Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
Síldarsaltendur með aðalfund í gær:
Rússar áskilja sér einhliða rétt
til að úrskurða í deilumálum
Landshlutar deildu um hvert hlutfall
síldarkvóti skuli verða af veiðunum
FÉLÖG síldarsaltenda á Norður-, Austur- og Suðurlandi héldu
aðaifundi sína á Hótel Sögu i gær og að hluta til var um sameig-
inlega aðalfundi félaganna tveggja að ræða. Gunnar Flovenz,
framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar flutti fundarmönnum
helstu fregnir af markaðsmálum. M.a. greindi hann frá því að
undirbúningsviðræður við Svía og Finna hefðu farið fram um
síldarsölu, og væri niðurstaðna þeirra viðræðna að vænta á næst-
unni. Þessi Iönd eru stærstu markaðirnir fyrir saltsild, að
Rússlandsmarkaði undanskildum.
Er Gunnar kom að viðræðunum
við Sovétmenn, sagði hann m.a.:
„Okkar vandamál er afstaða Sov-
étmanna og fráleit skilyrði sem
þeir setja.“
Er Gunnar gerði grein fyrir
þeim viðbótarskilyrðum sem bor-
ist hefðu frá Prodintorg, þann 8.
þessa mánaðar, sagði hann m.a.
að Rússar gerðu það að skilyrði
að engir hringormar væru í salt-
síldinni, en það skilyrði sagði hann
útilokað að uppfylla, þar sem
sfldin væri heilsöltuð fyrir Rúss-
landsmarkað. Jafnvel þó að svo
væri ekki, myndi Sfldarútvegs-
nefnd aldrei fallast á slíkt skilyrði,
því það myndi kosta gegnumlýs-
ingu á hverri sfld. Þá sagði hann
að ein viðbótarkrafa Rússanna
hljóðaði upp á að endanleg yfir-
taka Rússa á sfldinni færi fram í
móttökuhöfn eða endanlegum
ákvörðunarstað.
Loks vakti Gunnar máls á því
skilyrði sem hvað flestir fundar-
manna lýstu sig óánægða með og
töldu með öllu óaðgengilegt, í
samtölum við blaðamann Morgun-
blaðsins. Skilyrði Rússa var þess
efnis, að ef upp kæmi ágreiningur
hvað varðaði efndir á samningum,
eða gæði sfldar, þá væri það ein-
hliða hlutverk Rússa að skera úr
um þann ágreining. Kom fram á
fundinum að fundarmenn voru
Gunnari sammála um að útilokað
væri að ganga að þessum skilyrð-
um. „Við munum alltaf neita
slíkum skilyrðum og aldrei gang-
ast inn á slík ákvæði. Við látum
þá heldur eiga sig að semja,“
sagði Gunnar.
Gunnar greindi frá því að svör
Síldarútvegsnefndar hefðu verið í
samræmi við skoðanir sfldarsalt-
enda, þ.e. að ekki kæmi til greina
að fallast á mörg þessara nýju
skilyrða, auk þess sem skilyrðin
frá því í sumar, um hálf-trétunnu-
umbúðir, og það sem Rússar
nefna „markaðsverð" væru einnig
fráleit.
Er Gunnar kom inn á fyrir-
hugaða aukningu síldveiða hér á
landi, sagði hann að Síldarútvegs-
nefnd væri orðin langþreytt á
ósanngjömum kröfum þess efnis
að nefndin yrði að tryggja aukna
sfldarsöltun í hlutfalli við auknar
sfldveiðar. Hann sagði þessar
kröfur vera gerðar hér, á meðan
að önnur lönd gætu vegna mark-
aðsskorts aðeins saltað brot af
því sem veiddist. „Vaxandi
sfldveiðar hér hljóta, eins og ann-
ars staðar, að byggjast að veru-
legu leyti á annarri vinnslu en
söltun," sagði Gunnar.
Frestur til að stað-
festa tunnupöntun
rennur út á laugardag
Einar Benediktsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Sfldarútvegs-
nefndar, gerði fundarmönnum
grein fyrir stöðu tunnumála. Hann
sagði m.a. að Sfldarútvegsnefnd
hefði í sumar tryggt sér forkaups-
rétt á 95 þúsund tunnum, og auk
þess möguleikanum á allt að 70
þúsund tunnum til viðbótar. Hins
vegar rynni fresturinn til þess að
staðfesta pöntunina út nú á laug-
ardag, þann 20. september.
Síldarútvegsnefnd hefði því á
fundi sínum í fyrradag að fara
fram á frest til þess að staðfesta
pöntunina, við tunnuframleiðend-
urna, þar til niðurstaða úr viðræð-
um við Rússa fengjust.
Einar gerði einnig grein fýrir
viðræðum sínum við pólsk stjórn-
völd í Póllandi í sl. viku, þar sem
hann hefði rætt möguleikana á
sölu saltsfldar til Póllands. Enn
væri ekkert komið á hreint í þessu
efni, þar sem möguleg síldarkaup
Pólvetja væru háð eins konar
vöruskiptaverslun landanna
þ.e.a.s. að Pólveijar smíði fiski-
báta fyrir fslendinga og íslending-
ar fái að greiða fyrir bátana með
saltsfld, allt að 50% af andvirði
bátanna, þegar erlendur útlagður
kostnaður Pólverja er frátalinn.
Sagði hann að sér sýndist sem
þetta gæti þýtt 6 til 7 þúsund
tunnur saltsíldar fýrir hvem fiski-
bát, þar sem Pólveijar krefðust
þess að fá ákveðið magn gjaldeyr-
is fyrir fiskibátana einnig.
Einar sagði að sér hefði komið
mest á óvart í viðræðunum við
Pólveija, áhugi þeirra á kaupum
á frystri síld. Þeim hefði verið
boðin fryst síld til kaups af Norð-
mönnum, Kanadamönnum og
Hollendingum á mjög hagstæðu
verði. Hefðu þeir beðið íslendinga
um tilboð upp á 2.000 tonn sfldar
úr sjó.
Kvótamálið mikið
hitamál milli
landshluta
Hefðbundin aðalfundarstörf fé-
laganna tveggja fóru síðan fram
sitt í hvoru lagi og að þeim lokn-
um fundaði hvort félag um sig
um tillögfu stjórna beggja félag-
anna þess efnis að saltsíldarstöðv-
akvótinn, sem hefur verið 20%
miðað við söltun sl. 6 ára, breyt-
ist þannig að hann verði 40%
miðað við söltun stöðvanna und-
anfarin 8 ár. Voru síldarsaltendur
í Félagi sídlarsaltenda á Suður-
landi mjög einhuga um þessa
tillögu, en á fundi Félags síldar-
saltenda á Norður- og Austurlandi
kom fram mjög eindregin and-
staða við þessa tillögu. Sögðust
Austfírðingarnir vera mjög
andvígir kvóta yfír höfuð, en buðu
sem málamiðlun 20% kvóta, mið-
að við sl. 8 ár. Sunnlendingar
höfnuðu þessu alfarið og kröfðust
30% kvóta og bentu Austfirðing-
um á í allri vinsemd, að bátarnir
sem veiddu síldina væru jú flestir
að sunnan. Það lægi þvi í augum
uppi að hægt væri að láta það
vera að senda þá á miðin fýrir
austan.
Skilaboðin gengu á milli fund-
arsala og hittust þeir Ólafur Bl.
Ólafsson, formaður Félags síldar-
saltenda á Suðurlandi og Her-
mann Hansson, formaður Félags
síldarsaltenda á Norður- og Aust-
urlandi á göngum og báru skila-
boð á milli. Var talsverður hiti í
mönnum þegar Hermann bar
Sunnlendingum það sem hann
nefndi lokatilboð Austfirðinga,
25% kvóti, miðað við söltun stöðva
sl. 8 ár. Sunnlendingar hugsuðu
sig ekki um lengi: Ólafur kom
fram á ganginn og sagði „Sá
vægir sem vitið hefur meira. Við
samþykkjum."
Ljóst var á tali sunnlenskra
saltenda eftir að þessi niðurstaða
var fengin, að þeir töldu sig hafa
beðið lægri hlut í þessu máli og
sökuðu þeir Austfírðinga um að
geta litið á málið í víðara sam-
hengi. Þ.e. aðstæður kynnu að
breytast á þann veg á nýjan leik,
að síldin færi suður fyrir land,
þannig að styttra yrði fyrir Sunn-
lendinga að sækja á miðin, en
Austfirðinga. Niðurstaðan stend-
ur þó óbreytt - 25% kvóti, miðað
við sl. 8 ár.
Heimsmeistaraeinvígið í skák:
Heimavinnan færði
Karpov auðveldan sigur
Skák
Bragi Kristjánsson
SAUTJÁNDA skákin í heims-
meistaraeinvíginu var tefld í gær
í Leningrad. Byijunin var Griin-
feldsvörn, eins og svo oft áður í
einvíginu. Keppendur tefldu
þrettán fyrstu leikina hratt, enda
þeir sömu og í fimmtándu skák-
inni. í fjórtánda leik kom Karpov
með endurbót á fyrrnefndri skák
og náði yfirburðastöðu. í fram-
haldinu fann heimsmeistarinn
enga vörn, og mátti gefast upp
eftir 31 leik.
Karpov náði með þessum sigri að
minnka muninn í tvo vinninga, og á
því enn einhveija möguleika á að
ná aftur heimsmeistaratitilinum.
Þessi skák verður heimsmeistaran-
um, Kasparov, þörf áminning um,
að einvíginu er ekki lokið. Hann
æddi hugsunarlaust út í heima-
bruggað afbrigði Karpovs og tapaði
mótspymulaust.
Staðan í einvíginu er sú, að Kasp-
arov hefur 9'/2 vinning, en Karpov
Vh v., en sjö skákum er ólokið.
Næsta skák verður tefld á föstudag.
17. skákin:
Hvítt: Karpov.
Svart: Kasparov.
Griinfelds-vörn.
1. d4 - Rf6, 2. c4 - g€, 3. Rc3 -
d5, 4. Rf3 - Bg7, 5. Db3 - dxc4,
6. Dxc4 0—0, 7. e4 — Bg4, 8. Be3
- Rfd7, 9. Hdl - Rc6, 10. Be2 -
Rb6, 11. Dc5 - Dd6, 12. e5
Karpov teflir eins og í 15. skák-
inni, þótt honum hafi ekki tekist að
ná betra tafli í henni.
12. — Dxc5, 13. dxc5 — Rc8?!
Kasparov endurtekur einnig leiki
15. skákarinnar án umhugsunar.
Síðasti leikur hans lítur ekki vel út,
þótt hann hafl gefist vel í áður-
nefndri skák. Þekkt framhald er í
þessari stöðu 13. — Rd7, 14. e6 —
Bxe6, 15. Rg5 - Hfd8, 16. Rxe6 -
fxe6,17. 0—0 og hvítur hefur sterka
stöðu fyrir peðið, sem hann fómaði.
14. h3!
Endurbót Karpovs. í 15. skákinni
lék hann 14. Rb5, en komst ekkert
áleiðis eftir 14. — Hb8, 15. Rxc7 —
e6, 16. Rb5 — R8e7 og nokkmm
leikjum síðar féll peðið á e5.
14. - Bxf3
Ekki er að sjá, að svartur eigi
betri leik. Svartur getur ekki tekið
á sig tvípeð á e-línunni með riddar-
ann lokaðan inni á c8.
15. Bxf3 - Bxe5
Eftir 15. — Rxe5, 16. Bxb7 —
Hb8, 17. c6 verður svarta staðan
ekki glæsileg.
16. Bxc6 — bxc6
Nú er Ijóst, að góð heimavinna
Karpovs og aðstoðarmanna hans
hefur fært hvit yfirburðastöðu. Hviti
hrókurinn kemst inn á d7 og svarti
riddarinn á c8 stendur í vegi svörtu
hrókanna. Hvítur hefur fómað peði
til að ná þessari stöðu, en í fram-
haldinu nær hann því aftur með
vaxtavöxtum.
17. Bd4!
Svarti biskupinn valdar peðið á
c7, og því er sjálfsagt að skipta á
honum, og að auki gæti Hb8 orðið
óþægilegur leikur í óbreyttri stöðu.
17. - Bf4, 18. 0-0 - a5
Vandrasðalegur leikur, en eftir 18.
- e5, 19. Be3 - Re7, 20. Hd7 er
svarta staðan óglæsileg.
19. Hfel - a4, 20. He4 - Bh6,
21. Be5 - a3, 22. b3 - Ra7
Loksins er svarti riddarinn á leið-
inni í spilið, en það er orðið of seint
til að bjarga skákinni.
23. Hd7 - Bcl, 24. Hxc7 - Bb2,
25. Ra4 - Rb5, 26. Hxc6
Svörtu peðin falla eitt af öðru,
án þess að svarti nái nokkru mótspili.
26. - Hfd8, 27. Hb6 - Hd5
Engu betra er 27. — Bxe5, 28.
Hxe5 — Rd4, 29. Hxe7 o.s.frv.
28. Bg3 — RÍc3, 29. Rxc3 — Bxc3,
30. c6 — Bd4
Eða 30. — Hc5, 31. Hc4 — Hxc4,
32. bxc4 og peðið á c6 kemst upp
í borð og verður að drottningu.
31. Hb7 og Kasparov gafst upp, því
hann getur ekkert gert við hótuninni
32. c7 ásamt 33. Hb8 og c-peðið
verður að drottningu, t.d. 31. — e5,
32. c7 - Hf8, 33. Hb8 - Hc5, 34.
Kh2 - Hxc7 (34. - Kg7, 35. Hxf8
- Kxf8, 36. Hxd4 - exd4, 37. Bd6+
ásamt 38. Bxc5 og hvítur vinnur),
35. Hxf8+ - Kxf8, 36. Hxd4 og
hvítur vinnur létt.
Richard Neille
Fyrirlestur
um iðnhönnun
í KVÖLD, fimmtudag, mun Ric-
hard Neill, iðnhönnuður og einn
aðalkennarinn í franska iðn-
hönnunarskólanum Les Ateliers,
ENSCI, í París halda fyrirlestur
í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn
hefst kl. 20.30 og fer fram á
vegum Form Island. Fyrirlestur-
inn verður fluttur á ensku með
hjálp litskyggna og fjallar um
hönnun í Frakklandi.
Richard Neill er fransk-enskur
að ættum og hlaut hann menntun
sína í Englandi. Hann lærði m.a.
við Royal College of Art í London
og hefur unnið við iðnað, einnig sem
ráðgjafi í þróunarlöndum á vegum
UNICEF og UNESCO, en nú starf-
ar hann einkum á sviði menntunar
og við hönnun sýninga og safna.
Neill er þeirrar skoðunar að menn-
ingarlegt sem og Ijárhagslegt
sjálfstæði megi öðlast með því að
leggja áherslu á hönnun.
(Fréttatilkynning.)
Evrópusamtök einkaritara
halda ráðstefnu í Reykjavík
EVRÓPUSAMTÖK einkaritara,
sem telja nú yfir 900 félagskonur
í fimmtán löndum, halda árlega
ráðstefnu sína í Reykjavík dag-
ana 18.—20. september nk.
Ráðstefnuna munu sækja liðlega
200 einkaritarar, þar af um 160
erlendir og rúmlega 40 íslenskir.
Ragnar S. Halldórsson, forstjóri
íslenska álfélagsins, setur ráðstefn-
una föstudaginn 19. september. Þá
mun Valgerður Bjarnadóttir, for-
stöðumaður markaðsrannsókna hjá
Flugleiðum hf., flytja erindi um gildi
fjárhagsáætlana. Gæðahringar
verða aðalefni ráðstefnunnar. Dr.
Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri
Álafoss hf. mur. fjalla um þá, gildi
þeirra og markmið, og síðan verður
starfað í vinnuhópum í anda gæða-
hringanna. Þá mun Davíð Sch.
Thorseinsson, forstjóri, stjóma
hringborðsumræðum ásamt dr.
Ingjaldi Hannibalssyni, Meriel
Harris frá Bretlandi og Grethe
Drusebjerg frá Danmörku.
Ráðstefnugestum verður boðið í
ferð til Þingvalla, að skoða virkjan-
ir við Sog, Hitaveitu Suðumesja og
fískvinnslufyrirtækið Granda hf. Þá
munu forseti Islands og borgar-
stjórinn í Reykjavík hafa móttökur
fyrir ráðstefnugesti.