Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 12
T7?r~
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 18. SEPTEMBER 1986
Fullkomin ísverk-
smiðja tekur til
starfa í Eyjum
Vestmannaeyjum.
NÝLEGA var hafin framleiðsla á is í nýrri og fullkominni isverk-
smiðju sem hlutafélagið Eyjaís í Vestmannaeyjum hefur látið
reisa í Friðarhöfn. Verksmiðjan framleiðir 60 tonn af ís á sólar-
hring og kostar fullbúin um 35 milljónir króna.
Verksmiðjan hefur risið með
undraskjótum hætti. Undirbún-
ingsfundur að stofnun félagsins
var haldinn 25. janúar sl. og rétt-
um sjö mánuðum síðar, eða 27.
ágúst, féllu fyrstu ísmolamir út
úr verksmiðjunni. Þetta var aðeins
þremur mánuðum eftir að verk-
takar hófust handa við byggingu
verksmiðjunnar.
Leitað var tilboða í verksmiðj-
una og bárust sex tilboð. Eftir
Fyrsta ísnum dælt um borð í mb. Sæfaxa VE. Þórarinn skip-
stjóri átti leið um bryggjuna þegar byrjað var að grafa fyrir
verksmiðjunni og spurði hvað til stæði. Hann pantaði þegar is
um leið og verksmiðjan yrði tilbúin og fékk fyrstu bununa úr
ísdælunni.
Verksmiðja Eyjaíss í Vestmannaeyjum. Morgunbiaðið/Guðiaugur
sjávarútvegi í Vestmannaeyjum.
Hlutafé er 9,2 milljónir og nær
allt þegar innborgað. Stjómar-
formaður er Hilmar Rósmundsson
og aðrir í stjóm Magnús Kristins-
son, Sigurður Óskarsson, Óskar
Þórarinsson og Jóhannes Kristins-
son. Forstöðumaður verksmiðj-
unnar er Guðmundur Jóhannsson
rafvirki og með honum starfar
Theódór Olafsson. Páll Zophoní-
asson tæknifræðingur var ráð-
gjafi stjómarinnar við útboð og
framkvæmdir og annaðist um
hönnun. Helstu verktakar vom
Tvö tonn af ís, takk, segir PáU Zophoníasson, bæjarstjóri og
tæknilegur ráðgjafi við uppsetningu verksmiðjunnar.
vandlega athugun á tilboðunum
var ákveðið að taka tilboði norska
fyrirtækisins Finsam í Grimstad,
en það fyrirtæki framleiddi einnig
tækjabúnað ísverksmiðjanna í
Grindavík og Þorlákshöfn. Verk-
smiðjan í Eyjum er þó nokkm
stærri. Verksmiðjan er þrískipt,
vélasalur, afgreiðslurými og
geymslurými. Þrír afgreiðslustað-
ir em á Friðarhafnarbryggju þar
sem ísnum er sprautað beint um
borð í fiskiskipin. Er það til mik-
ils hagræðis fyrir sjómennina.
Einnig er sérstakur afgreiðslu-
staður þar sem ís er dælt á bfla.
Innan tíðar verður lögð sérstök
leiðsla í Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja sem þama er skammt
frá með starfsemi sína.
Verksmiðjan framleiðir 60 tonn
af ís á sólarhring og hefur
geymslurými fyrir 600 tonn. Byrj-
að var að afgreiða ís frá verk-
smiðjunni 3. sept. sl. og fyrstu
10 dagana vom seld 450 tonn.
Hvert tonn kostar 1.200 krónur.
Verksmiðjan er opin alla daga frá
8-19 nema á gámadögum, þá er
opið frameftir án útkalls.
Eyjaís hf. er hlutafélag 23 fyr-
irtækja og yfir 40 einstaklinga í
Steingrímur E. Snorrason og Ár-
sæll Sveinsson, Geisli hf., Mið-
stöðin sf. og Vélaverkstæðið Þór.
ísverksmiðjan í Friðarhöfn
verður almenningi til sýnis nk.
sunnudag milli klukkan 16 og 19.
- hkj.
FASTEIGIM AS ALA
Suðurlándsbraut 10
s.: 21870—687808—687828
Ábyrgð — Reynsla — Öryggi
Skipasund
Ca 55 fm kjíb. Verð 1400 þús.
Hraunbær
2ja herb. ca 65 fm íb. á 1.
hæð. Verð 1800 þús.
Álfhólsvegur Kóp.
Ca 60 fm 2ja herb. íb. á jarð-
hæð. Verð 1850-1900 þús.
Kleppsvegur
2ja-3ja herb. ca 70 fm góð kjíb.
Verð 1400 þús.
Skólabraut Seltj.
Ca 90 fm 4ra herb. risíb. Suð-
ursv.
Seljavegur
3ja herb. ca 55 fm íb. á 3.
hæð. Verð 1700 þús.
Álfheimar
Ca 110 fm 4ra herb. íb. á 4.
hæð. Verð 2,5 millj.
Bergþórugata
Ca 105 fm 4ra herb. íb. á 2.
hæð. Verð 2,4-2,5 millj.
Álfaskeið Hf.
115 fm 4ra herb. íb. á 2. hæð.
Bílsk. Verð 2,7 millj.
Akurholt Mos.
Einbhús á einni hæð ca 138 fm.
30 fm bílsk. Verð 4,9-5 millj.
Akrasel
Einbhús með lítilli íb. á jarð-
hæð. Verð 7,5 millj.
Birkigrund Kóp.
200 fm einbhús. Innb. bílsk.
í smíðum
Lúxusíbúðir
i Suðurhlíðum Kóp.
Sex íbúðir eftir í átta íbúöa
húsasamstæðu við Álfa-
heiði. Sumar af íb. eru
með sérinng. og bílsk. Afh.
tilb. undir trév. og máln. í
maí 1987.
Ennfremur
190 fm einbýli v/Sjávargötu.
Áfftan.
200 fm einbýli v/Reykjafold.
Fp
Hilmar Valdimarsson s. 687225,
Vilhjálmur Roe s. 76024,
Hörður Rögnvakfsson s. 656599,
Sigmundur Böðvarsson hdl.
Alþjóðlega frímerkjasýningm í Svíþjóð:
Islensku þátttakendurni r
unnu allir til verðlauna
ALÞJÓÐLEG frímerkjasýning var haldin á vegum Alþjóðasambands
frímerkjasafnara, FIP, í Stokkhólmi fyrir stuttu, en nokkrir íslend-
ingar tóku þátt í henni og unnu allir til verðlauna fyrir söfn sín. I
tengslum við sýninguna fóru einnig fram tvö frímerkjauppboð, en
eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu, var eitt íslenskt skildinga-
merki úr sænsku dánarbúi, selt Bandaríkjamanni þar á 1,9 milljónir
íslenskra króna. Var það hæsta verð sem greitt var fyrir frímerki
á þessum uppboðum.
Aðild að FIP eiga landssambönd
67 þjóðlanda og tóku 55 þeirra
þátt í sýningunni í Stokkhólmi, sem
fram fór dagana 28. ágúst til 8.
september sl. Héðan fór hópur
manna, bæði til að sýna söfn sín
og einnig til að fylgjast með sýning-
unni, uppboðunum og til að taka
þátt í ráðstefnu, sem haldin var í
lok sýningarinnar. Dómarar voru
um 70 talsins og var einn íslending-
ur, Hálfdán Helgason, tæknifræð-
ingur, þeirra á meðal.
„Þannig var að gestgjafamir,
Svíar, áttu rétt á ákveðnum fjölda
dómenda, en þeir nýttu sér ekki
þann rétt til fullnustu og buðu því
þremur erlendum dómurum að fylla
flokkinn," sagði Hálfdán í samtali
við Morgunblaðið. Sýningin skiptist
niður í mörg sérsvið og skiptu því
dómaramir einnig með sér verkum.
Hálfdán sagði að fjórir einstakling-
ar frá íslandi hefðu sýnt söfn sín
á sýningunni og einn frímerkja-
klúbbur, Askja frá Húsavík, sýndi
í bókmenntadeild. •
íslensku þátttakendumir hlutu
allir verðlaun fyrir söfnin, en dóm-
arar úthlutuðu verðlaunum fyrir
hverja deild. Vom ýmis verðlauna-
stig möguleg, allt frá bronsi upp í
stór-gullverðlaun. Hjalti Jóhannes-
son hlaut stór-silfurverðlaun fyrir
safn sitt af íslenskum stimplum og
Sigurður H. Þorsteinsson hlaut silf-
urverðlaun fyrir flugsöfn sín og
einnig silfruð-bronsverðlaun fyrir
verðlista yfir íslensk frímerki, sem
sýndur var í bókmenntadeild. Jón
Halldórsson fékk silfmð-bronsverð-
laun fyrir safn sitt af stimplum á
Safnahúsið, Sigurður Þormar fékk
silfmð-bronsverðlaun fyrir safii af
brúarstimplum og loks hlaut
frímerkjaklúbburinn Askja silfruð-
bronsverðlaun fyrir póstsöguskrá,
sem félagið lét gera.
Hálfdán sagði að alþjóðlegar
frímerkjasýningar væm yfírleitt
haldnar tvisvar á ári, en þær væm
að jafnaði ekki eins viðamiklar og
sú sem nýafstaðin er. Frímerki em
sýnd í svokölluðum „römmum", sem
em um einn fermetri að stærð og
væri algengt að á alþjóðlegum sýn-
ingum væm sýndir á milli 3.000
og 4.500 rammar, en á þessari sýn-
ingu vom um 6.000 rammar til
sýnis. Er farið eftir ákveðnu
punktakerfi þegar valið er hverjir
sýna fyrir hönd sinnar þjóðar, en
punktana vinna frímerkjasafnar-
amir sér inn á bæði félaga- og
landssýningum í sínum heimalönd-
um. Ástæðan fyrir stærð sýningar-
innar var að sænska póststjómin
varð 350 ára á þessu ári og Lands-
samband sænskra frímerkjasafnara
varð 100 ára, svo við hæfi þótti að
hafa sýninguna veglega.
Þrír erlendir aðilar sýndu einnig
íslensk söfn og vakti safn Norð-
mannsins Harald Tysland mikla
athygli, en fyrir safnið hlaut Tys-
land stór-gullverðlaun. Tysland
safnar aðallega bréfum frá því fyr-
ir aldamót, áður en frímerki vom
gefín út, og einnig frímerkjum,
bæði skildinga og auramerkjum,
allt til 1903. Fyrst vom gefin út
frímerki á íslandi árið 1873.
„Það var geysilega gaman að
eiga þess kost að taka þátt í svona
stórri sýningu og sjá hvemig Svíar
náðu að skipuleggja svo viðamikla
sýningu án þess að nokkuð færi
úrskeiðis," sagði Hálfdán. „Ég held
að allir, sem fylgdust með, hafi
verið sammála um að þetta hafi
verið í einu orði sagt stórkostleg
sýning."
Umboðsmaður Islands á sýning-
unni var Sigurður Pétursson,
framkvæmdastjóri, en fulltrúi ís-
lands á þingi FIP var Finnur
Kolbeinsson, lyfsali. Finnur sagði
að hátt í 20 manns hafi farið utan
frá íslandi til að sjá sýninguna,
m.a. hafi þar verið sveit unglinga,
sem tók þátt í norrænni keppni um
að bera kennsl á svokölluð Nóbel-
frímerki. Lenti íslenska sveitin, sem
skipuð var unglingum 15 til 16 ára,
í þriðja til fjórða sæti.
Á þinginu, sem Finnur sat, vom
mættir fulltrúar 55 aðildarlanda
FIP og ræddu þeir ýmis málefni
safnara. Engar breytingar vom þó
ákveðnar á starfsemi sambandsins,
að sögn Finns, en ákvörðunum um
fjármálahlið sambandsins var frest-
að fram til þingsins í október á
næsta ári, sem fram fer í Kaup-
mannahöfn.
Frímerkjasöfnun er vinsælt tóm-
stundagaman á Islandi, sem annars
staðar, en ekki em þó allir safnarar
félagsbundnir. Sagði Hálfdán að
a.m.k. sex félög og klúbbar væm
starfandi víðs vegar um landið og
eiga þau aðild að Landssambandi
frímerkjasafnara. Félagar em um
400 til 500, en Hálfdán sagði að
um 4.000 manns væm áskrifendur
að nýjum frímerkjum póst- og síma-
málastjómar.
Finnur og Hálfdán vom sammála
um að frímerkjasöfnun þyrfti ekki
að vera kostnaðarsöm; það væri
mjög einstaklingsbundið hvað safn-
aramir legðu mikla fjármuni í
áhugamálið. Hálfdán sérhæfir sig
að miklu leyti í söfnun bréfspjalda,
en Finnur safnar helst notuðum
frímerkjum.
Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum:
12.-13. október nk.
Prófkjör
IsaTirði.
Kjördæmisráð sjálfstæðis-
félaganna í Vestfjarðakjör-
dæmi hefur gengið frá reglum
um framkvæmd prófkjörs
vegna væntanlegra Alþingis-
kosninga.
Níu aðilar hafa gefíð kost á sér
til þátttöku í prófkjörinu, en þeir
eru: Hildigunnur Lóa Högnadóttir
Isafirðij Matthías Bjamason
ísafirði’ Ólafur Kristjánsson Bol-
ungarvík, Óli M. Lúðvíksson
ísafirði, Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson Reykjavík, Einar Kristinn
Guðfinnsson Bolungarvík, Guðjón
A. Kristjánsson Isafqrði, Guð-
mundur H. Ingólfsson ísafirði og
Hallgrímur Sveinsson Hraftiseyri.
Prófkjörið fer fram 11. og 12.
október á 13 kjörstöðum víðsveg-
ar í kjördæminu, en utankjörstað-
aratkvæðagreiðsla hefst 23.
september. Allir flokksbundnir
sjálfstæðismenn 16 ára og eldri
og þeir sem em orðnir 18 ára
þegar prófkjörið fer fram og und-
irrita stuðningsyfirlýsingu við
Sjálfstæðisflokkinn mega taka
þátt í prófkjörinu.
Formaður fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Vestfjarðakjör-
dæmi er Engilbert Ingvarsson
bóndi á Tyrðilmýri við ísafjarðar-
djúp, en formaður prófkjörsnefnd-
ar er Einar Oddur Kristjánsson
framkvæmdastjóri á Flateyri.
Úlfar.