Morgunblaðið - 18.09.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.09.1986, Qupperneq 3
MORGUNBEAÐTÐ/ FIMMTUDAGUR' 18. SEPTEMBER 1986 ' 3 Hópurínn kominn á ieiðarenda, þreyttur en sœll. Aftari röð t.f.v.: Arnbergur, Björn, Bergur, Halld- ór, Snorri, Reynir, Markús, Signý, Erlingur og Leifur. Fremri röð f.v.: Baldvin, Baldur, Jóhannes, Edda og Jón. Fatlaðir í ævintýra- ferð niður Hvítá í þetta sinn alíslenskur hópur á ferð LEIÐANGURSMENN úr Nýja ferðakiúbbnum fóru um síðustu helgi með átta fatlaða ofur- huga niður Hvítá í tveimur gúmbátum, en hugmyndin að þessari för á rætur sínar að rekja tii ferðar Iceland Break- through-hópsins breska fyrr í sumar. Félagar úr Nýja ferðakúbbnum áttu stóran þátt í að skipuleggja ferð Iceland Breakthrough-hóps- ins í júlí í sumar, en þá fóru leiðangursmenn niður Hvítá á kajökum og gúmbátum og voru nokkrir fatlaðir ofurhugar með í förinni. Erlingur Thoroddsen, stjórnarformaður Nýja ferða- klúbbsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir ferð Bret- anna niður Hvítá hefði þeim félögum dottið í hug að bjóða íþróttafélagi fatlaðra í svipaða ævintýraferð. „Við sendum þeim formlegt boð sem þeir þáðu og úr varð að átta fatlaðir tóku þátt í ferðinni," sagði Erlingur. Hann sagði að leiðang- ursmennirnir hefðu komið saman sl. miðvikudag og hafi hópurinn verið mjög áhugasamur um ferð- ina. Fjórir voru hjólastólanotendur og þrír þeirra meira eða minna lamaðir upp að höndum. Tveir leiðangursmanna voni spelkaðir á fótum og loks voru tveir þroska- heftir. Erlingur sagði að þrátt fyrir mikla fötlun sumi-a ferða- langanna hafí ferðin gengið ákaflega vel. Þeir sem tóku þátt í ferðinni voru Edda Bergman, Reýnir Knstófersson, Baldvin Isaksson, Baldur Guðnason, Jón Siggeirs- son, Jóhannes Vilhjálmsson, Bergur Ingi Guðmundsson og Halldór Bjami Pálmarsson. Að- stoðarmenn og leiðangursstjórar voru þau Markús Einarsson, frá íþróttafélagi fatlaðra, Snorri Magnússon, Signý Ósk Ólafsdótt- ir, sem var bílstjóri í fei-ðinni, Björn Gíslason, Arnbergur Þor- valdsson, Leifur Svavarsson og loks Erlingur Thoroddsen. „Við lögðum af stað frá Reykjavík um kl. 9 á laugardags- morgun og ókum inn í Nautavík í landi Jaðars. Þar lagði leiðangur- inn út um kl. 1:30 og var siglt um 13 km leið niður Hvítá, fyrir neðan Gullfoss,“ sagði Erlingur. „Siglingin sjálf tók ekki lengri tíma en vanalega, en nokkurn tíma tók að undirbúa hana og koma öllum í bátana. Siglt var í gegnum Brúarhlöð og tókum við land við Drumboddsstaði um kl. 5:30 um eftirmiðdaginn," sagði Erlingur. Þá þáði hópurinn veit- ingar hjá heimilisfólki að Drumb- oddsstöðum og hélt þar næst áleiðis í bæinn aftur. „Þrír ferðamannanna gátu ekki setið uppréttir í bátunum og því úrðum við að útbúa sérstök sæti fyrir þá úr plastbrúsum og láta þá liggja meðfram slöngunum á gúmbátnum. Þeir héldu samt fínum takti með árunum," sagði Erlingur. Hann sagði að fötluðu leiðang- ursmennirnir hefðu ekki verið verri „sjómenn" en margir aðrir sem í bátana hefðu komið. „Það er ótrúlegt hvað þau eru fær um að bjarga sér sjálf og hvað þau hafa mikið hugrekki og kraft,“ sagði Erlingur. Nýi ferðaklúbburinn er búinn að bjóða félögum í Iþróttafélagi fatlaði'a aftur í ævintýrafei-ð niður Hvíta næsta sumar og sagði Erl- ingur að nokkrir þeirra sem fóru núna virtust staðráðnir í að koma aftur. Hann sagði að hópurinn 'nefði verið þreyttur en ákaflega sæll þegar heim var snúið á laugardag- inn, en þó ekki þreyttari en svo að nokkrir þein-a ætluðu að taka þátt í hjólastólarallýinu í Laugar- dalshöll daginn eftir. Meðal þeirra var Reynir Kristófersson, sem ein- mitt kom fyrstur í mark í rallýinu. Samhentur hópur sýnir tilþrif við róðurinn. Myndin er tekin úr hinuni gúmbátnum í fiúðum neðan við Jaðar. Þarko Hver var ad tala um kjara- kaup? Tveir klassakassar á vægast sagt ótrúlega góðu verði. KJOTMIÐSTÖÐIN Simi 686511 SENDUM UM LAND ALLT.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.