Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 31
MÓRGUNBLAblÐ,' átJNNlÍb'ÁGllfR/2l7 .:<JÚLÍ’lfe6 'Sl John D. Ehrlichman Mér líkar þetta líf betur þegar ég get hætt vinnu klukkan 1.30 síðdegis," segir fyrrum aðal- ráðgjafí Nixons forseta í innan- landsmálum um núverandi starf sitt sem rithöfundur. Ehrlich- man er 61 árs og hefur nýlega sent frá sér enn eina skáldsöguna, „The China Card“, sem fjall- ar um njósnara í starfs- liði Nixons forseta. Simon & Shuster út- gáfufélagið gefur bókina út og í auglýsingum á bók- inni er lögð áherzla á þekkingu höfundar á gangi mála í Washing- ton. Söguþráðurinn minnir nokkuð á mál Larry Wu-Tai Chin, sem ný- lega var dæmdur fyrir njósnir, en Ehrlichman segist ekkert hafa um það mál vitað fyrr en skýrt var frá því í fréttum í nóvember í fyrra. John Ehrlichman hefur látið sér vaxa skegg og hann gengur sport- lega klæddur eins og vinstrisinnað- ur háskólamaður. Hann fæddist í Washington-ríki og var eitt sinn starfandi lögfræðingur í Seattle. Nú býr hann við rólega götu í Santa Fe í New Mexico. Þangað leitaði hann að eigin sögn eftir 18 mánaða fangelsisvist vegna þess að hann vildi fá næði til að skrifa. Fyrsta bók Ehrlichmans var „The Company" (1976), skáldsaga um leyniþjónustuna Central Intellig- ence Agency. Bókin seldist í meira en milljón eintökum og eftir henni voru gerðir framhaldsþættir fyrir sjónvarp. Næst kom „The Whole Truth", skáldsaga með sögusvið í Hvíta húsinu sem seldist ekki of vel. Þá komu endurminningar hans „Witness to Power", sem kjörin var bók mánaðarins hjá Book-of-the- Month Club. Book-of-the-Month Club hefur einnig áhuga á nýju bókinni, „The China Card“, sem prentuð verður í 90 þúsund eintök- um í fyrstu útgáfu. Ehrlichman er nú kvæntur seinni konu sinni, hönnuðinum christy McLaurine, og eiga þau fimm ára son, Michael. (Ehrlichman á fimm böm úr fyrra hjónabandi.) Hann er þegar farinn að segja Michael frá Watergate. „Hann veit að ég starfaði fyrir Hvíta húsið, að ég lenti í vandræð- um og að forsetinn lenti í vandræð- um,“ segir Ehrilchman. Þótt hann haldi sambandi við suma fyrri sam- starfsmenn sína, þar á meðal við Haldeman, hefur hann ekkert sam- band við Nixon. En fyrri tengsl hans við Nixon komu honum að góðum notum þegar hann var að kynna sér baksvið nýju bókarinnar. Það auðveldaði honum mjög að fá heimild frá Peking til að ferðast víðsvegar um Kína, segir hann. Auk þess sem hann hefur skrifað nokkrar bækur flytur Ehrlichman fyrirlestra, veitir ráðgjöf og skrifar greinar í tímarit. Hann vildi ekki skýra frá tekjum sínum, en sagði þó: „Peningalega gengur okkur miklu betur en þegar ég var í Wash- ington.“ G. Gordon Liddy Gordon Liddy, fyrrum lögfræð- ingur, starfsmaður FBI, ráðunautur í Hvíta húsinu og ráð- gjafí fjáröflunarnefndar kosninga- sjóðs Nixons - býr til skiptis f húsi sínu í Scottsdale, Arizona, eða í stóru einbýlishúsi sem hann á við bakka Potomac-árinnar skammt frá Washing- ton. Aðaltekjur sínar hef- ur hann af fyrirlestra- haldi. Hann flytur um 60 fyrirlestra á ári og fyrir hvem þeirra segist hann fá á bilinu 4.000 til 8.000 dollara. Auk þess á Liddy fyrirtækið G. Gordon Liddy & Associates, sem annast öryggis- gæzlu í bönkum, vemdar fyrirtæki gegn iðnaðamjósnum og þjálfar stjómendur í vömum gegn hryðju- verkamönnum. Hann er einnig að skrifa njósna- og spennusögu (hann hefur þegar sent frá sér eina bók, „Will“, sem náði góðri sölu), og hann langar til að verða leikari. Hann á nú í samningum við Wam- er Brothers-kvikmyndafélagið um að leika stórt hlutverk heróínsmyg!- ara í mynd þar sem Mel Gibson leikur aðalhlutverkið. Private Investigation, sem opnaði með fyrsta þriggja vikna námskeið- inu í Miami 14. júlí sl. Liddy segir að 56 manns hafí skráð sig á nám- skeiðið, sem hvert er takmarkað við 25 þátt- takendur og kostar 2.700 dollara á mann. Meðal kennslugreina em viðbrögð við gísla- töku, meðferð sprengi- efna og sprengja og aðgerðir gegn innbrot- um. Hinsvegar er það svo Hurricane Force, sem er sveit 10 Israelsmanna, Kúbubúa og Breta, sem er reiðubúin til að „fá ástvin þinn lausan" hafi honum eða henni verið rænt. Hópurinn hefur engin verkefni fengið enn sem komið er. Einn kosturinn við Watergate, segir Liddy, er að bömin hans fímm hafa vanizt því að vera í sviðsljós- inu. Öll vom þau til dæmis talsmenn bekkja sinna í skóla. „Bömin mín vöndust á að vera í samtalsþáttum hjá Mike Wallace og Barbara Walt- ers,“ segir hann. „Svo það er ekkert mál fyrir þau að flytja ræður á stúd- entafímdum." Liddy, sem er 55 ára og var einn fimmmenninganna sem bmtust inn í Watergate og sat fímm ár í fang- elsi, hefur þegar leikið eitt bófahlut- verk, en það var í einum þætti „Miami Vice“-framhaldsþáttanna í sjónvarpi. „Ef til vill vom það fyrri afbrot hans sem sannfærðu mig um að hann yrði frábær þorpari,“ sagði Bonnie Timmermann, sem ræður hlutverkaskipan í framhaldsþáttun- um. „En ég hafði ekki hugsað út í það.“ Hún segir að Liddy hafí leik- ið mjög vel, hann hafí verið „mjög þorparalegur". Og hún ætlar að fá hann í fleiri hlutverk síðar. Nú á undanfömum vikum hefur öryggisfyrirtæki Liddys tekið upp tvennskonar nýja þjónustu. Annars- vegar er það G. Gordon Liddy Academy of Corporate Security and Egil Krogh Bud“ Krogh, sem stjórnaði hópnum sem brauzt inn í Wat- ergate og var sviptur réttindum til að stunda lögfræðistörf, barðist fyrir því að endurheimta réttindin og vann loks málið fyrir hæstarétti Washingtonríkis. Árið 1980 hóf hann svo lögfræðistörf á ný hjá virtu lögfræðifyrirtæki í Seattle, þar sem hann býr nú. Krogh er 46 ára og sat í fjóra mánuði í fangelsi vegna Watergate áður en hann sneri sér að því að endurheimta lögfræðiréttindin. Fyrir tveimur ámm varð hann meðeigandi í lög- fræðifyrirtækinu, og meðal við- skiptavina hans em þekkt opinber H.R. Haldeman MR. Haldeman er 59 ára og virðist hlédrægur og ófram- færinn. Hann er ekki lengur burstaklippti agameistarinn sem hafði eftirlit með því hverjir gengu á fund Nixons. Haldeman er nú hárprúðari og fram- koma hans alúðlegri. Haldeman var áður starfsmannastjóri Hvíta hússins og býr nú í stóm einbýlishúsi í broddborgarahverfi í Santa Barbara norð- austan við Los Angeles. Hann og Jo, kona hans, stunda útreiðar á sérstökum reiðgötum hverfísins eða á ströndinni sem er skammt undan. Áður en hann Haldeman störf í Hvíta húsinu var hann stjómandi auglýsingaskrifstofu, en stundar nú þrenns konar viðskipti: hann rekur fasteignakaup og sölu í suðurhémð- um Kalifomíu og stofnaði fyrir ári fyrirtækið Wedgewood Investment Corporation í þeim tilgangi; hann er meðeigandi í níu Sizzler Steak House-veitingahúsum á Flórída, og hann er viðskiptaráðunautur hjá David H. Murdock Development Company í Los Angeles þar sem hann var fastur starfsmaður þar til fyrir sjö mánuðum að hann fluttist til Santa Barbara. Murdock, sem er auðugur fjár- málamaður og á fjölda fasteigna, John W. Dean John Dean fyrmm ráðgjafí for- setans býr nú í Los Angeles með Maureen konu sinni og rekur þar fjárfestingafyrirtæki. Hann segir að eftirspurnin eftir þjónustu fyrirtækisins sé meiri en hann fái annað. Dean er 47 ára og gerir lítið af því að flíka sjálfum sér í Los Angel- es, þar sem margir lögfræðingar og íjár- málamenn hafa aldrei heyrt getið um fyrir- tæki hans, Westem Mercantile Services. Hann lét loks til leiðast að ræða stuttlega við blaðamann frá New York Times eftir fjölda upphringinga. „Ég vil aðeins fá að vinna að mínum málum hávaða- laust og fá að vera í friði,“ sagði hann. John Dean vakti feikilega athygli þegar hann mætti hjá rann- sóknamefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings vegna Watergate-málsins árið 1973 og hélt því fram að Nixon forseti hefði um margra mánaða skeið reynt að kæfa Watergate-málið. Fyrir aðild sína að málinu sat Dean fjóra mán- uði í fangelsi og var sviptur lög- fræðiréttindum. Eftir afplánun fangelsisdómsins hafði hann góðar tekjur af fyrirlestrahaldi, frétta- skýringum í útvarpi og af endur- minningabók um Watergate sem hann nefndi „Blind Ambition". Fyrir um sjö ámm hóf hann að stunda fjárfestingaráðgjöf og þjón- réð Haldeman til sín sem aðstoðar- forstjóra árið 1979, sjö mánuðum eftir að Haldeman var látinn laus eftir átján mánaða fangelsisvist. Hjá Murdock var Haldeman meðal ann- ars forstjóri Murdock Hotels-deildarinnar sem byggir og rekur hótel á borð við Hay- Adams-hótelið í Was- hington. Áður en hann hóf störf hjá Murdock hafði Haldeman haft miklar tekjur af sölu bókarinnar „The Ends of Power“ sem hann skrifaði um reynslu sína frá Watergate, en sú bók komst í efsta sæti á listanum yfír mest seldu bækur í Banda- ríkjunum. Hann sagðist ætla að skrifa aðra bók um árin í Washington og fjalla þar um fleira en Watergate-hneykslið. Hann skrifar á tölvu í gestahúsi sem er á lóð hans í Santa Barbara, en vinnu- stofa hans þar er skreytt skopteikn- ingum af stjómmálamönnum og ljósmyndum af fyrrverandi forset- um. Honum finnst ekki að reynslan frá Washington hafí haft nein bein áhrif á stöðu hans í dag, en bætir við: „Menn eiga ekki í neinum erfið- leikum með að muna nafn mitt. Ég býst við að það sé til bóta.“ ustu í Los Angeles, og árið 1984 stofnaði hann ásamt þremur öðrum fyrirtækið Westem Mercantile Services. Ekki vill hann gefa upp nöfn meðeigenda sinna- né nöfn við- skiptavina. Fyrirtækið annast meðal annars útvegun rekstrarlána til fyrirtækja, hefur milli- göngu um samrana fyrirtækja, undirbýr stofnun og stækkun þeirra og veitir margs- konar fjárhagsráðgjöf. „Við auglýsum aldrei, og okkur hefur aldrei skort viðfangsefni," segir Dean. Það óorð sem hann fékk á sig á Watergate-árunum hefur ekki skaðað hann. „Að því er ég bezt veit hefur það aldrei verið mér neikvætt." Maureen Dean er sammála. „Ég held það sé ríkjandi skoðun að al- menningur sé farinn að líta málið mildari augum," segir hún. Maur- een Dean er að vinna að nýrri bók, „Washington Wives", sem hún seg- ir að ákveðið hafí verið að gera úr nokkra framhaldsþætti fyrir sjón- varp. Undanfarin þijú ár hefur hún starfað sem verðbréfasali hjá fyrir- tæki í Los Angeles. Hún segir að Watergate hafí „á vissan hátt hjálp- að“. „Þegar ég hringi til að fá upplýsingar bregðast menn vel við af því þeir kannast við nafnið." E. Howard Hunt Howard Hunt er sá eini í Water- gate-hópnum sem heldur því fram að þetta hneykslismál hafí skemmt fyrir sér bæði hvað varðar störf og pen- inga. Hunt er 67 ára, var áður starfs- maður CLA, síðar ráðgjafí í Hvíta hús- inu, en aldrei mikill áhrifa- maður í því starfí. Hann sat í nærri þijú ár í fangelsi fyrir aðild sína að Watergate. Kona hans lést í flugslysi árið 1972 og hann varð fyrir líkamsárás meðan hann sat í fangelsi. Hunt býr nú í Miami í Flórída, en segist brátt ætla að flytjast til Guadalajara í Mexíkó, aðallega vegna þess að hann vill að börn hans úr síðara hjónabandi fái tækifæri til að læra spænsku. Meðan Hunt starfaði hjá CIA skrif- aði hann margar njósnasögur og hann hefur haldið ritstörfunum áfram. Nýjasta bók hans, „Cozu- mel“ er spennusaga um starfsmann í leyniþjónustu eityrlyfjaeftirlitsins með aðalstöðvar í Mexíkó sem ýmist er umvafinn örmum ungra kvenna eða hann er að hálf drepa eiturlyfja- smyglara. Áudrey Eisman auglýsingastjóri hjá Stein & Day, sem gefur út „Cozumel", segir, að Watergate hafí engann þátt átt í því að fyrir- tækið féllst á að gefa bókina út. Og hún telur ekki að hneykslið hafí nein áhrif á sölu bóka Hunts. Bækur hans era spennusögur og hafa selst vel. Hann hefur skrifað sex bækur eftir Watergate, og að minnst kosti þijár til viðbótar era í undirbúningi. Hann hefur einnig samið söng- leik um málaferlin í Rhode Island gegn Claus von Biilow, sem sakað- ur var um morð. Hann segir að handritinu hafí verið vel tekið og að fjársterkir aðilar séu reiðubúnir til að leggja fram allt að 4 milljón- ir dollara, sem nægi til að setja söngleikinn upp á Broadway, hugs- anlega í desember í ár. Þátt fyrir þetta segir hann að Watergate hafi spillt veralega fyrir framgangi sínum. „Eftir Watergate varð mjög erfitt að finna útgefanda," segir hann. „Það er talað um svartan lista á sjötta áratugnum — margir út- gefendur sögðust ekki koma nálægt Howard Hunt.“ Hann segir að eng- inn útgefandi hafí viljað sjá dagbók hans úr fangelsinu. „Þeir fijáls- lyndu era fyrstir til að vitna til málfrelsis, en þeir era einnig fyrst- ir til að skella á þig hurðinni." Auk ritstarfa stundar Hunt fyrirlestra- hald — til dæmis um hryðjuverka- starfsemi. Þegar á allt er litið lifír hann þægilegu lífi segir hann, en er þó ákveðinn í því að honum hafí vegnað betur fyrir Watergate. og einkafyrirtæki. „Við réðum hann vegna dugnaðar hans og gáfna og lögfræðikunnáttu,“ segir William L. Dwyer aðaleigandi lögfræðifyrir- tækisins, sem var lögfræðingur Kroghs í baráttu hans fyrir að fá á ný réttindi til að starfa sem lögfræðing- ur. „Við vorum allir sammála um að hann væri góður liðsmaður þótt hann hefði gert alvarlega skyssu sem hann hefði tekið út refs- ingu fyrir. Við voram reiðubúnir til að taka við honum vegna eigin verðleika hans; það hafa viðskipta- vinir okkar einnig gert.“ Fyrir Krogh, sem áður var ráð- gjafí Nixons forseta, eru gömlu tengslin við Hvíta húsið stundum gagnleg - til dæmis þegar hann aðstoðar fyrirtæki við að ná viðskiptasam- böndum í Kína. „Áður en ég fór til Kína í fyrsta sinn skrifaði Nix- on forseti bréf til að kynna mig,“ segir hann. „Það kom að mjög góðu gagni.“ Þar fyrir utan segir hann að reynslan úr Hvíta húsinu hafi haft lítið að segja, þótt tengsl hans við Watergate hafi getað orðið til þess að laða að nemendur í kennslu- stundir hans við lagadeild Golden Gate University í San Franciseo á síðari hluta áttunda áratugarins. Nú er hann því fegnastur að fá að vera í friði. „Það vekur ekki ýkja mikinn áhuga nú á dögum,“ segir hann um Watergate. „Þeir sem kannast við nafnið spyija ef til vill eitthvað á þá Ieið hvort ég hafi leikið hafnabolta með Cinneinnati Reds. Ég svara því þá bara neitandi og reyni að láta mál- ið niður falla."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.