Morgunblaðið - 27.07.1986, Side 3

Morgunblaðið - 27.07.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986 Helmingí fleiri bílar en ífyrra ALLS hafa verið fluttar inn 7.251 bifreiðir á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við 3.590 bifreiðir á sama tíma f fyrra. í ár voru fluttar inn 6.884 bensínbifreiðir og 367 dieselbif- reiðir, en í fyrra voru bifreiðir með bensínhreyfli 2.693 og 168 með dieselhreyfli. Af bensínbifreiðum þessa árs voru 6.343 nýjar fólksbifreiðir, 362 notaðar, 115 nýjar sendibif- reiðir og 1 notaður sendibíll. Nýjar vörubifreiðir voru 51 og 3 notaðar og annars konar nýjar bifreiðir voru innfluttar 9 talsins. í fyrra voru hinsvegar 2.693 nýjar fólks- bifreiðir fluttar inn með bensín- hreyfli, 219 notaðar, nýjar sendibifreiðir 173 og 10 notaðar, 50 nýjar sendibifreiðir og 14 not- aðar og 6 annars konar bifreiðir. Grundarfjörður 200 ára: Islandsmótið í skák haldið á Grundarfirði Grundarfjörður er einn þeirra staða sem þann 18. ágúst teljast eiga 200 ára afmæli, en þann dag árið 1786 voru stofnaðir 6 kaup- staðir á íslandi. Morgunblaðið hafði samband við Áma Emilsson á Grundarfírði og spurðist fyrir um það hvort Grund- fírðingar myndu halda hátíðlegt afmæli staðarins. Ámi sagði að ýmislegt yrði gert til að minnast þess. íslandsmótið í skák yrði hald- ið á Gmndarfírði af þessu tilefni, sett yrði upp viku sýning þar sem hægt verður að skoða gömul hand- rit, verslunarskjöl og gamla muni. Þá sagði Ámi að Grundarfjarðar- kirkja ætti um þessar mundir 20 ára vígsluafmæli og upp á það yrði einnig haldið. Hvað íslandsmótið í skák varðar, sem haldið verður í byijun septem- ber, sagði Ámi að gert væri ráð fyrir að það yrði mjög sterkt mót sem flestir fslensku stórmeistar- anna myndu taka þátt í. Tveir efstu menn mótsins fá sjálfkrafa rétt til að fara á Óiympíumótið í haust og með þátttöku í mótinu vinna menn sér rétt til að taka þátt í svæðamót- inu sem er fyrsti áfangi heimsmeist- aramótsins í skák. „Af þessum ástæðum verður þetta iíklega sterk- ara ísiandsmót en haldið hefur verið lengi," sagði Ámi Emilsson á Grundarfírði. rs juglýsinga- síminn er 2 24 80 Góðar heimtur hjá Lárósi Hjá Jóni Sveinssyni í laxeldisstöð- inni Lárós á Snæfellsnesi eru nú komnir á land rúmlega 2.000 lax- ar. Þetta er meira en allt árið í fyrra og kemur það á óvart bæði hversu snemma laxinn er á ferð- 'nni og hversu góðar heimtur eru. a myndinni má sjá þá Jón Sveins- son stöðvarstjóra og son hans Ama Pál með nokkra myndarlaxa úr stöðinni. MorRunblaðið/Bœring Cecilsson — Sumarauki í sólarlöndum Ennþá ertækifæri að byggja sig upp fyrir skammdegið og veturinn. Þriggja viknaferðtil ALG ARVE með viðkomu í London í eina nótt á heimleið. Ítalía og Austurríki Portúgal 28. ágúst 25. september Tvegja vikna dvöl í LIGN ANO, og þú getur bætt við aukaviku í ZELL AM SEE, draumastaðnum í austurrísku Ölpunum. LONDON HEIMSMEISTARA- EINVÍGIÐ í SKÁK 1986 Heimsmeistaraeinvígið hefst 28. júlí í London. Á meðan það stendur yfir, býður Útsýn hagkvæmar vikuferðir í samráði við American Express, sem sér um miðasölu einvígisins. Brottför er á mánudögum. Verð frá 24.180 miðað við gistingu á góðu ferðamannahóteli. Innifalið er flug, gisting með morgunverði, hálfs dags kynnisferð um London og frátek- ið sæti keppnisdagana. Útvegum miða á einstakar skákir. Lendið ekki í tíma- hraki. ÞÚÁTT LEIK Costa del Sol 2.október Ódýrferð Í3 vikur. Costa del Sol 25. september Dvöl í 1 — 2 — 3 og 4 vik- ur. Heim um London eftir 2 eða 3 vikur. Drífðu þig áður en það verður um seinan, og vertu sólarmegin í lífinu í ár. Viðskiptaferð Skemmtiferð Skákferð Allt í einni ferð Ferúaskrifstofan UTSÝN BMMW_______, mSSOm umEmmSZ Representatræ Austustræti 17, sími 26611.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.