Morgunblaðið - 27.07.1986, Síða 63

Morgunblaðið - 27.07.1986, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986 IÞROTTIR UNGLINGA Vorum ákveðnir í að vinna mótið um að kannski œtti ég mögu- leika,u sagði Georg sjálfur um þessa nafnbót. Georg hefur æft fótbolta frá því hann var 5 ára en þá var hann í knattspyrnuskóla. Árið eftir fór hann síðan að æfa með 6. flokki Víkings og hefur gert þaö síðan en hann er nú 10 ára. Um árangurinn á Pollamótinu sagði Georg: „Sigurinn í Polla- mótinu er besti árangurinn sem við höfum náð en í fyrra unnum viö haustmótið. Við vorum ákveðnir í að vinna Pollamótið, þjálfararnir voru búnir að segja við okkur að við gætum það al- veg. Erfiðasti leíkurinn var við KR. Fyrir leikinn bjóst ég við að hann yrði jafntefli en svo unnum við 2:1. Við æfðum vel fyrir mót- ið og það bar árangur." Næsta sumar mun Georg keppa í 5. flokki og sagði hann að það gæti orðið erfitt að fara að keppa á stórum velli en var þó ákveðinn í að láta slíka smá- muni ekki á sig fá og halda ótrauður áfram aö æfa og keppa í fótbolta. og Bjössi „Ég bjóst als ekki við þessu og varð ofboðslega hissa þegar þetta var tilkynnt," sagði Sig- urður Elvar Sigurðsson Víkingi um viðurkenningunna besti sóknarmaður A-liða á Pollamót- inu sem fóll honum f skaut. Sigurður sýndi mjög góða leiki á mótinu og skoraði mörg glæsi- leg mörk og í sjálfum úrslitaleikn- um skoraði hann „hat trick" sem er jú draumur allra sóknarmanna. Þrátt fyrir þetta vildi Sigurður ekki gera of mikið úr eigin ágæti en taldi að sigur Víkinga væri fyrst og fremst sigur liösheildar- Það kom fáum á óvart að I er mjög sterkur leikmaður sem Georg Ómarsson, Vfkingi skyldi er sívinnandi og ósérhlrfinn. „Ég verða valinn besti varnarmaður bjóst nú ekki við þessu en þeg- í A-flokki á Pollamótinu. Hann I ar við unnum KR fór ég að hugsa • Sigurður Elvar Sigurðsson Gaggi góður í vörninni frammi innar. „Viö spiluðum vel, mórall- inn er góður, svo höfum við æft vel og höfum frábæran þjálfara. I liðinu eru líka margir mjög góð- ir strákar, Goggi er mjög góður í vörninni og Bjössi frammi," sagöi hann til að undirstrika það. Sigurður var ánægður með mótiö og sagði að lið sitt hefði ekki tapað leik en KR-ingarnir hefðu veríð erfiðastir. Auk leikj- anna var strákunum boðið upp á ýmsar veitingar og ekki spiilti það gleði Sigurðar meö mótið sem hann á örugglega ekki eftir aö gleyma í bráö. Sverrir Þ. Viöarsson Morgunblaðlð/Börkur • „Kysstu hann Goggil" hrópuðu félagar Georgs þegar þeim þótti hann ekki sýna bikarnum nægilega virðingu þegar hann tók viö honum úr hendi skipherrans, Ágústs Jónssonar. Goggi lét ekki segja sér þetta tvisvar og líkt og Maradona rak hann blkamum rembings- koss. Reyndum alltaf að spila boltanum KR-ingurinn Sverrir Þ. Viðars- son var kosinn besti sóknar- maöur B-liða á Pollamótinu og getur hann verið ánægður með mótiö þvf auk viðurkenningar- innar bar lið hans sigur úr býtum f B-liöa keppninni. „Við reyndum alltaf að spila boltanum og þess vegna held ég að okkur hafi gengið svona vel. Annars ;var erfiðasti leikurinn í mótinu á móti UBK í undan- keppninni en hann endaði með jafntefli, 2:2," sagði Sverrir til skýríngar á þessum góða ár- angri. Sverrir var ao vonum ánægður með gengiö í fótboltanum og sagðist ákveöinn í að halda áfram að stunda þá íþrótt, at- vinnumennska værí takmarkiö og stefndi hann að því að verða jafn góöur og Ásgeir Sigurvins- son. Með mikilli og góðri æfingu taldi hann að það gæti tekist og blaðamaður er einnig sannfærö- ur um það. MorgunblaðiA/Ámi Johnson • Þessi hópmynd af helmamönnum í Hörgalanda- og Kirkjubœjarhreppum ásamt Vestmanneyingum, var tekin á milli lota f fríálsíbrötta- keppninni, en meö á myndinni eru fararstjórar Eyjamanna og forystumenn heimamanna í mótinu. Skaftfellingar og Eyjamenn kepptu ffrjálsum YNGSTU félagarnir í frjálsíþrótta- deild Ungmennafélagsins Ármanns i Vestur-Skaftafells- sýslu háöu skemmtilega frjáls- íþróttakeppni við jafnaldra sína ( frjálsíþróttadeild Iþróttabanda- lags Vestmannaeyja á Kirkjubæj- arklaustrí fyrir skömmu. Frjáls- íþróttadeild ÍBV fjölmennti á Klaustur og var keppt í fjölda greina svo sem stökkum, hlaup- um og köstum. Verið er að byggja upp mjög góöa íþróttaaö- stöðu skammt frá Klaustri og var keppt þar, en heimsókn Eyja- manna var liður ÍBV í aö koma meira lífi í frjálsiþróttirnar í Eyj- um. Þær hafa legið nokkuð niöri þar um árabil, en fyrr á árum komu margir bestu frjálsíþrótta- menn landsins frá Vestmanna- eyjum, m.a. Torfi Bryngeirsson Evrópumethafi með meiru. Unga fólkið úr Eyjum fékk mjög góðar móttökur á ferð sinni til Klaust- jurs og þótti ferðin heppnast meö ágætum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.