Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 32

Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 Jarðhitaráðstefna Sameinuðu þjóðanna Uppeldismálaþing- KSÍ í Reykjavík 19. og 20. sept. Kennarasamband íslands hef- ur uppeldismálaþing í samvinnu við Kennarafélag Reykjavikur dagana 19. og 20. sept. nk., í Borgartúni 6. Rætt verður um stefnu KÍ i skólamálum. Flutt verða erindi, umræðuliópar starfa og loks verða pallborðs- umræður. í umræðuhópum verða rædd fjöl- mörg mál er snerta skólastarf, s.s. samfelldur skóladagur, einsetinn skóli, námsgögn og námsgagna- gerð, kennaramenntun o.fl. Uppeldismálaþingið verður sett föstudag 19. sept. kl. 13.00 og er öllum opið. Kennarar í Reykjavík eru sérstaklega hvattir til þátttöku. IIMNLENT UM ÞESSAR mundir er haldin á Hótel Loftleiðum jarðhitaráðstefna Sameinuðu þjóðanna og eru þátttakendur á ráðstefnunni frá ýmsum löndum, aðallega þróunarlöndum. Ráðstefnan er haldin á vegum utanríkisráðuneytisins íslenska og Orkustofnunar, i samvinnu við „Landsvirkjun" Ítalíu. Morgunblaðið ræddi stuttlega við tvo þátttakendur í ráðstefnunni. „Eþíópía stefnir að stór- felldri nýtingujarðvarma,“ „Miklir möguleikar í nýtíngu jarðvarma í rómönsku Ameríku“ HAUSTBEIT í HREPPUM §im ' " ■ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nýtt verðlagsár byijaði þann 1. september siðastliðinn og mjólkurkvóti síðasta árs því úr sög- unni. Búast má við að margir bændur, sem reyndu að halda framleiðslunni niðri síðustu vikur og mánuði verðlagsársins, reyni nú að bæta sér það upp með góðri haustbeit og tiltölulega mikil mjólkurframleiðsla verði á næstunni. Myndin var tekin á bænum Núpstúni í Hrunamannahreppi fyrir skömmu. - sagði Meseret Teklemariam, einn fulltrúa Eþíópíu á jarðhitaráðstefnunni MESERET Teklemariam er einn þriggja fulltrúa Eþíópíu á jarðhitaráðstefnunni á Hótel Loftleiðum. Hún er steinda- fræðingur að mennt og starfar við rannsóknarverkefni á sviði jarðhita í heimalandi sínu. Að sögn Meseret er Eþíópía skammt á veg komin í nýtingu jarðvarma, en hins vegar hefði stjómin uppi áætlanir um nýtingu Morgunblaðið/Bjami Meseret Teklamariam. hans. Þar eru um 8 lindir og þar af 5 sem unnt er að nýta. „Nú höfum við rétt nýlega lokið við boranir og sýna þær að þessar fimm holur geta framleitt u.þ.b. 2,5 megavött hver.“ Á síðasta ári stundaði Meseret nám við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og kvaðst hún hafa lært mjög mikið á þeim tíma. Hún kom aftur til landsins í ágúst og tók þátt í ráðstefnu vatnafræðinga, þar sem fjallað var um vatnsrof. I framhaldi af henni stundaði hún ýmsar rannsóknir hérlendis. „Ég fagna því að vera komin aftur til íslands og ég er viss um að ráð- stefnur þessar eiga eftir að reynast traustur grundvöllur und- ir starfi mínu í framtíðinni." sagði Cuellar að Mexíkó, Nic- araqua og E1 Salvador væru komin lengst á þessari braut; væru starfandi orkuver í þeim löndum. Í Guatemala og Costa Rica væru hins vegar að rísa orku- ver og Ecuador væri einnig mjög langt komið í nýtingu jarðvarma. „í þeim löndum rómönsku Ameríku, er liggja að Kyrrahafí, eru möguleikarnir miklir í nýtingu jarðhita, sérstaklega í Mið- Ameríku, og fer nýtingin vax- andi." Um jarðhitaráðstefnuna sagði Cuellar að ráðstefna sem þessi væri mjög gagnleg og í raun nauð- synleg, enda skiptust menn þar á upplýsingum og hugmyndum. Einnig væri það mjög mikilsvert að ráðstefnan færi fram á ís- landi, sem væri komið einna lengst í heiminum í nýtingu jarð- varma. Erla Þórarinsdóttir fyrir framan nokkur verka sinna. Kaupmannahöf n: Sýndi málverk sín á Vesturbru Jónshúsl. Á VESTURBRÚ í Kaupmanna- höfn við litla hliðargötu út frá Vesterbrogade er Gallerí World’s End. Þar, á „Heims- enda“, sýndi fyrir nokkru Erla Þórarinsdóttir málverk og teikn- ingar. Nefndi hún sýninguna „nden er lös“ og var þetta fyrsta sýning hennar í Danmörku. Erla fæddist í Reykjavík 1955 og stundaði nám við Konstfackskól- ann í Stokkhólmi 1976—81 og einnig við Rietweld Akademie í Amsterdam. Síðan hefur hún haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í Stokkhólmi, Reykjavík, New York, Norrköping, Lundi, París, Tókýó og Helsinki. I sýningarskrá ritar listakonan hugleiðingar sína á frjálslegan og skemmtilegan hátt og segir þar m.a.: Utanlands þráði ég ísland, á íslandi þráði ég að komast utan. Ég hef ekki áhyggjur af því Ieng- ur, ég held það sé einn og sami hlutur. Nú sýni ég málverk, máluð í Reykjavík. Ég hef líka tekið með teikningar frá Manhattan og Brook- lyn. Neonijósin á Manhattan eru eins og norðurljósin. Þau lýsa upp himininn." Sýningu Erlu Þórarinsdóttur lauk 13. september. G.L. Ásg. Vesturland: Undirbúningiir að næstu alþingiskosningum hafinn Stykkishólmi. Framkvæmdastjóri sjálfstæð- í haust og þá verða teknar fullnað- isflokksins og þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, þeir Kjartan Gunnarsson og Sigurbjörn Magn- ússon, hafa undanfarið haldið fundi á Vesturlandi með trúnað- armönnum flokksins. Með þeim í förinni hefir verið Hörður Páls- son formaður Kjördæmisráðs flokksins í Vesturlandskjör- dæmi. •* Tilgangur fundarins var að ræða um væntanlegar alþingiskosningar og hvaða leið skyldi fara til uppstill- ingar á lista í næstu kosningum. Þingmennimir Friðjón Þórðarson og Valdemar Indriðason voru einnig mættir á fundum þessum. í Stykkishólmi var vel mætt og urðu miklar og skemmtilegar um- ræður um starf í næstu kosningum og mun kjördæmisráð koma saman arákvarðanir um alla tilhögun. Þessi fundur var mjög gagnlegur bæði til skoðanaskipta og ákvarð- ana og er þegar kominn baráttu- hugur í flokksliðið og menn ákveðnir að gera hlut flokksins sem bestan í næstu kosningum. Það er ekki vafi á því að þessi fundur var árangursríkur og svo munu aðrir fundir hafa verið. — Arni Námskeið í listmeðferð ALMENNT námskeið i listmeð- ferð verður haldið í Bjarkarási, Stjörnugróf 9, nk. laugardag, 20. september. Leiðbeinandi er Ragnhildur Ingadóttir. Nám- skeiðið verður haldið milli 10.00 og 16.00 og er ætlað áhugafólki um Iistmeðferð og starfsfólki innan heilbrigðiskerfisins. Þátttakendum gefst kostur á að kynnast virkum aðferðum í listmeð- ferð með æfingum í myndsköpun og umræðum þar að lútandi. Von- ast er til að námskeiðið kynni mikilvægi listmeðferðar og þann árangur sem hún getur borið. Fyrir- hugað er að halda fleiri námskeið ef næg þátttaka fæst. Fjöldi þátt- takenda er takmarkaður við 15 manns og er þátttökugjald 1.500 krónur. Innritun er í síma 24381 milli 10.00 og 12.00 á morgnana svo og 1 nánari upplýsingar um námskeiðið. - sagði Gustavo Cullar frá E1 Salvador EINN fyrirlesaranna á jarð- hitaráðstefnunni er Gustavo Cuellar frá E1 Salvador. Cuell- ar var um skeið forstöðumaður orkubúskaparáætlunar róm- önsku Ameríku, en er nú ráðgjafi bandarísku rannsókn- arstofnunarinnar i Los Alamos og sérlegur ráðgjafi orkustofn- unar E1 Salvador. Að sögn Cuellar er jarðhiti mik- ill í E1 Salvador og er starfandi 95 megawatta orkuver í Ahvac- hapan. Getur orkuver þetta framleitt einn þriðja af allri orku- þörf landsins og gat hann þess að íslenskir sérfræðingar hefðu veitt ráðgjöf við byggingu versins. Aðspurður um stöðu ríkja róm- önsku Ameríku í jarðhitamálum, Morgunblaðið/Bjami Gustavo Guellar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.