Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 23 Fulltrúaráð KÍ: Varar við minnkun ríkis- hluta í rekstri skóla sem ekki eru lengur innan launa- töflu BHM er röng og væri fróðlegt að vita, hvaðan þær upplýsingar hafa komið. Þar sem ráðherra ætl- aði sér skv. eigin orðum að nota óvegið meðaltal 10 efstu flokkanna, ætti að vera auðvelt að leiðrétta þennan misskilning. Það er rétt, að ráðherra og tann- læknar mættust á miðri leið, þegar ákveðið var að taka í notkun ný reikningseyðublöð og hefja endur- greiðslur að nýju. En varla telst það til slökunaraðgerða að láta þá tann- lækna, sem lokið hafa sérnámi í faginu, halda þeim réttindum sem þeir hafa haft undanfarin 10 ár, á meðan þessi deila stendur. Tannlæknar fagna því af heilum hug að nú skuli kominn skriður á þá hugmynd að lækka opinber gjöld á aðföng til tannlækninga, en það er fyrst nú, sex vikum eftir að slitn- aði upp úr samningum, að nefnd í þessu máli er fullskipuð af hálfu ráðuneytanna og er að halda sína fyrstu fundi. Ráðherra segir í 11. lið frá til- raunum sínum til að endurvekja samningaviðræður. 20. ágúst hittust samninganefnd- ir deiluaðila og lá þá frammi plagg frá samninganeftid Trygginga- stofnunar ríkisins. Þar var sett það skilyrði fyrir áframhaldandi viðræð- um, að tannlæknar ynnu eftir hinni rangreiknuðu gjaldskrá ráðuneytis- ins. Þessu var hafnað. Þegar sú hugmynd kom fram hjá fulltrúum samninganefndar Trygg- ingastofnunar ríkisins að rétt væri að efna til hópferðar um hin Norð- urlöndin til að kanna kostnað vegna tannlækninga, virtist hvarfla að þeim að tannlæknar ættu þar einn- ig hlut að máli. Ekki hafði fengist nein staðfest- ing á þessu tilboði og taldi stjórn TFÍ að það hefði verið dregið til baka eins og önnur tilboð stofnun- arinnar. Nú upplýsir ráðherra, að við það skuli staðið og er það vel. Og þá er það sæmdin. Það má skilja á orðum ráðherra, að ég hafi í grein minni vegið að æru hennar. Þetta kom mér ákaf- lega á óvart, því slíkt var ekki ætlun mín. Eg tel víst, að orðið siðblinda hafi fyrst og fremst valdið þessum sárindum og eftir á að hyggja sé ég að þar var of fast að orði kveð- ið og biðst afsökunar á því. Það slys, sem varð við útreikning á gjaldskrá ráðherra og það að fella niður launahækkun 1. sept. kenndi ég slæmri ráðgjöf, en í þessum málum sem öðrum hlýtur að gilda sú gamla viska, að skylt er að hafa það sem sannara reynist. Höfundur er tannlæknir í Reykjavík og formaðurgjald- skrámefndar Tannlæknafélags íslands. Á FUNDI fulltrúaráðs Kennara- sambands íslands, sem haldinn var þann 26. ágúst sl., var sam- þykkt samhljóða eftirfarandi ályktun: „FuIItrúaráð Kennara- sambands Islands varar alvar- lega við hugmyndum um að sveitarfélög taki á sig stærri hluta i rekstrarkostnaði grunn- skóla en nú er.“ í ályktuninni kom síðan fram að þessi hugmynd komi mjög illa niðui' á minni sveitarfélögum, einkum í dreifbýli, sem eiga fjárhagslega erf- itt með að reka grunnskóla. Hugmynd þessi gangi því þveit á megintilgang laga um skólakerfi og grunnskóla, sem er að nemendur hafí sem jafnasta aðstöðu til náms án tillits til efnahags og búsetu. KI skorar einnig á menntamála1 ráðherra að beita sér fyrir hækkun fjárveitinga til stuðnings- og sér- kennslu, þannig að grunnskólanum verði gert kleift að sjá öllum nem- endum fyrir þeirri kennslu sem ráð er fyrir gert í lögum um grunn- skóla og reglugerð um sérkennslu. Fulltrúaráðið mótmælir einnig skerðingu á fjárveitingu til Náms- gagnastofnunar. Bent var á mikil- vægi stofnunarinnar í menntakerfi landsins og lögð áhersla á að vel sé búið að henni, svo hún fái sem best sinnt hlutverki sínu. Stykkishólmur: Léleg berjaspretta Stykkishólini. BERJASPRETTA hér í nágrenn- inu er sáralítil miðað við það sem áður hefir þekkst. Hér hefir oft á r.æstu grösum verið urmull beija, bæði blábetja og krækibeija, en nú sjást þau varla. Yfirleitt hefir beijaspretta verið góð og árviss. Fólk hefir verið að leita og helst hefir eitthvað verið að hafa þegar lengra er farið, svo sem í Múlasveit- ina, þar sem enginn býr í dag og sauðfé þar af leiðandi ekki teljandi. Einnig mun vera nokkuð undir Jökli en sem sagt við hér í Hólminum getum í dag ekki talað um ber á næstu grösum. •ÆGURS DUNIILP IM » ■ aBATT. blatt ggSíSoU -------------- »hummel^r SPORTBÚÐIN ARMULA 40 REYKJAVIK S:835 55 Hvar þarftu að dæla? Hverju þarftu að dæla? Fjölbreyttar, öflug- ar dælur til flestra verka. Réttu dælurnar frá FLYGT = HEÐINN = VELAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI Sérhæfó þjónusta. Aöstoöum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. RADIAL stimpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.