Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986 29 fyrr, þegar hjónabandið byggðist að miklu leyti á fjárhagslegri sam: einingu. Hlutverkin voru gefin. í dag byggist hjónabandið fyrst og fremst á tilfinningalegum áhuga. Kvennabaráttan hefur náð tökum á nýrri stöðu. Konur eru orðnar sjálf- stæðari, geta framfleytt sjálfum sér og eru því ekki lengur háðar mönn- um sínum að því leyti. En þær gera aðrar kröfur. Karlmenn eru orðnir á eftir í þfessari þróun. Og það eru enn kröf- ur af hálfu samfélagsins, sem ýta undir gömlu karlmannsímyndina. Menn eiga að standa sig, þéna mik- ið og á þann hátt halda fjölskyld- unni saman. Tilfinningaleg hlið málsins er þeim ekki eins nærtæk og konum. Konur taka gjarna hjónabandið til umræðu útfrá til- fínningalegum sjónarmiðum. Karlmenn hafa staðið fyrir utan þessa umræðu og þeir líta fremur á hjónabandið sem skynsamlegan og hagkvæman lífsstíl. Þeim finnst öryggi í því að eiga konu sér við hlið, en þeir eiga erfítt með að skilja tilfínningamál konunnar. Karlmenn virðast hafa meiru að tapa við skilnað. Konan er yfirleitt betur undirbúin vegna þess að hún setur alltaf fleiri spumingar við til- fínningasambandið. Líklega er erfíðara að halda sam- böndum og hjónaböndum sem byggjast á tilfínningalegum áhuga, feins og nú er raunin, heldur en þeim sem byggðust á gamla grund- vellinum. Bæði vegna þess að það gerir aðrar kröfur til fólks og svo vegna þess að fólk þróast oft í ólík- ar áttir. Þá getur afleiðingin verið skilnaður. En það þarf ekki að vera. Geri fólk sér grein fyrir að það er að vaxa hvort frá öðru, meðan því enn þykir vænt hvoru um annað, þá tekur það oft upp þá baráttu sem þarf til að viðhalda hjónabandinu. Ég held að sú barátta sé æði al- geng. Þá er árangurinn háður því að fólk sé fúst til að leggja það á sig að taka tillit hvort til annars og laga sig hvort að öðru þannig að þróunin verði sameiginleg. Getur fólk lifað saman hversu ólíka lífs- skoðun sem það hefur? Geri maður sér grein fyrir að um mjög ólíka lífsskoðun sé að ræða, getur það sjálfsagt leitt til skilnað- ar. En það em líka mörg dæmi þess að fólk lifí saman í hjónabandi þrátt fyrir ólíkar lífsskoðanir. En auðvitað getur það skapað vanda- mál. Við getum tekið einfalt dæmi eins og það þegar hjón em að lýsa ferðalagi sem þau hafa farið í sam- an. Lýsing á sama atriði er gjörólík, ef til vill vegna þess að einn aðilinn sá en hinn fann. Einn talar um I áþreifanlega hluti en hinn um stemmningar. Bara þetta getur valdið gríðarlegum árekstmm. Ólíkar lífsskoðanir koma líka fram í því sem fólk tekur sér fyrir hendur dagsdaglega. Og í því hvaða áhugamá) það velur sér. En ég held að hin raunvemlega sanna lífsskoð- un einstaklinganna komi aldrei skýrara fram en einmitt þegar böm- in koma til sögunnar. Og þá kemur vald hefðarinnar líka í ljós. Afstaða til bamanna er oft kynbundin. Ég held það sé mjög algengt að karl- maður finni til afbrýðisemi vegna barna, sem honum fínnst fá alla athygli móðurinnar. En slíkt tala menn helst ekki um. Afbrýðisemi er viðurkennd tilfínning, eigi kona manns stefnumót við aðra menn, en afbrýðisemi vegna bama er bönnuð tilfínning. Þó er ekkert eðli- legra. Það em mörg atvik í hvers- dagslífinu sem verða til þess að öðm foreldrinu finnst barnið eiga alla athygli hins og það sjálft verða útundan. Að lifa saman í tilfínningasam- bandi er erfíð jafnvægislist. Margar hindranir þarf að yfirstíga. Ég held það sé mikilvægt að fólk átti sig á í hvetju það á samleið og læri að virða hitt, sem skilur það að. Hverjir leita ekki hingað? Karlmannsímyndin gamla er enn ríkjandi í hugum fólks og þá einkum karlmanna. Maðurinn sem er sjálf- um sér nægur og sem getur leyst úr öllum hlutum af sjálfsdáðum. Hinn þögli sterki karlmaður, sem ber harm sinn í hljóði og ferðast einn og stoltur á fáki sínum í átt til sólarlagsins. Sú ímynd lifír enn. Þeir karlmenn sem byggja sjálfs- mynd sína á þessari ímynd reyna oft að yfirstíga djúpa tilfínninga- lega kreppu með því að yfírgefa allt. Víst kemur það fyrir að þeir menn leiti hingað. „Ég bara fór,“ segja þeir. Hafa kannski látið kon- unni eftir allt sem tilheyrði fjöl- skyldunni, til að sýna henni að hún væri þeim þess virði. En þeirra eig- in sjálfsmynd fer í mola. Þeim sem tekst að fínna sameig- inlegan umræðugrundvöll og ræða út um vandamálin, þeir koma ekki hingað. Ekki þeir sem hafa mögu- leika á að leysa vandamálin á annan hátt. Fólk verður kannski sammála um að þau séu leysanleg og reynir að fínna leiðir til að nálgast hvort annað gegnum þá lausn sem það velur og sambandið heldur lífi. Eíða þá að niðurstaðan er: Við erum svo ólík að við skulum bara horfast í augu við það og skilja. Fólk skilur þá ef til vill með fullri virðingu hvort fyrir öðru, getur komið sér saman um hlutina og þarf ekki á utanaðkomandi hjálp að halda, séu báðir aðilar sáttir. BATUR 20 feta Vitra norskur orginal frá verksmiöjunum. I lalstöd VHS, 1 talstöð CB, 1 dýptartruelir, 1 kompás, 1 utanborösm. 75 hö Evin- rut, I hensintank. 25.1., bólstraöur, svefnaöst. f. 4—5, vaskur, eldavél. yfirbreiösia, vagn — einnar hásingar, norskt kaffœris- skírteini, anker, björgunarvesti. Upptýsingar í síma 91-622830. FINNSKAR BÓMULLAR- DRAGTIR Jakkar kr. 3.860,00 Pils kr. 2.640,00 Buxur kr. 2.700,00 Litir: rautt, grænt, svart, brúnt. Stærðir: 34—48 v/Laugaiæk, sími 33755. GÆÐINGARNIR FRA MITSUBISHI 1987 ERU AÐ KOMA og hafa aldrei verið betri Laugavegi 170-172 Simi 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.