Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 Grænland: Togaraeigendur kaupa olíu utan landhelginnar Danskt fyrirtæki útvegar eldsneytið Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunbladsins á Grænlandi. GRÆNLENSKIR togarar í einkaeigu taka nú olíu á hafi úti og geta þannig leitt einkarétt heimastjórnarinnar á sölu á bensíni og oliu hjá sér. Að auki spara eigendur skipanna sér stórar fjárhæðir á þennan hátt. Olíuna fá togararnir úr dönsku olíuskipi sem liggur við festar rétt utan þriggja milna land- helginnar. í ágústmánuði tóku átta togarar olíu úr skipinu, samtals eina milljón lítra. Danska fyrirtækið, sem rekur skipið, kaupir olíuna í Noregi og er verð hennar 50 aurum lægra en verð það sem heimastjórnin býður togaraeigendum. Útgerðarfyrir- tækið nefnist „Polar Seafood" og framleiðir og dreifír sjávarafurðum. Fyrirtæki þetta annast sjálft flutn- ing á rækju frá Grænlandi til Danmerkur og nær þannig mun hagstæðara verði á þeim afurðum en heimastjómin grænlenska. Olíuskipið liggur við festar fyrir utan bæinn Upernarvik á vestur- ströndinni. Þaðan er stutt á miðin og spara togaraeigendur sér því bæði fé og fyrirhöfn með því að kaupa olíuna á þennan hátt. Næsta olíustöð heimastjórnarinnar er í Jakobshavn í Diskóflóa. Talsmenn heimastjórnarinnar sögðust í viðtali við grænlenska útvarpið líta mál þetta alvarlegum augum þar sem hætta væri á að olía mengaði fiskimiðin þegar henni væri dælt á milli skipa á þennan hátt. Willy De Clerco, talsmaður Evrópubandalagsins í utanríkismálum, ræðir við einn fulltrúa Japana. 2.000 fulltrúar sitja ráðstefnu Gatt- ríkja í Uruguay. Ráðstefna Gatt-ríkja í Uruguay: Iðnríkin freista þess að knýja fram breytinerar Punta del Este, Uruguay, AP. RÁÐSTEFNA þeirra 92 ríkja sem aðild eiga að Gatt-samkomulaginu um tolla og viðskipti, hófst á mánudag í Punta del Este í Uruguay. Alls munu um 2.000 manns taka þátt í fundahöldunum, sem standa munu í eina viku. Talið er að deilur um gildissvið samkomulagsins og útflutning Japana muni setja svip sinn á umræðurnar. Uagnaður Japana af viðskiptum við útlönd er talinn nema 100 milljörð- um Bandaríkjadala á þessu ári. Sendimenn Japana sögðu í gær að þeir myndu betjast af hörku gegn hvers kyns takmörkunum á útflutn- ingi. Á mánudag hvatti Clayton Yeutt- er, fulltrúi bandaríska viðskipta- ráðuneytisins, til þess að viðræð- urnar tækju einnig til landbúnaðar, þjónustustarfsemi og erlendra fjár- festinga. Sagði hann breytingar á Gatt-samkomulaginu tilgangs- lausar ef þær snertu ekki þessar hliðar alþjóðlegra viðskipta. Gatt-ríkin hafa deilt um hvort breyttar viðskiptareglur eigi einnig að ná til ríkisstyrkja í landbúnaði. Fréttir herma að 59 ríki séu hlynnt því að fundarmenn ræði þetta deilu- mál en Frakkar eru sagðir því andvígir. Fulltrúar hinna iðnvæddu ríkja Vesturlanda vilja að Gatt-sam- komulaginu verði breytt á þann veg að það taki einnig til þjónustustarf- semi, svo sem bankareksturs, fjárfestinga, trygginga og fjar- skipta. Brasilíumenn og Indveijar fara fyrir hópi tíu þróunarríkja, sem telja nauðsynlegt að vemda þjón- ustuiðnað sinn gegn samkeppni frá iðnríkjunum. Á mánudag höfnuðu Bandaríkjamenn tillögu Brasilíu- manna þess efnis að sérstakar viðræður færu fram um breytingar á samkomulaginu. Sendimenn Bandaríkjanna sögðu í gær að ráð- stefnan myndi reynast árangurs- laus ef þróunarríkin héldu viðskiptahöftum til streitu. Ríki Evrópubandalagsins hyggj- ast beita sér fyrir takmörkunum á útflutningi Japana, sem er mun meiri en innflutningur þeirra. SVÖRT GALV. 21" y"- 4" CD > Þar sem fagmennirnir versla erþéróhætt BYKO KÓPAVOGI simi 41000 HAFNARFIRÐI sfmar 54411 og 52870 HAUSTTILBOÐ ÆÐISLEG BMX hjól Áður kr. 9.604,- Nú kr. 6.740,- nKÍTÍKélÍk'ir^? Sérverslun IrlilfllwllU í meira en hálfa öld Spitalostig 8 simar: 14661.26888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.