Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.07.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 B 7 Á skrifstofu ríkisskattstjóra, þegar Garðar tók við af Sigurbimi Þorbjömssyni fráfarandi rikisskattstjóra, sem er til vinstri á mynd- inni. Við starfi Garðars sem skattrannsóknarstjóra tók Guðmundur Guð- bjarnason viðskiptafræðingur, sem er með Garðari á þessari mynd. Guðmundur starfaði áður hjá ríkisskattstjóra. Ekkí starf fyrir þá sem vilja öðlast vinsældir Skattrannsóknastjóri er bundinn þagnarskyldu í öllu málum, að sögn Garðars. Hluti mála fer eftir af- greiðslu embættisins til rannsókn- arlögreglu, þ.e. þau alvarlegustu. En hvað telur embættið „alvarleg mál“? - Garðar: „Það er alvarlegt að svíkja stórar upphæðir undan skatti og það er alvarlegt þegar það er gert af sannanlegum ásetningi. Ásetningur og vilji til að svíkja undan skatti skipta verulegu máli.“ " — Hvemig hafa skattgreiðendur tekið hertu skattaeftirliti? Er skatt- rannsóknastjóri óvinsæll maður, verður hann til dæmis fyrir aðkasti opinberlega? „Eftir því sem við höfum skipu- lagt okkur betur þá fáum við stærri mál, og eftir því sem málin eru stærri þá verða viðbrögð eigehda fyrirtækja, endurskoðenda og lög- I„ Velflest mál eru vegna söluskattssvika, enda oftast einfaldara að skoða þau en til dœmis tekjuskattssvik. “ manna þeirra harðari. Það er tekið stífara á af okkar hálfu og enn- fremur af þeirra. Ég hef nú ekki orðið fyrir neinu aðkasti en þetta er ekki starf fyrir þá sem vilja öðl- ast vinsældir." — Þú nefndir áðan að reynt væri að hafa skattalögin réttmæt, en oft virðast menn komast misjafn- lega frá sköttum sínum, án þess að um skattsvik sé að ræða. Ef þú mættir breyta lögunum, hvar mynd- ir þú bera niður? „Það er rétt að í skattalögunum eru ýmsar smugur og holur, sem oft er deilt um, að hve miklu leyti er réttmætt. Það má finna ýmislegt í lögunum, sem eru að stofni til frá 1978, sem mætti breyta að feng- inni reynslu. Ég nefni til dæmis ákaflega hæpnar reglur sem lúta að lánum hlutafélaga eða annarra félaga til starfsmanna eða eigenda. Við höfum dæmi um að hlutafélög, sem eru kannski að meginhluta til í eigu sama aðila eða fjölskyldu, láni starfsmanni, sem þá jafnframt er eigandi, peninga í stað þess að borga honum mannsæmandi laun. Þetta er mjög hentugt bæði fyrir fyrirtækin og eigendur þess. Þetta eru ekki skattsvik, en menn koma þarna út með svo til enga skatta, launalausir og með háar skuldir, ekki satt? Þarna er oft um að ræða forstjórana með vinnukonuútsvörin, sem almenningi er tíðrætt um og enginn skilur hvemig fara að því að lifa eins og þeir gera á lúsarlaun- um samkvæmt skattaskýslu. Þessu þarf að breyta og það er víðar pott- ur brotinn í skattalögunum.“ Áreiðanlega arðbær- asta fjárfestingin í ríkiskerfinu Stjómmálamönnum hefur verið tíðrætt um skattsvik og sérstaklega hafa skattsvik verið nefnd, þegar gat myndast á fjárlögum. Garðar sagði þetta ekkert einsdæmi, Danir hefðu t.d. í svonefndum skatta- pakka frá sl. vetri gert ráð fyrir tekjuauka að upphæð 800 millj. danskar krónur með auknu og hertu skattaeftirliti. Eins og fram hefur komið hafa hérlend stjómvöld eflt embætti skattrannsóknastjóra á síðustu árum með flölgun starfs- manna. Garðar sagði réttilega, að miðað við árangur væri þetta áreið- anlega arðbærasta fjárfesting sem gerð hefði verið í ríkiskerfmu. Hann var spurður, hvort hann teldi að ná mætti enn betri árangir með frekari eflingu embættisins. Hann sagði að bættur og aukinn tölvu- búnaður myndi líklega koma að bestum notum. Embættið hefði flár- fest á síðasta ári í smátölvum sem komið hefðu að mjög góðum notum, ein slík þyrfti að vera á hvem starfsmann. Hvað varðar §ölgun starfsmanna sagðist hann telja meira áríðandi að núverandi starfs- menn fengju mannsæmandi laun, þannig að embættinu héldist á góð- um mönnum. Hann sagði: „Þetta eru erfíð störf og lýjandi og laun „Alvarlegt að svíkja stórar upphœÖir undan skatti ogþað er alvarlegt þegar þaðergertaf sannanlegum ásetningi. Ásetningur og vilji til aÖ svíkja undan skatti skipta verulegu máli. “ ættu að vera í samræmi við það.“ Þess má geta, að Garðar Valdi- marsson er kvæntur og á þijú börn. Af starfs- og menntaferli má nefna, að hann varð stúdent frá Verslunar- skóla íslands árið 1966 og lög- fræðingur frá Háskola Islands 1972. Lagði stund á framhaldsnám í skattarétti við Kaupmannahafnar- háskóla 1974-1976, síðara náms- árið sem styrkþegi Nordiska Skattevetenskapliga Forsikn- ingsrádet. Þá starfaði hann með- fram endurskoðunamámi hjá Ragnari Ólafssyni hæstaréttalög- manni á áranum 1966 til 1972. Löggiltur endurskoðandi varð hann 1. apríl 1975 og var skipaður skatt- rannsóknastjóri 1. október 1976, eins og fyrr segir. Auk þessa hefur hann átt sæti í fjölmörgum nefndum og starfshópum á vegum hins opin- bera, sem unnið hafa að skattamál- um. Við Háskóla íslands hefur hann einnig starfað sem stundakennari í skattarétti. Mun beita mér fyrir eflingu skattaeftirlits Garðar var í lokin spurður, hvem- ig hann liti hið nýja starf, embætti ríkisskattstjóra. Hann kvaðst líta það björtum augum. Aftur á móti væri það starf meira í föstum skorð- um, ákveðnara fari, en fyrra starf. Embætti skattrannsóknastjóra hefði gefíð möguleika á frumkvæði og mótun. Hann taldi þó að margt af því sem hann hefði fengist við í því embætti kæmi til með að nýtast sér í hinu nýja starfi. „Þrátt fyrir að ég skipti um starf hef ég mikinn áhuga á skattaeftirliti. Ég mun því beita mér til þess að efla það á öll- um sviðum," sagði Garðar Valdi- marsson ríkisskattstjóri að lokum. Viðtal: FRÍÐA PROPPÉ Ljósmyndir: EINAR FALUR Þessi glæsilegi Audi 10OGT 5TS árg. 1981 með öllu er til sölu. Ath.: getum útvegað vel með farna bíla á góðu verði frá Þýskalandi. HUSGAGNA- RÝMINGARSÖLUNNI LÝKUR Á ÞRIÐJUDAGINN 15—60% afsláttur Mikið úrval af húsgögnum: Sófasett — stakir sófar — skápar — sófaborð — borðstofusett — eldhússett Athugið að nú er hægt að gera einstaklega góð kaup á ódýrum sófasettum. Lítið í gluggana um helgina. ILJI Bláskógar ÁRMÚLA 8 105 REYKJAVÍK FLUGMÁLASTJÓRN Nám í jlugumferðarstjórn Flugumferðarstjórn hyggst taka nokkra nemendur til náms í flugumferðarstjórn í byijun árs. Skilyrði fyrir inntöku og námi í flugumferðarstjórn er, að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi, tali skýrt mál, riti greinilega hönd, hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu og fullnægi tilskyldum heilbrigðiskröfum. Miðað er við, að umsækjendur séu á aldrinum 22—30 ára. Námið fer að mestu leyti fram við erlendar mennta- stofnanir og að hluta sem starfsþjálfun á vinnustöð- um hérlendis. Þeir sem áhuga hafa á slíku námi og starfa vilja við flugumferðarstjórn sæki umsóknargögn, útfylli umsóknareyðublað og skili ásamt staðfestu stúd- entsprófsskírteini og sakarvottorði til flugmála- stjórnar á Reykjavíkurflugvelli fyrir 25. ágúst nk. Umsóknargögn liggja frammi á afgreiðslu flug- málastjórnar á 1. hæð í flugturninum á Reykjavík- urflugvelli. 16. júli 1986, Flugmálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.