Morgunblaðið - 18.09.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
Grænland:
Togaraeigendur
kaupa olíu utan
landhelginnar
Danskt fyrirtæki útvegar eldsneytið
Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunbladsins á Grænlandi.
GRÆNLENSKIR togarar í
einkaeigu taka nú olíu á hafi úti
og geta þannig leitt einkarétt
heimastjórnarinnar á sölu á
bensíni og oliu hjá sér. Að auki
spara eigendur skipanna sér
stórar fjárhæðir á þennan hátt.
Olíuna fá togararnir úr dönsku
olíuskipi sem liggur við festar
rétt utan þriggja milna land-
helginnar.
í ágústmánuði tóku átta togarar
olíu úr skipinu, samtals eina milljón
lítra. Danska fyrirtækið, sem rekur
skipið, kaupir olíuna í Noregi og
er verð hennar 50 aurum lægra en
verð það sem heimastjórnin býður
togaraeigendum. Útgerðarfyrir-
tækið nefnist „Polar Seafood" og
framleiðir og dreifír sjávarafurðum.
Fyrirtæki þetta annast sjálft flutn-
ing á rækju frá Grænlandi til
Danmerkur og nær þannig mun
hagstæðara verði á þeim afurðum
en heimastjómin grænlenska.
Olíuskipið liggur við festar fyrir
utan bæinn Upernarvik á vestur-
ströndinni. Þaðan er stutt á miðin
og spara togaraeigendur sér því
bæði fé og fyrirhöfn með því að
kaupa olíuna á þennan hátt. Næsta
olíustöð heimastjórnarinnar er í
Jakobshavn í Diskóflóa.
Talsmenn heimastjórnarinnar
sögðust í viðtali við grænlenska
útvarpið líta mál þetta alvarlegum
augum þar sem hætta væri á að
olía mengaði fiskimiðin þegar henni
væri dælt á milli skipa á þennan
hátt.
Willy De Clerco, talsmaður Evrópubandalagsins í utanríkismálum,
ræðir við einn fulltrúa Japana. 2.000 fulltrúar sitja ráðstefnu Gatt-
ríkja í Uruguay.
Ráðstefna Gatt-ríkja í Uruguay:
Iðnríkin freista
þess að knýja
fram breytinerar
Punta del Este, Uruguay, AP.
RÁÐSTEFNA þeirra 92 ríkja sem aðild eiga að Gatt-samkomulaginu
um tolla og viðskipti, hófst á mánudag í Punta del Este í Uruguay.
Alls munu um 2.000 manns taka þátt í fundahöldunum, sem standa
munu í eina viku. Talið er að deilur um gildissvið samkomulagsins
og útflutning Japana muni setja svip sinn á umræðurnar.
Uagnaður Japana af viðskiptum við
útlönd er talinn nema 100 milljörð-
um Bandaríkjadala á þessu ári.
Sendimenn Japana sögðu í gær að
þeir myndu betjast af hörku gegn
hvers kyns takmörkunum á útflutn-
ingi.
Á mánudag hvatti Clayton Yeutt-
er, fulltrúi bandaríska viðskipta-
ráðuneytisins, til þess að viðræð-
urnar tækju einnig til landbúnaðar,
þjónustustarfsemi og erlendra fjár-
festinga. Sagði hann breytingar á
Gatt-samkomulaginu tilgangs-
lausar ef þær snertu ekki þessar
hliðar alþjóðlegra viðskipta.
Gatt-ríkin hafa deilt um hvort
breyttar viðskiptareglur eigi einnig
að ná til ríkisstyrkja í landbúnaði.
Fréttir herma að 59 ríki séu hlynnt
því að fundarmenn ræði þetta deilu-
mál en Frakkar eru sagðir því
andvígir.
Fulltrúar hinna iðnvæddu ríkja
Vesturlanda vilja að Gatt-sam-
komulaginu verði breytt á þann veg
að það taki einnig til þjónustustarf-
semi, svo sem bankareksturs,
fjárfestinga, trygginga og fjar-
skipta. Brasilíumenn og Indveijar
fara fyrir hópi tíu þróunarríkja, sem
telja nauðsynlegt að vemda þjón-
ustuiðnað sinn gegn samkeppni frá
iðnríkjunum. Á mánudag höfnuðu
Bandaríkjamenn tillögu Brasilíu-
manna þess efnis að sérstakar
viðræður færu fram um breytingar
á samkomulaginu. Sendimenn
Bandaríkjanna sögðu í gær að ráð-
stefnan myndi reynast árangurs-
laus ef þróunarríkin héldu
viðskiptahöftum til streitu.
Ríki Evrópubandalagsins hyggj-
ast beita sér fyrir takmörkunum á
útflutningi Japana, sem er mun
meiri en innflutningur þeirra.
SVÖRT GALV.
21" y"- 4"
CD
>
Þar sem fagmennirnir
versla
erþéróhætt
BYKO
KÓPAVOGI
simi 41000
HAFNARFIRÐI
sfmar 54411 og 52870
HAUSTTILBOÐ
ÆÐISLEG
BMX
hjól
Áður kr. 9.604,-
Nú kr. 6.740,-
nKÍTÍKélÍk'ir^? Sérverslun
IrlilfllwllU í meira en hálfa öld
Spitalostig 8 simar: 14661.26888