu er að glæðast. Ekki það að þeir hafi sýnt sínum eiginkonum sama skilning, en margir þeirra eiga nefnilega dætur . . .“ (Heimildir: New York Timcs; Work- injr Woman; Parents; Wall Street Journal; Hagstofa íslands; Skrár Kvennadeildar Landspítalans o.fl.) Samantekt/Vilborg Einarsdóttir Kópavogur: Reglurum hundahald endur- skoðaðar Bæjarstjórn Kóavogs hefur ákveðið að endurskoða reglu- gerð frá 1982 um hundahald í bænum. Núverandi reglugerð, sem kveður á um algert bann við hundahaldi í bænum, var sett í kjölfar skoðana- könnunar þar sem fram kom sá eindregni vilji bæjarbúa að hunda- hald yrði bannað. í reglugerðinni er þó gert ráð fyrir að hægt sé að fá undanþágu til hundahalds í ein- staka tilfellum og að þeir sem ættu hunda um áramót 1983 fengju að halda þeim. Þegar reglugerð þessi vár sett, fyrir fjórum árum var hundahald bannað í Reykjavík og Hafnarfirði en nú hafa þar tekið gildi nýjar reglur í Reykjavík og geta allir þeir sem uppfylla ákveðin skilyrði um aldur o.fl., sótt um leyfi til að halda hund gegn ákveðnu gjaldi. Morgunblaðið hafði samband við Kristján Guðmundsson bæjarstjóra í Kópavogi og innti hann eftir því hvaða breytingar stæði til að gera á reglunum. Hann sagði að það væri enn ekki ákveðið, en helst kæmi til greina að samræma regl- urnar þeim sem í gildi eru í Reykjavík. Hann sagði að vandamál hefðu komið upp þegar hundaeig- endur hyggðust flytjast milli bæjarfélaga og gætu þá ekki flutt með sér hunda sína. Sömuleiðs sagði Kristján að hundaleyfí gegn gjaldi væru líkleg til að auðvelda eftirlit með hundahaldi í bænum. Nú eru skráðir 130 hundar í Kópavogi, 100 frá því fyrir hunda- bann og 30 á undanþágum Oddur Rúnar Oddsson.fram- kvæmdastjóri hundaeftirlitsins i Reykjavík sagðist lítið hafa heyrt um þetta mál. Hann sagði þó að sér fyndist eðlilegt að sömu reglur væru um hundahald á öllu Stór- Reykjavíkursvæðinu. Einnig sagði hann að enn væri ekki komin full reynsla á núverandi reglur um hundahald í Reykjavík frá 1984, en þær yrðu endurskoðaðar innan fjögurra ára. Oddur sagði að nú væru um 700 hundar skráðir í Reykjavík og er árgjaldið fyrir hundinn kr. 4800. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.