Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 18
% i MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 A DROTUNS rof,I Umsjón: 1 Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Svavar A. Jónsson Hvers vegna hleypur tíminn frá okkur? Allt í einu er kominn 20. júlí. Er það ekki ótrúlegt? Okkur finnst svo stutt síðan við fögnuðum nýju ári sem auðvitað var þéttsetið af nýjum fyrirheitum. Veturinn og vorið eru að baki og sumarið hef- ur náð hápunkti. Sá tími styttist óðum sem við höfym til að efna fyrirheitin. í bemsku finnst okkur tíminn líða hægt. Við bíðum með óþreyju eftir því að verða stór og svo loks þegar við emm orðin stór flýgur tíminn frá okkur með slfkum ógn- arhraða að við ráðum ekki neitt við neitt. Bömin okkar stækka og vinimir byija að grána. Stundum hef ég leitt hugann að því hvers vegna við fáum í magann þegar við hugsum um tímann. Oftast hefur það verið sama svarið sem ég hef fengið. Ég ætlaði að nýta tímann öðm vísi en ég hafði gert. Það sem ég ætlaði í raun og vem að gera sat á hakanum og var látið bíða. Oft- ast var það sem gera átti í tengslum við ræktun vinskapar eða hrein betmmbót eða endur- skoðun á sjálfri mér. Hver er ég eiginlega? Hvaðan kem ég? Hvert fer ég? Hvaða tilgangi þjónar mitt líf? Er ég ánægð með það sem ég legg af mörkum í þjóð- félaginu? Gæti ég gert betur? Trúi ég því að ég sé Guðs sköpun? Hvemig get ég ræktað eða þrosk- að trúna? Kannski rita ég þessar hugsan- ir mínar hér einmitt vegna þess að það er sumar. Það er í sum- arfrí- inu sem maður getur loks leyft sér að setjast niður og slappa af og njóta þess hreinlega að vera til. Þá er kjörið tækifæri til þess að koma skipulagi á trassaskap- inn og verða loks sáttur við sjálfan sig. Nýiega rakst ég á grein í bresku tímariti þar sem segir frá móður nokkurri sem situr við rúm- stokk 10 ára sonar síns og veltir fyrir sér hraða tímans. Sonurinn er nýsofnaður og hún strýkur hendinni yfir andlit hans. „ .. .að það skuli vera hann Alex minn, orðinn svona stór. Ég strýk ennþá sömu höndunum yfír enni hans og fyrir 10 ámm. Hend- ur mínar em alltaf jafn stórar en Alex sjálfur er orðinn þrisvar sinn- um stærri. Hvemig getur þessi langi skrokkur verið sá sami og þá? Hvenær óx hann eiginlega? Mér finnst svo stutt síðan að ég skipti á bleium og hitaði mjólk fyrir hann. Eða þegar ég elti hann út um allt á þríhjólinu sínu. Einhvem veginn gerist þetta svo hægt að ég sé það ekki frá degi til dags. Eg veit hvað er að gerast en ég veit ekki hvemig það gerist. Breytingin úr smábami í dreng er álíka mikill leyndardómur fyrir mér og að upplifa árstíðimar. En hvað með mig? Hef ég vax- ið eitthvað á þessum tíu ámm? Ég veit að ég hef ekki stækkað. En hef ég þroskast. Ég veit svo sem að ég virka hvorki vinsam- legri né þolinmóðari en þá — en hef ég ekki kynnst mannfólkinu og öllum hliðum lífsins miklu bet- ur? Hvemig get ég, sem kalla mig kristna, nýtt þá þekkingu betur? Hvemig tókst Guði að breyta bamatrú minni í trú og skilning á tilgang lífsins? Ég lít á þá breytingu sem kraftaverk. Hann notar það umhverfí sem ég lifi í til þess að opna augu mín fyrir leyndardómum lífsins. Á hverjum degi upplifí ég eitthvað nýtt sem smám saman þroskar mig. Smám saman breytist ég og þroskast í trúnni. Það gerist hægt og ég sé ekki muninn en það ger- ist samt, rétt eins og með líkam- legan vöxt Alex sonar míns. Það er fullt af kraftaverkum í kringum okkur, þau gefa okkur svo sannar- lega tilefni til trúar á lífinu og von um þá fyrirheitnu framtíð sem Guð lofar sínum. Við höfum ennþá tíma til þess að átta okkur á lífínu." Ég hef aldrei verið gömul áður Bæn konu á tímamótum „Drottinn, það er óþægilegt að verða gamall. Það er allt öðruvísi en ég hélt. Það er eins og limim- ir séu ekki á líkamanum lengur. Ég get ekki reitt mig á þá eins og hér áður fyrr. Ellin hefur farið ilia með líkama minn. Ég hafði lengi hugleitt hvemig það væri að verða gömul og marg- ar af þeim hugleiðingum reyndust réttar. En að kynnast því í raun og veru reyndist allt öðruvísi en ég bjóst við. Ég sakna þess að vera ekki bam morgunroðans. Ég sakna ánægjunnar yfír að uppgötva eitt- hvað í fyrsta skipti, eitthvað gott og gleðilegt. Æskuárin eru svo uppfull af slíku. En nú em aðeins leiðinlegu árin eftir ... og hendumar mínar, Drottinn, þær virðast ekki mjög slitnar, en þær em orðnar stirðar og hægar. Ég get lítið gert með þeim lengur. Mýkt þeirra er horf- in. Drottinn, ég hef aldrei áður verið gömul, það er öðmvísi en ég hafði ímyndað mér, það fylgir því ófrávíkjanlegur sársauki. Ég reyni að láta ekki böm mín né vini taka eftir því — mér tekst að vera ótrúlega „töff“ á meðal þeirra. En eftir á, Drottinn. Eftir á er ég svo þreytt og þá kemur ein- hver angurværð og vonleysi yfír mig af því að mér fínnst ég eigi svo_ stutt eftir. Ég hrífst af árstíðunum. Ég elska bæði sumarið og haustið. Ég er fús að sjá á eftir árinu sem er að líða og taka á móti nýju ári. En árstíðimar í mínu eigin lífí, Drottinn, þær koma jú bara einu sinni. Það er svo erfítt að slíta sig burtu frá þeim. Það er erfítt að vakna á morgn- anna, vegna þess að ég á ekki mikla von eftir. Eiginlega veit ég að ég verð að sætta mig við þetta. Ég geri mér grein fyrir þessari breytingu. Ef til vill síðar, Drott- inn, þegar ég hef sætt mig við þetta, kem ég auga á fegurð októ- ber-mánaðar lífs míns. Að minnst kosti er gott að fá að koma til þín með þessar hugs- anir mínar, Drottinn. Að deila þessum áhyggjum mínum með þér, til þess að létta á mér og gera mig bjartsýnni. Amen.“ Höfn: Skútuminjar sendar til Frakklands NÝVERIÐ voru nokkrir gamlir munir og minjar, sem tengdust frönskum skútumönnum, sendar frá Höfn í Hornafirði til Frakklands. Að sögn Gísla Arasonar á Höfn voru tildrögin þau að í fyrra var þar á ferð frammámaður í menn- ingarmálum frá Paímpol í Frakk- landi, þaðan sem margar skútumar komu sem fiskuðu á íslandsmiðum. Hann var að leita að minjum um samskipti skútu- manna og landsmanna. Var þá ákveðið að senda út munina. Frönsk seglskúta sem leið átti um, tók munina til Frakklands. í stað- inn er þess vænst að Frakkar sendi einhvetja muni hingað, t.d. skútulíkan. Þeir munir sem nú voru sendir vom gömul trétunna, sem eftir áletrunum að dæma var rekald úr franskri skútu frá Dunkerque, gömul kista og tréskór sem rak úr franskri skútu sem strandaði undan Oræfum fyrir fyrri heims- styijöld. Einnig var send frásögn sem Þórbergur Þórðarson skráði af skipsströndunum miklu 7. mars 1873. Sendar voru skrár úr kirkjubókum um Qölda franskra sjómanna, sem voru grafnir í hveijum kirkjugarði eftir mann- skaðana. Þá voru sendar myndir af því sem eftir var af gripum sem franska stjómin sendi Eyjólfi Sig- urðssyni bónda á Homi í þakkar- skyni fyrir björgun franskra sjómanna. Voru það heiðurspen- ingur úr gulli og smíðaáhöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.