Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 Sjávarútvegsráðherra: Vill framlengja lög um sljórn fiskveiða í 3 ár Sjávarútvegsráðherra telur að framlengja beri ákvæði laga um stjórn fiskveiða, þannig að þau verði í meginatriðum óbreytt til þriggja ára hið skemmsta. Gert var ráð fyrir í ákvæði til bráða- birgða að lögin skyldu endur- skoðuð fyrir 1. nóvember 1986. í fréttatilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytinu kemur meðal annars fram, að lög um stjórn fisk- veiða hafi að undanförnu verið til umræðu og endurskoðunar í sjávar- útvegsráðuneytinu og á grundvelii þeirra umræðna sé niðurstaðan sú, að ekki sé ástæða til að breyta neinu í ákvæðum laga um stjórn fiskveiða á næsta ári. Telur sjávar- útvegsráðuneytið að þar með sé lokið þeirri endurskoðun á ákvæð- um laganna, sem ráðuneytinu var falin. I fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur ennfremur fram, að hagur útgerðar hafi batnað verulega að undanfömu. Þótt bætt ytri skilyrði eigi þai- verulegan þátt sé enginn vafi á að sú stefna sem fylgt hefur verið við stjóm fiskveiða, hafi þar einnig haft vemleg áhrif, að því er segir í fréttatilkynningunni. I ljósi fenginnar reynslu telji sjávarút- vegsráðherra því, að áður en umrædd lög verði felld úr gildi í lok næsta árs, beri að framlengja ákvæði þeirra í meginatriðum óbreytt tii þriggja ára hið skemmsta. Formaður BSRB um samning og verkfallsaf sal tollvarða: Yfirlýsingar um afsal verk- fallsréttar er markleysa Ekki hægt að semja af sér rétt sem lands- lög gera ráð fyrir „Á MEÐAN landslög gilda um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru viljayfirJýsingar um afsal verkfallsréttar marklausar. Það getur enginn samið af sér landslög og því lít ég svo á, að bókanir um afsal verkfallsréttar með samningum lögreglumanna og tollvarða séu ekki annað en skoðanakannanir af hálfu ríkisvaldsins," sagði Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær um nýjan kjarasamn- ing Tollvarðafélags íslands og fjármálaráðuneytisins. Tollvarðafé- lagið á aðild að BSRB. samninga BSRB fer samninganefnd sambandsins með rétt til að gera aðalkjarasamning og jafnframt með verkfallsréttinn fyrir öll aðildarfé- lögin, með vissum takmörkunum þó,“ sagði hann. „Kjarasamningun- um frá í febrúar fylgdi bókun beggja samningsaðila um að þeir setji á laggirnar sameiginlega nefnd til að endurskoða lög um kjarar samninga BSRB.“ Hann minnti á, að samskonar bókun hefði fylgt samningum BHMR og Bandalags kennarafé- laga. „Vegna framkomu ríkisvalds- ins í þessu máli - og sífelldra Eins og fram kom í frétt í blað- inu í gær er í samningnum gert ráð fyrir svipuðum kjarabótum til handa tollvörðum og fólust í nýleg- um samningi Landssambands lögreglumanna og ríkisins. Jafn- framt fylgir honum sameiginleg bókun um að tollverðir skuldbindi sig til að fara ekki í verkfall. Kristján Thorlacius kvaðst telja það „fjarstæðu af hálfu ríkisvalds- ins að ætla að semja af mönnum rétt, sem þeir hafa samkvæmt landslögum," eins og hann orðaði það. „Samkvæmt lögum um kjara- tilrauna til að kljúfa samtök opin- berra starfsmanna niður í litlar einingar - höfum við ákveðið að koma sameiginlega fram gagnvart samninganefnd fjármálaráðherra viðræðum um samnings- og verk fallsrétt okkar,“ sagði Kristjá Thorlacius. Norski sjávarút- útveg'sráðherrann í opinberri heimsókn SJÁVARÚTVEGARÁÐHERRA Noregs, Bjarne Mörk Eidem, kom til landsins síðdegis £ gær í opinbera heimsókn, í boði Halldórs Ás- grímssonar, sjávarútvegsráðherra. „Þessar tvær fiskveiðiþjóðir eiga mun auk þess, meðan á heimsókn hans stendur, heimsækja fisk- vinnslustöðvar í Vestmannaeyjum, fiskeldisstöð á Reykjanesi, Haf- rannsóknastofnun og Rannsókna- stofnun fískiðnaðarins og kynna sér starfsemi þeirra. Ráðherrann heldur utan aftur á sunnudagsmorgun. gamalt og rótgróið samstarf á þessu sviði,“ sagði Ami Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, í samtali við Morgunblaðið. „Ráðherramir munu fyrst og fremst eiga viðræður um sameiginleg hagsmunamál á sviði sjávarútvegs á meðan á heimsókninni stendur." Norski sjávarútvegsráðherrann Tveir nýir lektorar við Háskóla Islands Menntamálaráðherra hefur skipað Mikael Karlsson í stöðu Iektors við heimspekideild Há- skóla íslands, frá 15. september að telja. Tveir aðrir umsækjendur voru um stöðuna, þeir dr. Erlendur Jóns- son og dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þá skipaði ráðherra Hannes Hólmstein í lektorsstöðu í rannsóknarsagnfræði við Háskóla íslands, einnig frá og með 15. sept- ember. Áður gegndi Þór Whitehead þeirri stöðu. Morgunblaöið/Þorkell Gunnlaugur M. Sigmundsson (t.v.) stjórnarformaður Silfurbergs hf. og framkvæmdasljóri Þróunar- félagsins ásamt Olafi Davíðssyni stjórnarformanni Þróunarfélagsins á fundi með blaðamönnum þar sem hið nýja fyrirtæki var kynnt. Silfurberg hf.: Fyrirtæki í meiri- hlutaeign útlendinga Svíinn Peter Wallenberg aðaleigandi AÐ FRUMKVÆÐI Þróunarfélags íslands hf. hefur verið stofnað nýtt hlutafélag, er hlotið hefur nafnið Fjárfestingarfélagið Silfur- berg hf. Tilgangur félagsins er að stuðla að eflingu íslensks atvinnulífs með því að leggja fram hlutafé í nýjum fyrirtækjum á Islandi. Heildarhlutafé félagsins við stofnun er 25 milljónir íslenskra króna. Meirihluti hlutafjár, eða 15 milljónir króna, eru í eigu sænska auðjöfursins Peters Wall- enberg. Aðrir hluthafar auk Þróunarfélagsins, sem leggur fram 5 milljónir króna, eru Jón Magnússon stjórnarformaður Rönning hf., verktakafyrirtækið Hagvirki hf. og Guðmundur Á. Birgisson, bóndi á Núpum í Ölfusi. I stjórn félagsins eru eftirfar- andi aðilar: Peter Wallenberg stjómarfor- maður Enskilda banken, Curt Nicolin stjórnarformaður ASEA í Svíþjóð, Gunlaugur M. Sigmunds- son framkvæmdastjóri Þróunarfé- lagsins, sem jafnframt er stjórnarformaður, Jóhann Berg- þói-sson framkvæmdastjóri Hagvirkis og Jón Magnússon stjómarformaður Rönning hf. Stofnsamningur félagsins var undirritaður í höfuðstöðvum Scandinaviska Enskilda bankans í Stokkhólmi síðastliðinn föstudag að viðstöddum sendiherra íslands í Svíþjóð og ýmsum frammámönn- um í sænsku atvinnulífi. „Með stofnun þessa félags er opnað fyrir erlent fjármagn á inn- lendum markaði, sem vissulega er skortur á í íslensku atvinnulífi. Einnig stuðlar þetta að nánum tengslum við athafnamenn og fyr- irtæki í Evrópu, sem hafa yfir þekkingu og reynslu að búa,“ sagði Olafur Davíðsson stjómar- formaður Þróunarfélagsins á fundi með blaðamönnum. Aðdragandinn að þátttöku þeirra Peters Wallenberg og Cui-ts Nicolin í fyrirtækinu er sá, að þeir hafa átt umtalsverð sam- skipti við íslenska aðila. Curt Nieolin er t.d. einn eiganda laxeld- isstöðvarinnar Silfurlax að Núpum í Ölfusi ásamt íslenskum aðilum og fleiri Svíum. Að sögn forsvarsmanna Þróun- arfélagsins standa lagaákvæði ekki í vegi fyrir stofnun fyrirtæk- isins, þótt meirihluti fyrirtækisins sé í eign erlendra aðila. Ýmis dreifð lagaákvæði á ákveðnum sviðum eins og í iðnlöggjöf og bankalöggjöf kveða á um að er- lendir aðilar megi ekki eiga meirihluta í fyrirtækjum. „Þetta nýja fyriitæki fellur ekki undir nein af þessum liigum, þannig að þetta fyrirtæki er fullkomlega lög- íegt,“ sagði Gunnlaugur M. Sigmundsson stjórnarformaður hins nýja félags. Lögfræðilegur undirbúningur að stofnun félags- ins var í höndum Hjaitar Torfa- sonar hæstaréttarlögmanns. Mikael Karlsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson Þijú fiski- skip seldu erlendis ÞRJÚ islensk fiskiskip hafa selt á fiskmörkuðum erlendis það sem af er þessari viku. Meðalverð fyrir afla þessara skipa var á bilinu 42 til 60 krónur. Meðalverð fyrir gámafisk á mánudag og þriðjudag, samtals 548 tonn, var 67,24 krónur. Otto Wathne NS seldi 135,5 tonn í Grimsby á mánudag fyrir rúmlega 8,1 milljón króna. Með- alverð fyrir aflann var 59,93 krónur. Af aflanum voru 95,5 tonn þorskur, sem seldist fyrir 67,61 krónur kílóið að meðal- tali. Það varð til að lækka meðalverðið nokkuð, að í aflan- um voru 21,5 tonn af ufsa sem fór á 25 krónur að meðaltali. Erlingur SF seldi 54 tonn í Hull á miðvikudag fyrir rúmlega 3.1 milljón króna eða 58.40 krónur að meðalverði. 23 tonn aflans var þorskur og fékkst fyrir hann tæplega 71 króna í meðalverð. Snorri Sturluson RE seldi í Bremerhaven á miðvikudag 147 tonn fyrir 42.05 króna meðal- verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.