Morgunblaðið - 20.07.1986, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.07.1986, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 Rætt við GarÖar Valdimarsson nýskipaðan ríkisskattstjóra: Forstjórar meÖ lúsarlaun og vinnukonuútsvör — sem oft erþarna um að ræða, segir Garðar m.a. um „smugur(( ískattalögunum, sem lagfæra eigi að hans mati EF LITIÐ væri á skattsvik sem þjóðaríþrótt, sem gert hefur ver- ið meira í gamni en alvöru, er ekki víst að íslendingar ynnu marga landsleiki. Við munum vera á svipuðu róli í skattsvikum og nágrannaþjóðirnar, þ.e. Norð- urlandaþjóðirnar. Niðurstöður nefndar, sem kannaði nýverið umfang skattsvika í framhaldi af ályktun Alþingis frá árinu 1984, sýna, að áætlað tap hins opinbera vegna vangoldinna beinna skatta og söluskatts nam um 2,5 - 3,0 milljörðum króna árið 1985. Hér er um stórar upp- hæðir að ræða og vissulega alvarlegt mál, þó ekki getum við státað af neinum metum. Á hinn bóginn getum við hrósað okkur af góðum árangri af skattaeftir- liti og rannsóknum síðustu árin. Á árinu 1985 námu hækkanir opinberra gjalda vegna starf- semi rannsóknadeildar ríkis- skattstjóra rétt rúmum 104 milljónum króna og fyrstu fimm mánuði þessa árs var hækkunin komin í um 83 milljónir krónur. Rekstrarkostnaður embættis skattrannsóknastjóra nam aðeins rúmum 15% af hækkununum á sl. ári og fyrstu fimm mánuði þessa árs aðeins 8,83% af áætluð- um rekstrarkostnaði. Garðar Valdimarsson hefur verið skatt- rannsóknastjóri allt frá 1. október árið 1976 til 1. júlí sl., er hann tók við stöðu ríkisskatt- stjóra. I tilefni af starfsskiptum hans ræddi Morgunblaðið við hann nýverið um starfsvettvang, stöðu skattamála o.fl. Aðkoman að húsi ríkisskattstjóra og skattrannsóknadeildar við Skúlagötu er óneitanlega traust- vekjandi. Innan við útidyr tekur við rammlæst hurð og óviðkomandi því lokuð uppganga í húsið, nema af- greiðslustúlka í anddyri fái inn- gönguheimild í gegnum síma, að fengnum upplýsingum um hvem viðkomandi ætli að hitta. Garðar sagði, er haft var á orði við hann, að gæslan minnti á hemaðarlega mikilvæga staði hjá stærri þjóðum, að þessu fyrirkomulagi hefði verið komið á fyrir ári. Áður hefði að- komufólk getað farið um allar hæðir og jafnvel herbergi, en starfið inn- andyra krefðist þess að frammi lægju skattaskýrslur og margvísleg trúnaðarskjöl, sem ekkert erindi ættu fyrir sjónir ókunnugra. Samræmt átak í skatt- svikamálum í fyrsta skipti nú Á skrifstofu Garðars vomm við næstsíðasta vinnudag hans sem skattrannsóknastjóra og erindið því fyrst og fremst að ræða farinn veg og reynslu hans af skattrannsókn- um og eftirliti. Lá því fyrst fyrir að spyija, hvað honum væri eftir- minnilegast í því starfi. Hann sagði minnisstæðast það sem næst væri í tíðinni: „Hinn góði árangur síðustu tvö árin stafar fyrst og fremst af áhuga stjómvalda og Alþingis á þessum málum. Það var fjöigað um 20 manns í skattaeftirliti og einnig hefúr verið fjölgað í dómskerfínu varðandi efnahagsafbrot. Þá hefur sérstök nefnd gert úttekt á málum þessum. Það er því kannski í fyrsta skipti nú sem raunverulega hefur verið gert samræmt átak í skatt- svikamálum. Með þeirri skýrslu sem kom út núna í vor má segja, að sé kominn fastur grunnur að því að ræða málin af meiri yfirvegun en gert hefur verið. Nú liggur fyrir mat á því, hversu skattsvik eru mikil." e — Rætt hefur verið um skatt- svik sem þjóðaríþrótt og jafnvel hefur því verið haldið fram, að al- menningur líti upp til þeirra sem stunda skattsvik. Hver telur þú við- horf almennings til skattsvika? „ÞaÖ erdálítil mótsögn íþví aÖ tala um einföld lög og réttlát lög, því ástœÖan fyrir því aÖ skattalög eru flókin ersú aÖ þaÖ er reynt aÖ hafa þau réttlát. “ „Það hefur sitthvað verið gert til að hafa áhrif á viðhorf almennings, til dæmis var mikil auglýsingaher- ferð í gangi í fyrra. Hvort það hefur eitthvað að segja veit maður ekki, en ég held að mikið megi til vinna svo fólk líti þetta réttum augum. Það viðhorf að líta upp til skattsvik- ara, ef það hefur verið gert, ætti að hverfa þegar fólk sér að eitthvað er verið að gera í málunum. Það hafa sumir rætt um þjóðaríþrótt en það á ekki bara við um okkur, það á við í mörgum löndum. Niðurstöð- ur nefndarinnar sem kannaði skattsvik sýna, að íslendingar eru á svipuðu róli í skattsvikum og aðr- ar Norðurlandaþjóðir. Hins vegar er verið að tala um mun stærri töl- ur í öðrum löndum, til dæmis á Ítalíu. En því má ekki gleyma að hérlendis er um stórar upphæðir að ræða og vandamálið er alvar- legt.“ Aðhald hins almenna borgara besta ráðið — Flestir þeklqa dæmi þess, að vinna sé boðin með afslætti, ef kvittunum er sleppt, þ.e. án sölu- skatts. Margir líta á slíkt sem kostaboð, enda um allt að fimmt- ungsafslátt að ræða. Eru þetta hrein skattsvik eða algildir við- skiptahættir? „Ekki eru þetta algildir viðskipta- hættir en dæmi eru um þetta. Það er ósköp einfalt mál, að það er sára- lítið sem skattyfirvöld geta gert við þessu án ítarlegra skoðana á við- komandi aðilum. Bezta ráðið gegn þessu er aðhald hins almenna borg- ara, þ.e. að fólk taki ekki þátt í svona viðskiptum. í sjálfu sér er það skammsýni að taka þátt í þessu vegna þess að þegar svona kerfi viðhelst þá þýðir það einfaldlega að skattar verða hærri hjá þeim sem gefa rétt upp til skatts. Það sem réttlætir fyrst og fremst skattaeft- irlit er réttur heiðarlegra borgara sem gefa allt sitt upp eftir reglum og reka fyrirtæki sín á sama hátt. Það er réttur þessa fólks sem skattaeftirlit á að vemda. Það er því oft sorglegt að sjá heiðarleg fyrirtæki, sem standa með allt á hreinu, lenda undir í samkeppni við fyrirtæki sem sýna ósvífni í þessum málum og stela undan skatti." — Hveija telur þú persónulega helstu ástæðu skattsvika? Er þar skattalöggjöf um að kenna, eða ein- hverju öðru? „Ég er þeirrar skoðunar að aðal- hvatinn, ef svo má segja, til skatt- svika sé peningalegur, það er að fólk sé að reyna að sleppa eins vel og það getur frá greiðslum til hins opinbera. Auðvitað er það alveg sjálfsagt, þegar beitt er löglegum aðferðum. Þeir sem hafa aðstöðu til að ráða sínum tekjum sjálfir að einhveiju leyti standa frammi fyrir því að telja sig hafa möguleika á að minnka það sem þeir eiga að borga til hins opinbera og þá ráða þama peningasjónarmið. Það er oft talað um að skattalögin þurfi að vera einfaldari. Það er dálítil mót- sögn í því að tala um einföld lög og réttlát lög, því ástæðan fyrir því að skattalög em flókin er sú að það er reynt að hafa þau réttlát. Það væri til dæmis mun auðveldara að hafa engan vaxtafrádrátt hjá hús- byggjendum, en af því að tekju- skattur er lagður á eftir greiðslu- getu þykir mönnum sjálfsagt að leyfa sumum meiri frádrátt. Þess vegna er það mál svo flókið." Innheimtan örug'g’ari með staðgreiðslu- kerfinu — Staðgreiðslukerfi skatta hefur lengi verið til umræðu, en lítið ann- að gerst. Gæti staðgreiðslukerfið komið í veg fyrir skattsvik að þínu mati? Þá á ég við að staðgreiðslu- kerfið yrði til að draga úr þessum peningalegu freistingum. „Ég tel að staðgreiðslukerfið yrði til að stuðla að ömggari innheimtu á sköttum. Með því er verið að greiða af tekjunum um leið og þær em greiddar út og það hlýtur að vera ömggara en að greiða skatt- ana eftir á. En hvort staðgreiðslan kæmi beint í veg fyrir skattsvik, þá geri ég ráð fyrir því að hún myndi draga úr þeim. Hins vegar er á það að líta að staðgreiðsla er til dæmis á öllum hinum Norður- löndunum þar sem skattaundan- dráttur er talinn svipaður og hér. En innheimtan yrði ömggari. Það er búið að ræða staðgreiðslukerfið lengi og gera tillögur um það, en það virðist ekki vera áhugi á því hjá stjórnmálamönnunum." „Stór og- góð mál varð- andi umboðslaun frá kollegum erlendis“ Garðar sagði að velflest mál hjá þeim væm vegna söluskattssvika, enda oftast einfaldara að skoða þau en til dæmis tekjuskattssvik. Þá .......>1 „Hins vegar er á þaÖ aÖ líta, aÖ staÖgreiÖsla er til dœmis á öllum hinum Norðurlöndun- !, um, þarsem skattaundan- dráttur er talinn svipaÖur oghér. \ — En innheimtan yröi öruggari. “ væm velflest mál vegna fyrirtækjá, mál einstaklinga tengdust ætíð fyr- irtækjarannsóknum. En hvemig fær skattrannsóknastjóri upplýs- ingar um að eitthveiju sé áfátt í skattskilum? Garðar sagði að upp- lýsingar kæmu frá skattstjóraemb- ættum; í gegnum skoðanir á fyrirframvöldum atvinnugreinum eftir tölvuúrvinnslu; einnig frá fyr- irtælq'um í sömu atvinnugreinum; þá beindu rannsóknir í einu fyrir- tæki oft athygli að öðram. Þá væm einstaklingar tíðum hjálplegir og síðast en ekki sízt fengi embættið í vaxandi mæli ábendingar að utan. „Við höfum fengið stór og góð mál á þann hátt varðandi umboðslaun, það er frá kollegum okkar erlend- is,“ sagði Garðar. Hann vildi ekki upplýsa frá hvaða löndum, en tiltók sérstaklega Norðurlöndin. Minna mun um umboðslaunamál í skatt- rannsókn í dag en fyrir nokkmm ámm, eða eftir að meira fijálsræði komst á í gjaldeyrisverslun og eftir að upplýsingar fóm að berast reglu- lega um umboðslaun. í gildi er sérstakaður aðstoðarsamningur milli Norðurlandanna og hefur emb- ætti skattrannsóknastjóra átt full- trúa við rannsókn stórra mála erlendis, t.d. við rannsókn hjá miðl- araskrifstofu í Noregi, sem tengdist íslenskum umboðsmönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.