Morgunblaðið - 27.07.1986, Page 47

Morgunblaðið - 27.07.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986 ~47 XJöföar til XX fólks í öllum starfsgreinum! VCI Öitíii IIIII i ytry 11 VENJULEG UTANHÚSSMÁLNING veitir takmarkaöa vörn. Til þess aö verja steinsteypu gegn veöri og vindum þarf utanhússmálning að vera slitgóð. Algeng þurrfilmu- þykkt er 40 - 60 micron og því þarf margar yfirferðir til að eitthvert gagn sé af. En einangrunin má ekki vera svo mikil að raki sem leitar út úr steypunni komist ekki leiðar sinnar. Þegar svo er komið telst málningin vera „lokuð“ og þannig er því farið með margar tegundir utanhúss- málningar. STEINSÍLAN, silikon-málning, skarar fram úr að öllu leyti. STEINSÍLAN er vatnsfælin málning með óvenju- mikla þurrfilmuþykkt (150-225 micron/umferð) en sér- stakir silikon-eiginleikar STEINSÍLAN gera það að verk- um að málningin helst „opin“ þrátt fyrir mikla einangrun. STEINSÍLAN er þar að auki vatnsþynnanleg, og með- færilegri að öllu leyti. Engin venjuleg málning það! SJippféiagid t Reykjavik hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Simi84255 Ef vamarliðið vantar kjöt... eftir Björn Friðfinnsson Herferðin gegn hvalveiðum, sem hófst fyrir rúmum áratug er nú að bera tilætlaðan árangur. Hvalveiðar virðast nú um það bil að leggjast af nema í Bandaríkjunum, þar sem tugþúsundir höfrunga eru veiddir árlega án þess að hirt sé af þeim kjötið. Upphaflega var herferðin rekin undir fána umhverfísvemdar. Nauðsynlegt væri að bjarga hvaln- um frá útrýmingu. Það kann að hafa átt við sérstakar aðstæður, þegar hvalir hnappast saman á litlu svæði og verða veiðimönnum því auðveld bráð. Hér í Norður-Atlants- hafi eiga þessi rök ekki við. Hafíð er stórt og veiðidýrin dreifð og þeir sem starfað hafa við hvalveiðar hér á landi vita hvað lítill hluti veiðist árlega af þeim hvalahjörðum, sem halda sig vestur af landinu á sumr- in. Veiðar á stórhvölum hafa verið takmarkaðar hér við land frá árinu 1948 og veiðitölur sýna bezt, að ekki hefur verið gengið á stofninn. Veiðin hefur ekki farið minnkandi þrátt fyrir stöðugar hvalveiðar á vegum Hvals hf. um 38 ára skeið. Sama er að segja um hrefnuveið- ar. Hrefnuveiðar hafa verið stund- aðar hér lengi, en enginn hefur sýnt fram á, að með þeim hafi ver- ið gengið á hrefnustofninn. En þegar umhverfisrökin dugðu ekki Greenpeace-samtökunum, tóku þau að höfða til dýravemdun- arraka. Ekki mætti drepa jafn skynsöm dýr og hvali og ómannúð- legt væri að deyða þau með sprengi- skutli. Þetta hlaut góðan hljómgmnn hjá gæludýraeigendum stórborganna, sem sjálfsögðu telja að ekki megi deyða dýr öðmvísi en svæfa þau. Sprengikúlur má bara framleiða til nota á mannfólkið. í Bandaríkjunum hófu menn bréfa- skriftir í stómm stíl til þingmanna sinna og afleiðingin er sú lagasetn- ing, sem íjallað hefur verið um í fréttum að undanfömp, en hún er gmndvöllur þess að Bandaríkja- menn neyða nú Japani til þess að hætta kaupum á hvalafurðum frá íslendingum. Auk þess telja bandarísk stjómvöld að afurðir þeirra hvala sem veiddar em í vísindalegum tilgangi hérlendis verði að nota innanlands, án tillits til þess hvort þjóðin er fjölmenn eða fámenn. Þau em reyndar andvíg veiðum í þeim tilgangi og hafa tak- markaðan skilning á þeirri stað- reynd að til þess að rannsaka hvali þarf að veiða þá. En víkjum aftur að umhverfís- vemd. Hvaiveiðar íslendinga hafa verið hluti af nýtingu okkar á auð- lindum hafsins. Með hvalveiðum nýtum við hiuta af því lífríki, sem myndast vegna samspils strauma og sólarorku í hafinu umhverfis landið. Hvalfriðun þýðir fjölgun hvala og aukna samkeppni þeirra um fæðu við aðrar dýrategundir sem við nýtum. Ef hætt er hvalveið- um hér við land tapast ekki einungis sú atvinna og verðmætasköpun sem þeim fylgir, heldur mun afrakstur af öðmm veiðum hér við land einn- ig minnka. Bandaríkjamenn beita nú banda- rískum lögum til að hlutast til um hvort við Islendingar veiðum hvali eða ekki. Stórveldum hættir til þess að fá rangar hugmyndir um gildis- svið laga sinna og siða og telja að það nái út fyrir landamærin. Á síðasta vetri urðu hins vegar nokkrar umræður um það, hvort íslensk lög giltu alls staðar innan íslenskra landamæra. Þannig er mál með vexti að stjómvöld og vísindastofnanir hér á landi hafa komist að þeirri niður- stöðu að innflutningur á ósoðnu kjötmeti sé jafnt mönnum sem bú- smala hættulegur. Innflutningur á hráu kjöti hefur því lengi verið bannaður og hinar stórhættulegu dönsku spægipylsur hafa verið gerðar upptækar við tollskoðun í tugþúsundavís. Þanig hefur íslend- ingum verið hlíft við mikilli hættu. Nú komu fram skoðanir þess efn- is, að hlífa yrði öllum þeim, sem í landinu búa þ.m.t. bandarískum þegnum á Keflavíkurflugvelli við þessari hættu og að heilbrigðisregl- ur hlut að ná til iandsins alls. Þessu var um síðir hafnað af nefnd fróðra manna sem taldi að með milliríkja- samningi þess efnis að Bandaríkja- stjóm megi flytja hingað vistir væm heilbrigðisákvæðin felld úr gildi, hvað þá snertir. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega óviðunandi „Einmitt sökum þess að Bandaríkjamenn hafa nú lokað Japansmark- aðnum fyrir hvalkjöt eignm við nú nógar birgðir af því til þess að selja varnarliðinu o g skylduliði þess.“ Bjöm Friðfinnsson ákvæðum og við njótum sjálfir. Því ber að taka af skarið með ótví- ræðum ákvæðum í heilbrigðislög- gjöf, þess efnis að hún taki til landsins alls og landhelgi. Bandarísk stjórnvöld munu væntanlega segja, að það verði erf- itt fyrir sitt fólk að fá ekki hormónaríkt nautakjöt og kalkúna að vestan. En því er til að svara að það er fleira matur en kjöt. Og ef þeir skyldu verða leiðir á kom- flögum og káli, þá er hægt að fá hérlendis bæði fisk og kjöt. Meira segja er hægt að fá hér hvalkjöt, sem er alveg herramannsmatur og hann á mjög góðu verði. Einmitt sökum þess að Bandaríkjamenn hafa nú lokað Japansmarkaðnum fyrir hvalkjöt eigum við nú nógar birgir af því til þess að selja varnar- liðinu og skylduliði þess. niðurstaða. íslendingar em gestris- in þjóð og við hljótum að vernda gesti okkar með sömu heilbrigðis- Höfundur er formaður Sambands ísl. sveitarfélaga ogstarfaði við hvalveiðar í 13 vertíðir. Móðir mín, tengdamóðir og amma, JÓHANNA SVANHVÍT ÓLADÓTTIR, lést í Landspítalanum 21. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 23. þessa mánaðar kl. 10.30. Jón Helgason, Helgi Jónsson, Mike Fitzgerald, Patricia Bailey, Eygló Normann, Ronnie Fitzgerald, Vikie Shankin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.