Morgunblaðið - 18.09.1986, Page 39

Morgunblaðið - 18.09.1986, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 BÖRN SEM STAMA I flestum tilfellum er óþarfi að hafa af því áhyggjur Mörg börn — sérstaklega strákar — ganga í gegnum „stemi-skeið“ á fjögurra eða fimm ára aldri, stundum síðar. Oft veldur þetta áhyggj- um hjá foreldrunum, en í flestum tilfellum er ekkert að óttast. Oftast er hér um a ræða það sem sumir nefna „þroska-stam“, sem á lítið skylt við sjaldgæfari afbrigði af stami er stafa af vandamálum í upp- vexti barnsins eða umhverfi. Þroska-stamið stafar af því að bamið býr yfir mun meiri málþekkingu en orðaforðinn segir til um. Þegar svo bamið ætlar að yfirfæra hugsanir sínar í orð verður það oft að hika til að hnjóta ekki um orðin í ákafa sínum. Það væri réttara að tala um að barnið ræki í vörðumar en að það stamaði. Danskur sérfræðingur skrifði nýlega grein í þarlent tímarit um þessi mál. Þar segir hann meðal annars: „Beztu viðbrögðin em að láta sem ekkert sé. Sé barninu sjálfu ekki ljóst að það rekur í vörðum- ar, eða því er sama þótt svo sé, er heppilegast að láta á engu bera. En verði bamið hnuggið eða leitt vegna málheltinnar er réttast að reyna að draga úr áhyggjum þess og biðja bamið jafnframt að tala hægar og anda djúpt áður en það talar. Sjálfir ættu foreldramir að reyna að tala rólega og nota einföld orð, alls ekki að grípa fram í fýrir baminu, og ekki ljúka við setningar þess. Áríðandi er að baminu finnist á engan hátt verið að reka á eftir sér, og að sjálfsögðu má ekki gagnrýna bamið eða gera grín að staminu. Sé farið að þessum ráðum má fullvíst telja að stamið hverfí smám saman," segir danski sérfræðingurinn. „Framleiðslu- stjórnun er til- raun til einokunar“ segir í bréf i Guðmundar Einarssonar þing manns til landbúnaðarráðherra GUÐMUNDUR Einarsson al- þingismaður hefur skrifað Jóni Helgasyni landbúnaðarráðherra bréf þar sem varað er við fram- leiðslustjórnun í eggja-, kjúkl- inga- og svínakjötsframleiðslu. Jafnframt biður hann ráðherra að svara nokkrum spurningum um þetta mál. í bréfi Guðmundar segir meðal annars: „Framleiðslustjómun er til- raun til einokunar og gildir þar einu hvort stjórnunin verður í höndum bænda eða einhvers opinbers fram- leiðsluráðs. Það er óþolandi að láta neytendur bera brúsann af offjár- festingu í fugla- og svínarækt, með því að mynda einokunarsamtök til að halda uppi verði.“ Biður hann ráðherra að svara eftirfarandi spurningum: 1. Telur ráðherra þörf á framleiðslustjórnun í þessum greinum? 2. Hefur ráðu- neytið átt frumkvæði að þessum viðræðum? 3. Em þær með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar? 4. Hvaða tillögur hafa viðræðuaðilar lagt fram? 5. Hafa þessar viðræður verið með þátttöku fulltrúa neyt- endasamtaka? 6. Hvaða aðgerðum er ráðuneytið tilbúið að beita sér fyrir? 39 UTGERÐARMENN - FISKVERKENDUR RÆKJUFRYSTING - L(®NUFRYSTING Útvegum með stuttum fyrirvara: Hraðfrystitæki — lárétt — lóðrétt, margar stærðir. Frystivélar — skrúfuþjöppur — stimpil- þjöppur. Frystiblásara — allar stærðir. Stýritæki fyrir frystikerfi. Útvegum: kompl. frystikerfi, fyrir rækju- frystingu. Framleiðum: allar stærðir af lausfrysti- tækjum. Höfum á lager: Frystivélar — frystiblásara — kondensa — loftkælda — vatnskælda. Vatnskæld- an kondens fyrir ammoniak. Eigum til afhendingar strax: 12 stöðva lárétt hraðfrystitæki, ásamt frystivél. Önnumst: Uppsetningu — viðgerðir á öll- um frystitækjum. Leitið tilboða — verslið við fagmenn. Kœling hf. Réttarhálsi 2. Símar: 32150 — 33838. ÓDÝR HALOGEN AUKALIÓS • Fást á bensínstöðvum og varahlutaverslunum um allt land • Verð frá 1.450 kr. (settið) • Halogen perur innifaldar • Auðveld ásetning • Leiðbeiningar á íslensku • Hvít (ökuljós) eða gul (þokuljós) • Passa á alla bíla • Viðurkennd vara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.